Vikan - 17.09.1959, Page 6
• » 9
Smásaga
eftir
Evu Marke
Þennan morgun vaknaði Gunilla, áður en vekj-
araklukkan hringdi. Henni datt fyrst í hug, að
hún hefði sofið yfir sig. En þegar hún leit á klukk-
una, varð henni rórra. Hún þurfti ekki að fara
á fætur fyrr en eftir klukkustund, svo að hún
hjúfraði sig ánægð undir snæginni og lét fara vel
um sig.
Skyndilega varð Gunillu ljóst, hvers vegna hún
hafði vaknað. Hún hafði vaknað við blístrið, sem
barst inn um opnar dyrnar .á svölunum, sem hún
hafði haft opnar, til þess að ekki yrði of mollu-
legt inni. Þau höfðu sameiginlegar svalir, en á
milli þeirra hafði verið komið fyrir þunnri viðar-
piötu. Hann var svei mér árrisull, þessi Rolf
Edgren.
Og hann var greinilega ekki lagviss, því að
hann blístraði svo falskt, að það var í rauninni
kvöl að hlusta á það. En hún gat ekki tekið blistr-
ið sér nærri, því að hún vissi, að Rolf Edgren
blístraði vegna þess, að hann var ánægður með
tilveruna. Hann var líklega búinn að hella upp
á kaffið i dag, hugsaði Gunilla brosandi.
Á meðan Gunilla klæddi sig og lagaði sér kaffi,
varð henni hugsað til gærkvöldsins. Hún hafði
ekki komið heim fyrr en klukkan hálfátta, dauð-
þreytt og svöng og með slæman höfuðverk. Hús-
bóndi hennar hafði beðið hana að hreinskrifa
nokkrar skýrslur um skilnaðarmál, sem átti að
koma fyrir rétt í dag. Hún hafði ekki borðað
annað til miðdegisverðar en smurt brauð og kaffi-
bolla, sem sent var neðan frá kaffistofunni, sem
var í sama húsi og lögfræðingaskrifstofan, þar
sem hún vann. Þess vegna hefði hún auðvitað átt
að hita sér ærlega máltið, þegar hún kom heim,
en til þess var hún allt of þreytt. Og svo var
þessi fjárans höfuðverkur. Húsbóndi hennar hafði
viljað bjóða henni til kvöldverðar í þakkarskyni,
— þau borðuðu oft úti saman, því að þau voru
orðnir góðir vinir eftir öll þau ár, sem hún hafði
unnið hjá honum, —' en höfuðverkurinn hafði gert
það að verkum, að hún afþakkaði boðið í þetta
sinn.
Gunilla hafði tekið höfuðverkjaduft og var í
þann veginn að festa blund, þegar hún heyrði
skyndilega hamarshögg úr íbúðinni við hliðina á
hennar íbúð. Hún varð sárgröm. Það var engu
líkara en hvert hamarshögg kæmi við veikan blett
í höfðinu á henni. Hún hafði minnzt þess, að
húsvörðurinn hafði sagt, að búið væri að leigja
út ibúðina við hliðina, en hvers vegna kaus leigj-
andinn einmitt að flytjast þangað þetta kvöld,
þegar hún var með þennan voðalega höfuðverk?
Já, henni hafði sárgramizt þetta, en þar sem
stóð í reglugerðum hússins, að leyfilegt væri að
hamra og ærslast til klukkan tíu, varð hún að
sætta sig við þetta. Og nokkrum klukkustundum
siðar hafði gremja hennar dvinað, því að þá hafði
hún kynnzt nágranna sínum, sem var einkar við-
felldinn og dálítið feiminn ungur maður á þrítugs-
aldri, sem brosti ákaflega vingjarnlega, og augu
hans lýstu sýnilega kímnigáfu. Hann hafði hringt
dyrabjöllunni hjá henni og beðið um að fá lánuð
nokkur öryggi, því að lélegur gólflampi hafði
komið öllu úr sambandi inni hjá honum. Hann
haíði komið aftur klukkustund siðar til þess að
fá lánaða snaga, og í þriðja sinn hringdi hann
enn, hálffeiminn. Hann var þá með vinstri hönd
reiíaða í handklæði og hafði beðið um að fá lánað
sjúkrabindi. Bæði hafði hann skorið sig á brotnu
glasi, sem brotnað hafði í flutningunum, auk þess
hafði hann brennt sig, þegar hann var að reyna að
laga kaffi.
Gunilla hafði bundið um hönd hans, og auðvitað
hafði hún ekki komizt hjá því að bjóða honum
að drekka te meö sér, þar sem höfuðverkurinn
var nú horfinn út í veður og vind og hún hafði
nýlokið við að laga te. Nábúar á fimmtu hæð
í stórhýsi verða að sýna gagnkvæma vináttu og
hjálpsemi. Næst mundi hún ef til vill þurfa að
fá eitthvað að láni, hafði hún sagt, þegar hann
hikaði við að taka boði hennar. Hann var greini-
lega hræddur um að verða henni til ama.
Hún vissi það eitt um nábúa sinn, að hann var
þrjátíu ára og kurteis og alúðlegur, og auk þess,
að hann var verkfræðim r og átti í heimabæ
sínum unnustu, sem va icennslukona.
Einmitt núna var móðir unnustu hans veik,
og þess vegna hafði hún ekki getað komið og
hjálpað honum að velja veggfóður og liti á
herbergið, en það hafði hann orðið að gera sjálf-
ur samkvæmt húsnæðissamningnum. Og áður en
nýi nágranninn hafði boðið góða nótt, hafði Gunilla
lofað að hjálpa honum að velja veggfóður og
litasamsetningar. Hún vissi reyndar ekkert um
smekk unnustu mannsins, en hann hafði vafalaust
rétt fyrir sér, þegar hann sagði, að minni munur
væri vafalaust á smekk tveggja kvenna en karls
og konu. Og Gunilla vissi, að hún var næm fyrir
litum.
Þegar Gunilla hafði klætt sig, fór hún út á
svalirnar. Hún heyrði þrusk, og um leið varð
henni ljóst, að Rolf Edgren stóð hinum megin við
skilvegginn. Hún gægðist yfir vegginn og sagði
brosandi:
— Góðan daginn. Eruð þér alltaf vanur að
byrja daginn með blísturshljómleikum?
Hann hló.
— Afsakið, ef ég hef gert yður ónæði. Ég
bjóst ekki við, að nokkur heyrði til mín, og
unnusta mín heldur því fram, að ég blístri ógur-
lega falskt. Ég geri það aðeins, þegar ég er veru-
lega ánægður með tilveruna. Þakka yður fyrir í
gærkvöldi. Ég vona, að ég hafi ekki haldið of
lengi fyrir yður vöku.
— Ekki lengur en svo, að ég komst á lappir i
dag. En nú verð ég að þjóta, ef ég á að ná
strætisvagninum. Ég er einkaritari hjá skilnaðar-
lögfræðingi, sem er stundvísin uppmáluð, svo að
ég þori ekki að koma of seint.
•— Ég öfunda hann af þessum eiginleika. Sjálf-
ur er ég aldrei stundvís, hvað sem ég reyni. Og
ég er trúlofaður stúlku, sem er nákvæmlega eins
og húsbóndi yðar, stundvísin uppmáluð. En hvar
er skrifstofan, þar sem þér vinnið?
— Alla leið niðri á Óðinsgötu.
— Það var skemmtileg tilviljun. Ég ætla ein-
mitt í þá átt, og þér getið setið í gamla bílnurn
mínum, ef þér viljið.
Þannig vildi það til, að Rolf Edgren ók Gunixiu
á hverjum morgni í vinnuna. Og þau höfðu svo
mikið að ræða um, að þeim fannst tíminn alit
of fljótur að líða. Fyrstu morgnana töluðu þau
mestmegnis um viðgerðirnar og breytingarnar, sem
Rolf ætlaði að gera á íbúðinni, en brátt var þetta
umræðuefni þurrausið, og þá tóku þau að tala um
sig sjálf og áhugamál sín.
Tilvera Gunillu hafði breytzt til muna. Hún
hafði aldrei átt karlmann að vini, sem hún gat
talað við jafn opinskátt og Rolf. Kímnigáfa hans
varpaði einnig ljóma á tilveruna, og hún hætti að
skeyta um smávægilegar áhyggjur, ef hún talaði
um þær við hann. Gunilla vissi ekki, að breyt-
ingin var sýnileg bæði I útliti hennar og afköst-
um á vinnustað. Hún var í fyrsta lagi aRtaf
glöð og ljómandi, en ekki er vlst, að allír hafi
verið eins ánægðir með afköst hennar. Dag einn
heyrði Gunilla húsbónda sihn kalla nafn sitt svo
hvasst, að hún leit skelfd upp. Hún hafði verið
að horfa á bláan vorhimininn yfir húsþökunum.
— Jæja, loksins!
— Ertu búinn að kalla á mig lengi?
— Lengi! Þrisvar er ég búinn að kalla, síðan
ég kom inn í þetta herbergi, en þú hefur haldið
áfram að stara upp i himininn með sama kjána-
lega draumórasvipnum. Þú ert kannski að reyna
að ráða fram úr vandamálum viðskiptavinanna
með því að lesa örlög þeirra í himinhvelfingunni?
sagði hann í háði.
Gunilla hló við.
— 1 sannleika sagt, Bertil, þá tók ég mér bessa-
leyfi andartak og hætti að sinna vandamálum
viðskiptavinanna. Ég var að hugsa um, hvort færi
betur á sveínherbergi, gult eða grænt. Gult er
svo lifgand’, en gx-ænt er róandi, er sagt.
■— /.‘Jtlaxðu aftur að fara að veggfóðra hjá Þér.
Þao er ekki nema ár, síðan þú gerðir það síðast.
— Nei, þessi litavandamál koma íbúðinni minni
ekkert við. Það er góðvinur minn, sem er I
vandræðum.
Johnsson lögfræðingur kveikti sér i sígarettu
og settist á skrifborðið hjá Gunillu. Hann blés
frá sér reykhringjum og fylgdist með þeim, þeg-
ar þeir liðu upp í loftið, áður en hann sagði hægt
án þess að líta á Gunillu.
— Segðu mér eitt, geturðu sagt mér, hvers vegna
þú, sem hefur verið bezti einkaritari, sem hægt
er að hugsa sér, ert skyndilega orðin svo breytt
síðustu vikur, að það er næstum ekki hægt að
þekkja þig?
■— Þá er ég ekki bezti einkaritari, sem hægt
er að hugsa sér lengur?
— f sannleika sagt, — nei. Þú ert svo utan við
þig, að mér er bara svarað út í hött, þegar ég
yrði á þig. Og Þú, sem hefur aldrei haft neitt á
móti því að vinna eftirvinnu, ert skyndilega orðin
svo önnum kaíin, að þú getur næstum ekki unnið
eina klukkustund í eftirvinnu nú orðið. Ertu orðin
ástfangin?
— Þvættingur, sagði Gunilla gröm. — Þú veizt
vel, hvaða skoðanir ég hef á ástinni og allri
rómantík. Hafa ekki allir þeir, sem hingað koma
og vilja fá skilnað, einhvern tíma gifzt vegna
þess, að þeir voru ástfangnir? Og hvað er nú
orðið um ástina?
— Jæja, það gleður mig að heyra, að Þú ert
enn með fullri skynsemi. Ástfangið fólk missir
svo fljótt allá skynsemi og brýtur í bága við allar
lífsreglur sínar. En hver er þessi vinur þinn, sem
þú ætlar að hjálpa að velja veggfóður og liti?
— Það er nýi nágranninn minn, ungur verk-
fræðingur. Unnusta hans getur ekki komið strax,
svo að ég verð að hjálpa honum í stað hennar.
— Bara að þú sért ekki að leika þér að eld-
inum, vinkona, þegar þú kemur í stað Þessarar
unnustu hans!
— Eldurinn er ekki til, sagði Gunilla stutt. -—•
Og nú verð ég að fara að skrifa, ef ég á að ljúka
þessu fyrir klukkan fimm. Ég verð nefnilega að
fara á slaginu fimm i dag til þess að komast í
búðir.
— Fyrir vin þinn?
Gunilla roðnaði.
— Ég þarf að kaupa pappír í skápa, vaxdúk og
annað því líkt.
— Viltu koma með mér í leikhúsið í kvöld?
— Þakka þér fyrir, ekki i kvöld. Ég þarf svo
mörgu að sinna heima.
Þegar Gunilla kom heim, hrópaði Rolf glað-
lega til hennar, að hann hefði fengið launahækk-
un. — Ég er ekki búinn að borða, því gleymdi
ég vegna ánægjunnar, og nú förum við út og höld-
um þetta hátíðlegt. Ég býð þér til kvöldverðar.
— Við förum þangað, sem líka er hægt að dansa.
Hvað segirðu um það?
— Ég þakka, sagði Gunilla eftir stutta um-
hugsun. Það yrði ekki sérstaklega skemmtilegt,
ef hún rækist nú á Bertil, eftir það, sem hún
hafði sagt við hann og afþakkað boðið í leik-
húsið ...
Þau sátu á veitingahúsinu með úrvals kvöld-
verð fyrir framan sig. Þau dönsuðu, hlógu og
mösuðu, og Gunillu var full alvara, þegar hún
sagði Rolf, að hún hefði ekki skemmt sér svona
vel lengi. Rolf var einmitt að segja henni frá
ævintýri, sem hann hafði lent í í skiðaferð uppi
í háfjöllum, og hún hlustaði brosandi, þegar hún
kom skyndilega auga á Bertil, sem sat við borð
nálægt þeim ásamt glæsilegri, ijóshærðri stúlku.
Gunilla fann, að hún roðnaði. Rolf hætti frá-
sögn sinni og sagði dálítið kvíðinn:
—Gunilla, hvað er að? Varð þér illt?
Gunilla dró andann djúpt og sagði án þess að
líta á hann: