Vikan - 17.09.1959, Qupperneq 21
Nokkrum dögum áður en við færum
inn í bankann, átti Sjöfn að flytja i
húsið, sem stóð úti í hrauninu. Um kl.
10 myndi Sjöfn vera farin að hátta,
en um kl. 11 myndi hún fara út um
gluggann, búin sem karlmaður.
Hún hafði tamið sér svo árum skipti,
tvö karlmannsgervi.
Annað var maður með ofurlítinn
herðakistil öðru megin, rauðhærður
og freknóttur og með mjög dökkar
tennur. H^itt var maður með yfirskegg,
mórauður í andiiti, og með tvær gull-
tennur. (Það var tönnum sinum, sem
hún breytti svona, það voru engar
lausar tennur i henni). Sá fyrri var
jafnan búinn sem verkamaður, hann
stamaði ofurlítið; hinn var vel búinn
og talaði með ofurlitlum vestur-
heimskeim. Hún var venjulega hálf-
tima að taka á sig hvort þessara gerfa,
en gat gert það á miklu skemmri tíma,
þegar hún vandaði sig ekki.
Eftir ráðagerð okkar, átti hún að
fara til Reykjavíkur með áætlunarbíl,
og vera komin þangað kl. hálf tólf,
en kl. hálf sex átti hún að fara til
Hafnarfiarðar á vörubifreið, sem hún
skildi eftir all-langt þar frá, sem hún
bjó. En Hlíðarhúsa-Jón (sem búinn
var að læra á bifreið) átti siðan að
fara með fyrsta áætlunarbil til Hafn-
arfjarðar og sækja bifreiðina. Rétt
fyrir páskana ætlaði Sjöfn að leggi-
ast í rúmið og láta hjúkrunarkonu úr
Reyk.iavík, sem hún vissi að hún mátti
treysta, vera í fremra herberginu, svo
hún gæti vottað, ef með þyrfti, að
Sjöfn hefði ekki farið út gegnum her-
bergið frá því á laugardagsmorgun,
Þar til á páskadagskvöld. En Sjöfn
átti að fara út um gluggan eins og
veniulega. og halda til Reykjavíkur
en um nóttina ætluðum við í bank-
ann. Á páskadagsmorgun yrði svo
Siöfn komin aftur fyrir lýsingu inn
um gluggann. Stúlkan átti hins vegar
ekki siálf að vita hvað Sjöfn hefðist
að, þó Siöfn vissi, að hún mætti treysta
henni. En það var sama stúlkan og
hjúkraði henni, þegar hún lá í fótbrot-
inu svokallaða, sem var taugaveiki, en
þvi hafði hún leynt. Hún hafði ekki
verið Þungt haldin og því getað gert
þær ráðstafanir sem þurfti að gera,
svo sem að tilkynna mér frá Jóni á
Klapparstígnum, að hann og með-
starfsmenn minir (,,Guðmundur“ og
,,Mundi“) væru farnir úr bænum. Hún
hafði kallað til sín Þorbjörn Jónsson
lækni, sem Ingólfur i Hliðarhúsum
hafði kostað til náms; hafði hún með
nokkrum fortölum fengið hann til þess
að segja að hún hefði fótbrotnað, en
af þvi að enginn mátti heimsækja
hana, hafði gosið upp sá kvittur, að
hún mundi hafa eitthvað á sinninu.
Þar eð undirbúningstími veikinnar er
hálfur mánuður til þrjár vikur, gerði
hún ráð fyrir þvi, að við værum kom-
in með göngin langt fram hjá, þar
sem taugaveikissmitunin hafði verið
(sem líklegast er að hafi verið í mold-
inni ofan á sandinum, þar sem við hóf-
um gröftinn), og lét hún Jón sótt-
hreinsa skúrinn, þrepin og göngin En
hún hafði búizt við, eins og líka reynd-
ist, að ég myndi vera búinn að taka
smitun, ef ég á annað borð tæki hana.
Við höfðum aðra vörubifreið í skúr
uppi í Þingholtum, og var hún máluð
rauð. Á henni ætluðum við að aka
burt með fenginn.
Við snerum okkur nú aftur að göng-
unum í Austurstræti 5. og komum fyr-
ir í þeim verkfærum. sem við ætluð-
um að nota við að bora með sprengi-
götin i Landsbankamúrinn. Líka kom-
um við fyrir rafmagnssögum, til þess
að saga sundur með eikarstafina á
veggjunum á nokkru svæði i göngun-
um, þvi ætlast var til að þau féllu
saman, þegar við værum búin að fara
í bankann.
Páskarnir nálguðust nú Við vorum
að útbúa hvellkúlurnar og ætluðum að
hafa þær uppi á þökum Ingólfshvols,
Edinborgar, verzlunar Egils Jacpbsens,
og ef unnt væri Landsbankans. Auk
þess var áformað að láta sumar kúl-
urnar springa á milli þessara húsa,
og láta ganga á þessum sprengingum
meðan við værum að sprengja Lands-
bankamúrinn, svo því yrði ekki veitt
eftirtekt.
Miðvikudaginn fyrir páska var allt
tilbúið. Við höfðum gert ráð fyrir, að
Sjöfn yrði að koma á nóttunni til
Reykjavíkur í karlmannsbúningi, en
þess var ekki þörf, því allt var til.
Þessir síðustu dagar, sem við höfð-
um ekkert að gera, voru ekki lengi
að liða, þvi við Sjöfn vorum saman
allan daginn, ýmist á skrifstofunum,
eða hjá Sigurþór og Isleifi. Við fór-
urn vanalega yfir allar ráðagerðir okk-
ar, og reyndum að gera okkur í hug-
arlund hvað fyrir gæti komið, og
hvernig við þá gætum látið krók á
móti bragði. Við höfðum tvöfaldar
lagnir af sprengjum, þanhig, að ef
ekki tækist í fyrstu atrennu hjá okk-
ur, að við gætum gert hávaða aftur,
án nýs útbúnaðar. Ennfremur höfðum
við þrjár hvellkúlur. sem áttu að gera
svo háan hvell, að heyrðist um mik-
inn hluta borgarinnar, en þær voru
ekki með öllu hættulausar, og átti að-
eins að nota, ef við þyrftum að gera
sprengingar eftir að við værum kom-
in inn í bankakjallarann. Við höfðum
nokkuð nákvæman uppdrátt af þess-
um húsum, og á uppdráttinn dregin
hvellkúlukerfin.
32.
ÁRÁSIN
Laugardagurinn fyrir páska fannst
mér allerfiður, þó ég hefði ekkert að
gera, og Sjöfn sá ég ekki, því hún var
„rúmföst" i Hafnarfirði, eins og til
var ætlazt. Virtist mér dagurinn aldrei
ætla að líða.
Klukkan hálf ellefu um kvöldið var
harið á dvrnar hjá mér í íbúðinni við
litla sundið, og var þar kominn maður
með yfirskegg. Hann var með harðan
hatt, gráan yfirfrakka, á röndóttum
buxum, og með staf i hendi. Þetta var
annað karlmannsgerfi Sjafnar.
„Ég hef verið að sálast af eftir-
væntingu í dag“, sagði hún.
Við fórum yfir sundið og inn á
skúra-lóðina. Inni í skúrnum hittum
við Hlíðarhúsa-Jón. Við Sjöfn fórum
eftir göngunum, alveg að Landsbank-
anum, og létum borvélarnar fara að
bora göt fyrir sprengiefnið. En Jón
íór að gera annað, sem gera þurfti, og
miðaði það I þá átt að gera göngin
torsóttari, ef lögreglan færi að grafa
þau upp fyrsta sólarhringinn eftir
sprenginguna, sem reyndar var harla
ósennilegt.
Þegar við byrjuðum að bora, datt
mér í hug, að öruggara væri að fara
upp á götuna, leggja þar hlustirnar
að Landsbankanum til þess að vita
hvort nokkuð heyrðist til borvélarinn-
ar upp í bankann.
Ég fór því út. Loftið var þrútið og
rigningarlegt, og var slökkt í flestum
búðum, og þvi drungalegt á götunni,
en einstaka maður sást þó á gangi. Ég
iagði eyrað upp að veggnum á Lands-
bankanum, þar yfir sem ég vissi að
göngin lágu, og fann ég þá ofurlítinn
titring, en hann var svo lítill, að það
lá við að ég héldi að það væri ímynd-
un. Ég vissi að enginn maður var á
neðri hæð bankans, og heldur ekki
uppi á lofti í þeirri hlið, sem sneri út
að Austurstræti, svo mér datt i hug að
íara inn um vestri dyr bankans, þar
sém stigínn liggur upp á loftið, og
hlusta þar við þilið. Þær dyr eru oft-
ast ólæstar. en verið gat að þær væru
lokaðar nú, vegna stórhátiðarinnar.
Ég tók i snerilinn; dyrnar voru ekki
læstar, og ég fór inn. Ég lagði eyrað
upp að þilinu og gat hiustað miklu
betur þarna en úti. Hávaði heyrðist
enginn, en aðeins ofurlítill titringur.
Ég opnaði hurðina og fór út. En þá
varð mér meira en lítið hverft við,
þvi tveir lögregluþjónar voru rétt
Framh. á bls. 24.
<7
%Í0|ör breyting?
Vél: 41 hestafl — Toppventlar.
Gírkassi: Fjögurra gíra.
Leitið nánari upplýsinga.
Ford- ninltoðið
lilfi. KICISTJAXSSOA IIF.
Suðurlandsbraut 2, Reykjavík
Sími 3-53-00
VIKAN
21