Vikan - 17.09.1959, Page 19
Faldi fjársjóðurinn
Kristján og María komu hlaupandi inn í
barnaherbergið með fulla poka af rúsínum og
sveskjum.
Þau komu auga á tindátann, sem stóð á sín-
um stað við dyrnar með riffilinn sinn um öxl,
og gengu til hans.
Hershöfðingi, sagði María, má ég bjóða þér
rúsínur?
Þakka þér fyrir, sagði tindátinn og fékk sér
nokkrar rúsínur.
Og gerðu svo vel, sagði Kristján og rétti fram
sveskjupokann. Gerðu svo vel að fá þér að
smakka.
Þakka þér kærlega fyrir, þetta var fallegt af
ykkur, sagði hershöfðinginn. Síðan fékk hann
sér þrjár eða fjórar sveskjur.
Þegar tindátinn var búinn með sveskjurnar
og rúsínurnar, fór hann að hlæja.
Þetta minnir mig á svolítið, sem kom einu
sinni fyrir mig, þegar ég var barn. Ég var smá-
strákur þá. Það var um poka af sveskjum og
vínberjum, sem mamma kom með heim einu
sinni. Seinna, þegar ég kom til að gá að sveskj-
unum og vínberjunum, þá fann ég þær þar,
sem ég hafði falið þær, — en þær voru þar
bara ekki lengur.
Kristján og María horfðu spyrjandi hvort á
annað og á hershöfðingjann.
Áttu við, að þú hafir fundið pokann með
sveskjunum og vínberjunum einmitt þar, sem
þú lézt hann, og að hann hafi samt ekki verið
þar?
Tindátinn kinkaði kolli.
En hvernig gazt þú fundið hann, um leið og
þú fannst hann ekki?
Ja, sagði hershöfðinginn, svona er sagan:
Ég var mjög gráðugur í sveskjur og vínber,
þegar ég var lítill, svo að ég gleypti allt í mig,
þegar mamma keypti þær. Það var ekki fallegt
af mér að gera það. Og til að gera illt verra
kom Georg frændi minn einmitt í heimsókn þá.
Ég vissi, að honum þóttu vínber og sveskjur
jafngóð og mér, svo að ég þaut niður í kjallara
og faldi vínberin og sveskjurnar.
Hvar faldir þú þær? spurði María.
Bak við miðstöðina. Ég ætlaði að ná í þær,
strax og Georg var farinn.
Hvað gerðist? spurði Kristján.
Hershöfðinginn hristi höfuðið sorgmæddur.
Mamma hlýtur að hafa vitað, hvað ég hafði
gert við ávaxtapokann. Hún læsti kjallaradjr-
unum til að refsa mér, og það var alveg rétt.
Og hún hafði dyrnar læstar nærri til vetrar-
loka.
En eir.n góðan veðurdag hló hún og sagði, að
ég mætli fara niður í kjallara og sækja pok-
ann minn með sveskjum og vínberjum. En ég
vissi ekki, hvaðan á mig stóð veðrið.
En þá fannst þú ávextina, sagði María.
Ég bæði gerði það og gerði það ekki. Ég fór
niður í kjailarann og gægðist bak við miðstöð-
ina. Þar ann ég pokann minn alveg eins og ég
hafði skilið hann eftir. En það voru engar
sveskjur og vínber, sem (';>
tæmdi úr honum, ó-nei.
Hvað var í pokanum? spur. i
María.
Hershöfðinginn hló.
Sjáðu til, sveskjurnar og ví:>.
berin höfðu þornað allan þenn:.:i
tíma, sem þær höfðu legið b:.’c
við miðstöðina. Þær voru þurr c
og skorpnar, o»; vínberin voi a
orðin að rúsínum, því að það cr
einmitt það, sem rúsínur eru.
Hvað ev margir blýantar í glasin
VIKAN
10