Vikan - 03.12.1959, Síða 29
,oa©E«nr3
hti OG BARNIÐ ÞITT.
Hafin er framleiðsla á
Framhald aí bls. 9.
þeirra barna, sem liafa látið glepjast til að
svala ágirnd sinni á óleyfilegan hátt. Og frá
frúarlegu sjónarmiði liafa jólin þá hlotið
gerbreytta merkingu, ef þau verða barninu
lil freistni og hrðsunar.
Jólamánuðurinn ár hvert er erfiður tími
fyrir fjölmörg börn, ofreynir taugar þeirra
og ofbýður siðferðisstyrk þeirra. Foreldrar
þurfa því að gæta þess að stilla jólaannríkinu
svo i hóf, að þau gleymi ekki barninu yfir
''ví. Róleg ást og umhyggjusemi foreldranna
• r barninu Jiin öruggasta vörn við ýmsum
freistingum, sem kunna að sækja á það.
Sameiginleg stund barns og móður, þar sein
móðirin gefur sér tóm til að hlusta á barnið
og skilja áhugamál þess, tryggir henni trúnað
barnsins betur en nmvandanir og siða-
predikanir. ★
A VtÐ OG DREIF
Framhald af bls. 8.
peningar, sem hann ætlaði að sá um Ringvöll
í þcirri von, að þar mundu verða lirundning-
ar eða pústrar eða jafnvel, að allur þing-
heimur berðist. Þá var Egill á Mosfelli, kom-
'nn að fótum fram. En er liann sá, að honum
átti ekki að auðnast að hafa þessa gleði af
silfri sinu, hugði hann á annað ráð, og fer
hér enn orðrétt frásögn Egils sögu:
„Það var eitt kveld, þá er menn bjuggust
til rekkna að Mosfelli, að Egill kallaði til sín
þræla tvo, er Grímur átti. Hann bað taka sér
hest, — „vil ég fara til laugar." — Og er
Egill var búinn, gekk hann út og hafði með
sér silfurkistur sínar. Hann steig á hest, fór
siðan ofan eftir túninu fyrir brekku þá, er
þar verður, er menn sáu siðast. En um morg-
uninn, er menn risu upp, þá sáu þeir, að
Egill hvarflaði á holtinu fyrir austan garð
og leiddi eftir sér liestinn. Fara þeir þá til
hans og fluttu hann heim. En hvorki kom
aftur siðan þrælarnir eða kisturnar, og eru
þar margar gátur á, hvar Egill hafi fólgið fé
sitt. Fyrir austan garð að Mosfelli gengur
gil ofan úr fjalli; en það hefur orðið þar til
merkja, að í bráðaþeyjum er þar vatnfall mik-
ið, en eftir það er vötnin hafa fram fallið,
hafa fundizt i gilinu enskir peningar. Geta
sumir menn þess, að Egill muni þar féð liafa
fólgið. Fyrir neðan tún að Mosfelli eru fen
stór og furðulega djúp; hafa það margir fyrir
satt, að Egill niuni þar hafa kastað fé slnu.
Fyrir sunnnn ána eru laugar og þar skammt
frá jarðholtir stórar, og geta þess sumir, að
Egili mundi þar hafa fólgið fé sitt, þvt að
þangað er oftlega sénn haugaeldur. Egill
sagði, að hann hefði drepið þræla Gríms, oq
svo hað, að hann hafði fé sitt fólgið. En það
sagði hann engum manni, hvar hann hefði
__fólgið.“
Þessi frásögn sýnir, að fólki t Mosfellssvelt
hefur snemma orðið skrafdrjúgt um silfur
Egils og jafnvel gert skipulegar tilraunir til
að finna það. Mikið má það vcra, ef sá hefur
verið margur þar i sveit, er saklaus sé af
þvi að hafa einhvern tima dreymt stóra
drauma um að finna þetta silfur, enda þótt-
ust menn sjá loga tipp af þvi fram á 19. öld.
Og munnmæli herma, að ekki hafi allir verlð
jafnóheppnir, eins og eftirfarandi saga sýnir:
„Þverárkht heitir bær einn i Mosfellssókn.
Hann stendur norðanvert við Leirvogsá, á
bak við Mosfell austanhallt, sunnan undir
Esjunni, skammt vestar en Svinaskarð er.
Einn góðan veðurdag tim vorið fór Þverár-
kotsbóndinn og fólk hans U1 kirkju að Mos-
felli og yfir Kýrgil ofnrlega. Þegar að gilinu
ARNA PLAST
einangrunarplötum gegn hita, kulda og hljóði
Verksmiðjan
ARMA PLAST
Reykjavík
SÖLUUMBOÐ:
P. ÞORGRÍMSSON & CO.
Borgartúni 7 — Sími 2-22-35 (2 línur)
kom, veik bóndinn sér lítið eitt upp með
þvi til að gegna nauðsynjum sinum, en fólkið
hélt áfram götuna. Þegar bóndi náði því,
varð vinnumaður lians þess var, að hann var
moldugur á handleggnum, og spurði, hví svo
væri. Bóndi svaraði fáu og vildi ekkert um
það tala; féll þetta svo niður. Heim varð
iióndi samferða fólki sínu og gekk til rekkju
um kvöldið eins og aðrir. En um nóttina á
hann að hafa leynzt einsamall frá bænum
og komið aftur með morgninum. Segja menn,
að hann hafi fundið peningana í kirkjuferð-
inni, en sótt þá og komið þeim undan um
nóttina. Átti bóndi þessi slðan að hafa skipt
silfri þessu við Jón Ólafsson rilta í Siðumúla
fyrir gjaldgenga peninga. Er sagt, að bóndj
hafi á fáum árum orðið ríkur í Þverárkoti,
og á þvi er peningafundurinn lielzt byggð-
ur." ★
Finnið þér læknir,. hvað hjartað berst
óskaplega?
©
VIKAN