Vikan - 03.12.1959, Síða 11
1
Því miöur hef ég engin tæki til aö laga kaffi nunda pér foérna. Ég verö aö fá mér sprittlampx
5. HLUTI
I þá daga var það enn siður að láta smátelpur
líta eftir kornabörnum, og Pauline, sem var ekki
nema barn, þegar foreldrar mínir réðu hana til
að gæta sonar sins, fylgdi honum lífið á enda og
bjó með honum við hinar undarlegu aðstæður.
Virti faðir minn mig ekki viðlits, þegar ég fædd-
ist? Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef hvorki
spurt hann né Pauline þess. Pauline er annars
enn á lífi, áttatíu og tveggja ára, og ég heimsæki
hana endrum og eins. Þótt hún hafi enn þá
heilsu til að sjá um sig sjálf, er eins og hún hafi
algerlega misst minnið á öllu því, sem gerzt hefur
undanfarna áratugi, og muni ekkert nema frá
þeim tíma, þegar faðir minn var lítill drengur í
stuttbuxum.
Ef til vill hefur pabbi ekki verið viss um, að
hann ætti barnið með Louise Finot, — kannski
hefur hann verið búinn að fá sér nýja hjákonu.
Hvað sem því líður, dvaldi ég fyrstu tvö árin
á vöggustofu nálægt Versölum, en einn góðan
veðurdag kom móðir mín þangað og sótti mig.
— Hér er sonur þinn, Blaise, hlýtur hún að
hafa sagt.
Hún var orðin ólétt aftur. Og hún hélt áfram,
eins og Pauline hefur oft sagt mér:
— Ég ætla að giftast í næstu viku. Prosper
veit ekkert um þetta. Ef hann kæmist að þvi, að
ég er búin að eiga eitt barn, myndi hann kannske
hætta við að kvænast mér, og það vil ég ekki
að komi fyrir, því að hann er ágætur maður, og
drekkur ekki. Þess vegna kem ég hér með
Lucien.
Frá þeim degi átti ég heima á Visconti-stræti
undir verndarvæng Pauline.
Móðir mín giftist reyndar sölumanni. Ég sá
honum bregða fyrir löngu seinna, þegar ég rakst
inn í búsáhaldaverzlun til að kaupa garðstóla.
Hann afgreiddi þar með svuntu framaná sér.
Mamma og hann eignuðust fimm börn, hálfsyst-
kini mín, sem ég þekki ekki, og sem vafalaust
lifa erfiðu og viðburðasnauðu lifi.
Prosper dó í fyrra. Móðir mín tilkynnti mér
þaö bréflega. Enda þótt ég væri ekki viðstaddur
jarðarförina, sendi ég blóm, og síðan hef ég farið
tvær skyndiheimsóknir til Saint Maur, þar sem
mamma býr núna.
Við höfum ekkert að segja hvort öðru. Við eig-
um ekkert sameiginlegt. Hún lítur á mig sem
ókunnugan mann og tautar:
— Það lítur út fyrir, að þér vegni vel. Það er
svosem ágætt, ef þú ert hamingjusamur líka.
Pabbi var málafærslumaður, og hafði skrifstof-
ur sínar á Viscontistræti. Líkamlega var pabbi
ólíkur mér, því að hann var laglegur maður og
hafði til að bera háttvísi, sem ég hef öfundað
af marga menn af þeirri kynslóð. Hann umgekkst
skáld, listamenn og ungar konur og kom sjaldan
heim fyrir klukkan tvö á nóttu.
Stundum kom hann með konu með sér, og þá
dvaldi hún eina nótt, einn mánuð, eða jafnvel
lengur, eins og Léontine. Hún var svo lengi heima,
að ég var farinn að halda, að hann myndi kvæn-
ast henni.
Ég hafði svo sem engar áhyggjur af þessu. Ég
var meira að segja fremur hreykinn, að búa við
aðstæður, sem voru svo frábrugðnar þeim, er
skólafélagar mínir áttu við að búa, og enn hreykn-
ari stundum þegar Pauline uppgötvaði nýjan gest
í húsinu og stökk upp á nef sér, en pabbi gaf
mér leynilega bendingu, eins og við værum í
einhverju samsæri gegn Pauline.
Framhald í nœsta blaöi.
Aðalpersónur sögunnar:
Gobillot lögmaður
Yvette — hjákona lögmannsins
Viviane — eiginkona lögmannsins
Mazetti — elskhugi Yvette
VIKAN
11