Vikan


Vikan - 03.12.1959, Page 20

Vikan - 03.12.1959, Page 20
Áslaug AuOunscLóttir heimscekir kunningjakonu sina, frú Unu. Þœr ræOast viO og frú Uná býOur upp á l*affi. TaliO berst aö Úlfari, sem veriO hefir unnusti Aslaugar, en er nú staddur í útlöndum og hún liefir ekkert heyrt frá honum í langan tíma. Áslaug kveöst vera komin á þá skoóun, aö þaö sé aö misbjóöa sjálfsviröingu hennar aö vera liáö lengur duttlungum þessa sérgóöa og sjálfumglaöa glœsimennis. Enda hafi hann áreiö- antega stúlkur á hverjum fingri utanlands, eins og annars staöar, og sé vafalaust búinn aö gleyma lienni. Hún kveöst ákveöin aö slíta öllu sambandi viö liann. Frú Una sér, aö Áslaug er miöur sín, og telur þaö meö sjálfri sér eina ráöiö, aö koma vinlconu sinni sem fyrst í örugga höfn hjóna- bandsins. Hún kveöur þau hjónin eiga von á gesti og spyr, hvort Áslaug vilji ekki staldra viö leng- ur ... hún þekki gestinn, þaö sé liann séra Fáll á Hrauni. Sögunni víkur heim aö Hrauni nokkru slöar. Jólaundirbúningur stendur sem liæzt, og nýja prestsfrúin, frú Áslaug, tekur á móti manni sínum, séra Páli, er hann kemur heim úr stuttri ferö um sóknina. „Það er ekki amalegt að koma heim, fremur en vant er,“ sagði prestur og þrýsti kossi á rjóðan vanga konu sinnar. Hún brosti til hans og augu hcnar tindruðu skær og glöð. Það var ekki hægt að sjá annað en hún yndi hag sínum hið bezta á Hrauni. Presti fannst það eins og hvert annað einstakt og óverðskuldað lán, sem aldrei yrði fullþakkað, að fá að hafa hana hjá sér svona ánægða og starfsglaða. Hann hafði óttazt að hún, ^aupstaöarbarnið, ætti örðugt með að sætta sig við svo gagnólíka starfshætti Því, sem hún hafði áður vanizt og fábreytni sveitalífsins. En sá ótti hafði reynzt með öllu ástæðulaus, Áslaug virtist ekki aðeins fella sig prýðilega við hið nýja um- hverfi, heldur hafði hún komið honum skemmti- lega á óvart með það, að verða mikil búkona, og hafa áhuga fyrir hverskonar húsmóðurstörfum. i fyrstu hafði hún flest að læra, en nú var svo komið að hún gat miðlað öðrum af gnægtum starfsþekkingar sinnar, ,og heimili hennar þótti í hvívetna til fyrirmyndar. Enda var heimilið á Hrauni því nær óþekkjanlegt frá því sem áður hafði verið Presturinn, sem á einstæðingsárum sínum á Hrauni hafði ekki aðeins þótt fáskiptinn heldur allt að því þumbaralegur með köflum, var nú síglaður og ræðinn og tók drjúgan þátt í fé- lagslífi sveitarinnar. Sóknarbörnin voru ekki lengi að finna muninn og þakka þeim, sem þakka bar. Áslaug vann sér á skammri stundu hylli sinna nýju sveitunga. „Þú verður að borða hérna inni, elskan mín," sagði frúin, þegar presturinn hafði hreiðrað um Aðalpersónur: • Áslaug, prestsfrú á Hrauni • Sr. Páll, eiginmaður hennar • Úlfar Bergsson, heildsali Þórunn Elfa Magnúsdóttir: sig í uppáhaldssæti sínu við ofninn. „I borðstof- unni er allt á tjá og tundri. Gunna litla situr þar inni og fægir silfurmunina, og við ætlum að fara að setja þar upp hrein gluggatjöld. En þú skalt fá forsmekk af jólamatnum og ég ætla að borða með þér, ef þú getur lokað augunum fyrir því, hvernig ég lít út, beint úr eldhúsinu." Hún brosti til hans, því að hún vissi af því, hve blár tvistdúkskjóllinn og hvít linsvuntan fóru ljómandi vel við blá augu hennar og rjóða vanga. Á meðan hjónin sátu að snæðingi sagði prestur konu sinni frá ferðum sinum. Hann hafði átt mörg erindi að heiman, víða farið og meðal ann- ars komið í kaupstaðinn. „Þar hitti ég gamlan kunningja þinn.“ „Jæja,“ sagði hún. „Gamlan kunningja! Það hlýtur að hafa verið einhver lengra að, gestkom- andi þar ytra." „Já, og hann spurði mikið eftir þér og langaði til að hitta þig áður en hann færi suður aftur. Ég komst ekki hjá að bjóða honum hingað um jólin." „Æ," sagði frú Áslaug og það var óánægju- hreimur í rödd hennar. „Ég vona þá að hann komi hingað á jóladaginn, því að þá verður hér hvort sem er margt um manninn vegna messunn- ar. Ég er hrædd um að þér þyki ég heldur eigin- gjörn og óprestkonulega þenkjandi, vinur minn, en ég var búin að hlakka svo mikið til að eiga fyrstu jólin mín á Hrauni í sælli ró með þér og heimilisfólk okkar, en þurfa ekki að sinna gestum alla hátíðisdagana." „Þeta var fljótfærni," sagði prestur hugsandi. ,,Ég held raunar, þegar ég hugsa mig betur um, að náunginn hafi leikið á mig. Hann var búinn að koma mér til þess að bjóða sér heim áður en ég eiginlega áttaði mig á, hvað ég var að gera. Og það sem meira var, hann fékk mig til þvi að trúa því í svipinn, að það væri tómlegt fyrir þig að sjá aldrei kunningja þína frá fyrri tið, Tólk, sem þú ættir svo mikið meira sameiginlegt með en þessu heimaalda og lítt menntaða sveitafólki, sem þú yrðir að hafa svo mikið saman við að sælda stöðu þinnar." „Hvaða endemis þvættingur er þetta!" sagði frú Áslaug og það færðust hnyklar í brúnir henn- ar, svo brosti hún. „Þú ættir nú manna bezt að vita að mér leiðist ekki." „Já.“ satrði prestur hugsandi. „Það er nú sök sér að bjóða til sín jólagesti, en mér segir svo einkennilega hugur um þessa heimsókn. Maður- inn var of áfjáður. sjáðu til, en þó á svo einkar kænlegan hátt. að ég er nú fyrst að taka eftir þvi. Helzt hefðí hann viljað verða mér samferða heim í dag, en það gat þó af einhverjum ástæðum ekkl orðið aí því, og nú kemur hann á morgun." „Á morgun! Hver er þetta?" „Úlfar Bergsson, heildsali." Snöggur, brennheitur roði hljóp fram í kinnar Áslaugar. Augu hjónanna mættust og tillit þeirra sagði meira en mörg orð. Frúin var gremjuleg, allt að því ásakandi, prestur vandræðalegur og hryggari en hann i svipinn gat gert sér grein fyrir. „Úlfar Bergsson," endurtók hún. „Á hvaða ferðalagi er hann hér norður frá um hávetur ?" „Spurðu mig ekki, góða,“ svaraði prestur sár- leiður yfir mistökum sínum. „Það lítur út fyrir að hann sé í miklu vinfengi við kaupmannsfólkið þarna ytra. En kannski er líka strax farið að undirbúa jarðveginn fyrir kosningarnar næsta sumar." En prestur hafði ekki orð á þvi, sem honum flaug í hug rétt í þessu, að ef til vill hefði Úlfar Bergsson tekizt svo langa ferð á hendur til þess eins að sjá prestsfrúna á Hrauni. Frú Áslaug vék talinu að öðru, hún var í of miklu uppnámi til þess að geta rætt um Úlfar Bergsson, og þó var sem því væri hvíslað að henni, að einmitt nú, á þessari stundu, skyldi hún segja manni sínum allt af létta um samband sitt við Úlfar. Hana furðaði nú á þvi að hún skyldi ekki hafa gert það fyrr. En í fyrstu óttaðist hún. að vitneskjan um, að hún hefði unnað jafn frábærlega glæsilegum manni og Úlfari mundi vekja van máttarkend hjá manni hennar og seinna — ein- mitt þegar hún taldi öllu óhætt, vegna þess að þau höfðu vaxið saman, sem góðir samherjar og ást- ríkir vinir — þá fannst henni hið liðna eins og svipull draumur, svo fjarlægt og marklaust, að bað gæti aldrei komið að sök, þó . . . hún léti undir höfuð leggjast að rifja það upp. Ef til vill var hið liðna þó ekki eins fjarlægt og hún hafði haldið og gat haft sína örlagaríku þýðingu? Hún þagnaði í miðri setningu, hafði bókstaflega gleymt því, sem hún var að tala um. Maður hennar leit undrandi á haná og ekki alls kostar ánægður, hann vissi ekki, hvað nú var á seyði, en eitthvað var breytt, það fann hann. Það var engu líkara en ósýnilegar hendur hefðu komið utan úr myrkr- inu og hlaðið múr á milli þeirra. Frú Áslaug reis skyndilega á fætur og bætti viði á eldinn. Hún lá stundarkorn á hnjánum fyrir framan ofninn og horfði á hverr.ig eidurinn sle'ktl bálkana og læsti sig siðan um þá. Úlfar — Páll, hugsaði hún, líklega væri réttast að rekja nú þessa gömlu ástarsögu. Gömlu? Já, henni fannst svo óralangt síðan, og þó, þó var henni ef til vill ekki að fullu lokið Hún andvarpaði. Bezt væri að rvðja þessu úr vegi sem fyrst láta öll mál liggja ljós fyrir, þá sæi Páll, að hann hefðl ekkert að óttast. eða hafði hann það — ? Stúlka kom inn i dyrnar og spurði, hvort frúin vildl vera svo góð, að koma snöggvast inn i borð- 20 VIK A N

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.