Vikan - 17.09.1959, Qupperneq 20
fig fór ckki að sofa, þegar ég
kom lieim þennan morgun, heldur
las ég um stund. ÁSur en ég fór
að liátta, opnaði ég gluggann eins
og vcnja mín var. Heyrði ég þá
nokkurn hluta af samtali tveggja
verkamanna, er voru a‘ð halda til
vinnu.
. . jú, hún Hallgerður langbrók
átti bæði Engey og Laugarnes, og bjó
hérna á Lauganesi. En veiztu að Kári
Sölmundarson var íslenzkur. Ég hef
alltaf haldið að hann væri suður-
eyskur".
„Ég hélt að hann væri Norðmaður.
Og ekki verður annað séð af kvæði
Einars Benediktssonar",
„Ónei, lagsmaður, hann var Islend-
ingur. Ég sá það í Landnámu, að hann
var frá Hólum í Gnúpverjahreppi •—
bað er víst þar, sem kallaðir eru
Hreppshólar nú. Kári var með öðrum
orðum Árnesingur eins og ég, Gissur
vallast allur auður Reykjavíkur-borg-
ar, og reyndar alls landsins.
Þarna á hafnarbakkanum hitti ég
gamlan sveitunga, togaramann, einn
af þessum mörgu hermönnum Islands,
er vinna landinu, og okkur hinum
er heima sitjum, auð úr djúpunum,
á vindasamri og soilnari sæ, en nokkr-
ir aðrir fiskimenn heimsins hafa að
heimamiðum.
Við fórum saman i kaffið á Borg-
ina, og minnti hann mig á, að heima
í þorpinu hefði hann verið álitinn
kolbítur, því þar hefði sjaldan verið
neitt að gera, en þá sjaldan eitthvað
hefði verið að fást við, hefði hann
venjulega ekki getað haft sig að því.
Og væri ekki allstór hiuti þjóðarinnar
ennþá kolbítar, af þvi verkefni vant-
aði, eða eitthvað sem vekti, og hvort
ekki myndi fara af okkur drunginn,
þegar lýðveidið yrði stofnað.
Meðan ég sat Þarna með þessum
sjómanni, var mér sagt að maður vildi
Ólafur við Faxafen:
Ekki vissi ég þarna, fremur en oft endranœr, lwort Jóni var alvara. —
til þess að koma Því frá okkur á
sómasamlegan hátt: Hann hafði graf-
ið það í gröf Englendings, sem graf-
inn hafði verið sáma daginn. Hann
hafði ekið því i handvagni upp í
kirkjugarð.
„Hvað ætlaðurðu að gera“, spurði
ég, „ef þú hefðir mætt einhverjum?"
„Ég ætlaði ekkert að gera", svar-
aði hann. „Hverjum heldurðu að hefði
dottið í hug að Hlíðarhúsa-Jón væri
með lik í poka um hánótt?“
Þar eð við ætluðum ekkert að vinna
í nokkurn tíma að göngunum, settum
við fjalir neðan við þrepin, þar sem
göngin byrjuðu, og létum marga poka
úttroðna með heyi í stigaþrepin, alveg
upp undir lausu fjalirnar, sem við
síðan negldum niður, og bar ég mold
á ný í öll samskeyti. En heypokana
settum við til þess, að ekki skyldi vera
tómahljóð þarna, ef einhver færi að
njósna þarna.
jarl, Einar myndhöggvari, Ásgrimur
málari og fieiri góðir menn“.
Næstu nótt byrjuðum við aftur
vinnuna.
„Mér finnst þú gera mig lata“, sagði
Sjöfn. „Þegar þú tekur svona utan
um mig, finnst mér áhuginn fyrir
vinnunni dofna, og þá finnst mér ég
vera að svíkja málstaðinn". •
Við unnum nú eins og áður, sex tima
á hverri nóttu, og brátt voru göngin
komin aftur í lag. Það var ekki leng-
ur ástæða til þess að vera með grím-
ur, en við héldum áfram að vera með
hanzka, til þess að ekki sæjust fingra-
för okkar neins staðar.
Svona héldum við áfram nótt eftir
nótt. Við bættum við göngin því sem
á vantaði, beygðum svo til hliðar, og
komum loks að undirstöðumúr Lands-
bankans, undir gangstéttinni.
Við ákváðum að brjótast inn í
bankann laugardag fyrir páska.
31.
HLlÐARHÚSA-JÓN, KULDINN A
ISLANDI OG MARGVlSLEGUR
UNDIRBÚNINGUR UNDIR VEL
SKIPULAGT BANKARÁN
Einn dag, er ég kom á fætur, gekk
ég ofan á hafnarbakka. Þar var ver-
ið að skipa upp flöttum og söltuðum
þorski úr tveim eða þrem togurum,
því þeir komu nú margir inn á dag,
fullfermdir, eftir viku útivist, eða
minna en það, því vetrarvertíð stóð
nú yfir. En svo er nefnt Það tíma-
bil síðari hluta vetrar, sem þessi
undraverði fiskur ' safnast á miðin í
hundrað-milljóna taii til þess að
hrygna. En á þessari afbragðs fiski-
tegund sem við íslendingar venjuleg-
ast köllum blátt áfram fisk (en Norð-
menn skreið og Englar kóð), grund-
finna mig. Var mér fylgt fram i and-
dyrið, og bent á hann. Það var maður
aldraður og lágur vexti; hélt ég að
það væri Bjarni hringjari, en ekki
þekkti ég hann fyrir víst.
„Er það Bjarni?“ spurði ég.
Maðurinn hló dálítið og sagði svo:
„Hann Bjarni verður ösku-vondur,
þegar menn ekki þekkja okkur i sund-
ur, aðailega af því að hann er eitt-
hvað litlafingursbreidd hærri en ég.
En við erum nú líkir, þó ég sé um
tuttugu árum yngri, og hann kalli mig
ungling, því ég er ekki nema sjötug-
ur“.
„Já, svo þú ert Örn Ósland", hélt
hann áfram og virti mig fyrir sér frá
hvirfli til ilja.
„Jú, jú“, sagði ég. „En hver ert Þú,
fyrst þú ert ekki Bjarni hringjari?“
„Ég heiti nú Jón Jónsson, en er
alltaf kallaður Hlíðarhúsa-Jón, eða
Hlíðarhúsa-Nonni var það í gamla
daga. Ég er með miða hérna til þín“.
„Áttu að fá svar?“ spurði ég um
leið og ég tók við miðanum. En þeg-
ar ég fletti honum í sundur, sá ég að
svo var.
„Segðu að ég komi,“ sagði ég.
Það var Sjöfn, sem bað mig að koma
ki. 5 ofan á skrifstofu.
Þegar ég horfði á eftir þessum
gamla, hógværa manni, sem ég hafði
verið að tala við, fannst mér næsta
ótrúlegt, að þetta væri maðurinn, sem
komið hefði burtu líki hins óboðna
gestS úr göngunum, og haft hug-
myndaflug til þess að skilja stígvélin
hans eftir á tréfótum i sandbingnum,
eins og áður er lýst. En svo var það
nú samt.
Löngu seinna spurði ég Hlíðarhúsa-
Jón, hvað hann hefði gert af likinu,
og varð ég dálítið hissa, þegar ég
heyrði, að honum hafði komið til
hugar eina ráðið, sem ég hafði séð
Ég spurði Jón, hvort honum hefði
ekki þótt slæmt að þurfa að grafa
manninn þarna eins og hund.
„O, ég held að það hafi verið sæmi-
leg útför“, sagði Jón. „Bæði las ég nú
faðirvorið yfir honum, og svo lét ég
nýja testamentið og tvær sálmabækur
ofan í gröfina með honum".
„Þú lézt tvær bækur?“ spurði ég.
„Önnur var á dönsku", sagði Jón,
„ég fékk hana með öðrum bókum á
uppboði fyrir tuttugu árum, en ég vildi
að Englendingurinn hefði eitthvað að
syngja á".
„Átti Englendingurinn þá að syngja
á dönsku?"
„Ja, það voru grafnir sama daginn
tveir útlendir skipsmenn. Annar var
Englendingur en hinn Frakki, og ég
vissi aldrei hvor þeirra átti gröfina,
sem ég lét líkið okkar í, svo ég hugs-
aði, að úr því ég ekki vissi hvort betri
væru enskir eða franskir sálmar
mættu þeir þá alveg eirís vera dansk-
ir. Það er allt sama óskiljanlega
blaðrið í þessum útiendingum hvort eð
er. Það var ekki furða, þó kerlingin
vestra, sem heyrði Flandrarana vera
að tala, furðaði sig á því, að þeir
skildu skilja hvern annan.“
Ekki vissi ég þarna, fremur en oft
endranær, hvort Jóni var alvara, eða
hvort hann var að spauga.
Það er rétt að ég geti þess hér, að
það var Hlíðarhúsa-Jón (hann hafði
fyrr verið vinnumaður í Hlíðarhúsum
i tuttugu ár, og af því fengið nafnið),
sem hafði á leigu skúrinn á lóðinni,
þar sem stóð á glugganum, að gert
væri við katla og prímusa (en það var
aðeins til þess að sýnast, Því Jón var
sjaldan við). Það var hapn, sem negldi
lokin á sandkassana, og sem að nokkru
leyti hafði smiðað klefana, og í skjótu
máli sagt gert það, sem gert var á
daginn í skúrunum.
Síðan byrjaði vinnan í skúrnum í
Hafnarstræti 18. Helgi með fjórhjól-
aða vagninn hafði verið látinn flytja
það sem eftir var af kössum með eik-
arstöfum niður að hafnarbakka, en
vörubifreiðastöð látin flytja þá aftur
í Hafnarstræti 18, og borgun send
fyrirfram. Hafði þessi stöð áður flutt
töluvert af kössum, en þeir höfðu
komið tveim mánuðum áður frá út-
löndum, i báða þessa staði.
I liðuga viku grófum við í Hafnar-
stræti 18, og komumst nokkuð inn
undir bílaviðgerðaskúr Páls frá Þverá.
Myndu Þeir, sem hefðu staðið okkur
þarna að verki, hafa álitið að við
ætluðum í Útvegsbankann, en svo var
nú ekki. Tilgangurinn var annar með
þessum göngum. Við vönduðum þau
ekki eins og hin, og engu ókum við
burtu af moldinni eða sandinum, er
þarna kom upp, heldur röðuðum við
kössunum meðfram veggjunum í
skúrnum, sem var mjög rúmgóður. En
er við höfðum grafið hæfilega langt,
fylltum við göngin og þrepin upp með
tilslegnu sandkössunum, og létum gólf-
fjalir yfir aftur, og bjuggum um
þannig að engin vegsummerki sáust.
Nú tókum við til að grafa við Aust-
urstræti 6, og vorum þar aðra viku
að verki. Við grófum göng út á milli
hússins nr. 6 og Isafoldarprentsmiðju,
fylltum síðan aftur upp með sand-
kössum.
Næstu dagar fóru í ráðagerðir og
undirbúning, sdm miðaði að þvi að
koma undan „aflanum" sem við bjugg-
umst við að fá, og undirbúa annað,
sem miðaði í þá átt að leiða gruninn
frá okkur. Eitt af því var, að Sjöfn
leigði hæð í húsi i Hafnarfirði. Það
voru þrjú herbergi þar niðri, en kon-
an sem átti húsið, bjó uppi með einni
vinnukonu. Áætlun okkar var Þessi:
20
VIK A N