Vikan


Vikan - 03.12.1959, Blaðsíða 6

Vikan - 03.12.1959, Blaðsíða 6
'S< Eitt varð mér að minnsta kosti brátt ljóst: ■— að þegar þau biðu þess, að ég tæddist í þennan heim, gerðu þau sér bæði vonir um, að það yrði dreng- ur. Og þegar það varð svo telpa, sem þeim fædd- ist, — og börnin urðu svo ekki fleiri, — þá held ég, að pabbi hafi á margan hátt viljað ala mig upp eins og dreng, og það gat mamma ekki þolað. Eg reyndi líka að haga mér sem áþekkast því, að ég væri hraustur og djarfur drengur, að svo miklu leyti sem mér var það unnt, fyrst og fremst til að þóknast honum. Ég gekk alltaf stuttklippt og vildi helzt alltaf klæðast síðum buxum. Eg íylgdist oft með honum langar leiðir, fótgangandi á sumrin, en á skíðum á veturna. Pabbi hafði ákaflega gaman af fiskveiðum, og hann gaf. mér fyrstu veiðistöngina, þegar ég var aðeins sjö ára. Hann tók mig líka oft með sér að horfa á knattspyrnuleiki. Og ég var ekki gömul, þegar hann tók að innræta mér það, að ég mætti ekki gráta eða kveinka mér, þó að ég dytti og meiddi mig, og aldrei láta á því bera, að ég fyndi til ótta. Þvert á móti átti ég að bíta á jaxlinn og vera „hörð af mér“, eins og það er kallað. Já, það tókst einlæg vinátta með okkur pabba, sem hafði það í för með sér, að mömmu varð svo of- aukið, að það hlaut að særa hana. Eg man svo greinilega eina af þeim ásökunum, sem marnma slöngvaði framan í pabba: — Það liomur að því fyrr eða síðar, Ove, að þú færð að sjá eftir því, að þú skulir hafa alið Gerðu upp á þann hátt, sem raun ber vitni. Þú óskaðir þess ævinlega, að hún yrði drengur, og nú verður helzt ekki annað séð en þér hafi tekizt að breyta henni í dreng. Og hvernig heldurðu svo, að fari fyrir henni, þegar hún eldist og allar jafnöldrur hennar og stöllur eru orðnar fallegar og kven- legar stúlkur? Getur þér þá ekki skilizt, að þú eyðileggur líf þitt með þessu móti? sagði hún einu sinni grátandi við mig, þegar ég kom inn, eftir að ég hafði ekið um koll á skellinöðrunni, meitt mig og rifið föt mín í hengla. En tók ekki hið minnsta 'tillit til hennar og taldi hana móðursjúka og taugabilaða. OG þá gerðist það, að ég kynntist Tage. Það er að segja, að raunar hafði ég þekkt hann lengi. Hann var sjö árum eldri en ég, og ég var orðin tvítug, þegar hann hafði lokið skólanámi. Um það Jeyti hafði mér tekizt að spara saman álitlega fjárupphæð. Ævintýralöngunin brann mér enn í blóði, og auk þess vildi ég umfram allt komast að heirnan frá mömmu. En svo kom Tage öllu á ringulreið fyrir mér. Móðír hans og foreldrar minir höfðu lengi þekkzt, og ma:nma hafði hinar mestu mætur á honum, enda Þótt ég hefði ekki hugmynd um það, nema hvað ég vissi, að hún þekkti hann vel. Að vísu hafði ég séð hann nokkrum sinnum, eftir að hann kom heim úr skólanum í Óðinsvéum, en mér fannst hann alltaf svo yfirlætislegur, þegar ég mætti honum á götu, — unz svo bar við dag nokkurn, að ég mætti honum úti fyrir pósthús- inu. Hann bað mig nema staðar, og enn í dag fæ ég ekki með neinu móti skilið, hvað það var eiginlega, sem gerðist með mér, þegar hann leit á rnig og brosti. — Þú þekkir mig sennilega ekki aftur, sagði hann. — En ég hef veitt þér athygli í mörg ár. Þú gengur alltaf í síðbuxum, eða þú ekur um allt á skellinöðru. Hvernig stendur eiginlega á þessu? Eg fann, að ég eldroðnaði, því að vitanlega var ég í síðbuxunum mínum þennan dag sem endra- nær. Ég reyndi að yppa öxlum og láta sem ekkert Faðir minn Ég reyndi af og eitt Svo þegar ÉG á svo ákaflega auðvelt með að ímynda mér, hve mamma hlýtur að hafa verið fríð sýnum, þegar hún var ung. Og enn er hún glæsileg kona á sinn hátt; há, grönn og beinvaxin, með dökkt hár og ákaflega falleg augu. En andlit hennar gerðist brátt þreytulegt, og djúpir drættir mynd- uöust við munninn, sem blönduðu svip hennar beizkju. Hár hennar er og tekið að grána, og síðustu árin hefur það varia komið fyrir, að ég hafi séð hana brosa. Hún sefur líka illa á nótt- unni, — ég hef meira að segja grun um, að hún sé farin að nota svefnlyf. Nei, auðvelt hefur það ekki heldur verið fyrir okkur að búa einar saman þessi ár, síðan pabbi fluttist að heiman frá okkur. Þá hugði ég, að hann gerði það vegna þess, að hann væri í þann veginn að taka saman við aðra konu, en af því varð þó ekki. Og hvers vegna ekki? Jú, ég geri ráð fyrir, að mig gruni orsökina. Eg get ekki sagt, að ég eigi margar góðar endur- minningar frá þeim árum, er þau mamma og pabbi voru saman í hjónabandi. Þau gátu að vísu verið hvort öðru ástúðleg, þegar svo bar undir, en það, sem ég man þó bazt, eru hin sífelldu átök þeirra í milli, ’ örvssntingarþrunginn grátur mömmu og reiðiæst rödd föður mins. Það virtist alltaf svo ótaimargt* sem; þau höfðu á takteinum til aö saka hvort annað urn, að mér fannst, — enda þótt ég væri of ung til þess þá að skilja, um hvað þær ásakanir eiginlega fjölluðu. Þrátt fyrir þetta siæma samkomulag þeirra á miili !;om mér og foreldrum mínum alltaf hið b:. ta ásamt, — aö minnsta kosti var samkomulagið neð okkur pabba eins og bezt varð á kosið. Þar ótti ég góðan félaga og vin, allt frá því er ég var líti! te’na. Já, í rauninni hef ég alltaf dýrkað hann, er.da þótt mér hafi smá:.i saman skilizt, að það var einmitt ég, sem var orsök þess, að þeim rr.ömmu og pabba, samdi ekki eins vel og skyldi. Þegar ég var orðin seytján ára, varð ég ást- fangin í fyrsta skipti, ef það verður þá kallað því nafni. En Pétur var eins ungur og óþroskaður og ég. Við tvímenntum saman á skellinöðrunni hans. Ég var í kúrekabrókum og með hjálm á höfði, mömmu til sárrar gremju. Já, mér veitist auðvelt að skilja það nú, hve erfitt það var henni að hafa hemil á mér á þeim árum. Ég mátti ekki til þess hugsa að giftast. Ekkert var mér fjær skapi. Þegar ég hafði lokið skóla- náminu, varð ég mér því tafariaust úti um atvinnu 1 því skyni að spara saman peninga. Eg var nefni- lega staðráðin í að haida til Bandaríkjanna og komast þar áfram, svo að um munaði. Það var orðin eins konar áráttuhugsun hjá mér. Að kom- ast áfram í heiminum, hvað sem það kostar, hugs- aði ég. Ástír og hjónaband óttaðist ég meir en nokkuð annað. Ef til vill er réttara að kalla það andúð en ótta, og ef tii vill er ekki heldur ein- kennilegt, þótt einmitt sú afstaða yrði rótgróin méð mér, slíkar minningar sem ég átti um hjóna- band foreldra minna. .Það hefur líka getað átt sinn þátt í því, að ég brást þanhig við, að mér var ljóst, að ég hafði tekið mikið í arf frá mömmu, bæði skap og útlit. Og hvernig hafði henni svo vegnað í lífinu? Hún hafði hrundið pabba frá sér — beint í armana á annarri konu — i baráttunni fyrir að halda ást dóttur sinnar og svo líka glatað henni fyrir bragð- ið. Nei, ég gat ekki fundið, að mér þætti sérlega vænt um móður mína. Tilfinning min gagnvart henni var eiginlega ekki annað ein samstöðukennd. Því var nú einu sinni þann veg farið, að við urðum að halda saman og búa saman, og hjá því varð ekki komizt. Enn áttum við í hörðum deilum. Ég taldi alltaf, að sökin væri öll hennar, en nú hafa augu mín hins vegar opnazt fyrir því, að ég átti sökina að eins miklu leyti sjálf. væri. — Ég kann bezt við það þannig, svaraði ég. Hann stóð þarna og horfði á mig drykklanga stund. Loks varð honum að orði, og augnatillit hans varð einstaklega hlýðlegt: — Það er blátt áfram synd . . . Þetta var í fyrsta skipti, að nokkur — að móður minni vitanlega undanskilinni — hafði gagnrýnt mig berum orðum. Eftir þetta gat ég ekki með neinu móti hrundið honum úr hugsun minni. Að sjálfsögðu hafði ég lengi veitt honum nokkra athygli, svona eins og gerist og gengur, en mér hafði aldrei fyrr tekizt að koma auga á, hve myndarlegur og laglegur hann var. Hann var svo karlmannlegur og virtist svo fullþroska. Hann var hár vexti, alvarlegur á svip, rólegur og öruggur. Það var eitthvað annað en þessir hálfvöxnu stráklingar, sem ég hafði hing- áð til verið í slagtogi við. Eg fékk ekki með neinu móti skilið, hvað að mér gekk, en næstu dagana á eftir var sem ég æli með mér þá von eina að mega hitta hann aftur :— og það sem allra fyrst. Og um leið bar ég kvíðboga fyrir, að syo yrði. Og hvernig færi, ef ég rataði í eitthvað það, sem ég réði ékki fylliíega við sjálf? ÁN þess að ég hefði hugmynd um, bauð mamma Tage og móður hans heim til okkar eitt kvöldið. Hún sagði, að þetta væri ekki nema sjálfsagt og eðlilegt, Því að hún hefði hitt móður hans á götu og eiginlega ekki komizt hjá því að bjóða þeim heim. — Og þú veizt, að ég hef alltaf haft svo miklar mætur á Tage, sagði hún. — Hann er áreiðanlega heiðarlegur og góður drengur. 1 rauninni varð þetta einkar skemmtilegt kvöld, enda þótt ég kviði meir fyrir því en orð fá lýst. Ég varð þess sífellt vör, að ég var bæði feimin og ( VIKAN 6

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.