Vikan - 31.12.1959, Blaðsíða 9
vegna Þess, að ég veit hvað hún vill: að við ræð-
um um máleíni hennar fram og til baka enda-
laust, persónuleika hennar, eðlishvatir og hegðun.
Hún veit þetta líka.
— Vilt þú ekki tala meira við mig?
Svo kjökrar hún, eða grætur, og horfir svo á
mig andartak eins og lítil stúlka, sem hefur verið
óþæg, en ákveður að koma og biðjast afsökunar.
— Ég skil ekki hvernig þú getur þolað mig.
En hefur þú nokkurn tíma gert þér ljóst, Lucien,
hve gremjulegt það getur verið fyrir konu, að
vera með manni, sem veit allt, eða getur sér
alls til?
Ævintýrið með hljómsveitarmanninum stóð
ekki nema fimm daga. Eitt kvöldið var hún eitt-
hvað undarleg og hitasóttarkennd, augun star-
andi og undarlegur glans á þeim. Ég hætti ekki
fyrr en hún viðurkenndi, að hann hefði fengið
sig til að taka inn heróín. Ég varð reiður, og
þegar ég komst að því daginn eftir, að hún hafði
hitt hann aftur, þrátt fyrir bann mitt, sló ég
hana utanundir, svo fast, að hún var með dökk-
an blett undir vinstra auganu i marga daga.
Ég get ekki haft auga með henni nótt og dag,
eða farið fram á það, að hún eyði öllum tíma
sínum í að bíða eftir mér. Ég veit, að ég fullnægi
henni ekki, og verð að gera mér að góðu, að
hún leiti þess, sem á vantar, annars staðar. Ef
það þjáir mig — þá verður bara svo að vera.
í fyrstunni olli það mér einna mestum áhyggj-
um, hvort hún myndi koma aftur til mín, eða
yfirgefa mig að fullu fyrir hitt eða þetta ævin-
týrið. En frá því á veitingahúsinu, sem ég skýrði
frá áðan, hafa áhyggjur mínar beinzt á aðrar
brautir.
—• Hann er ítalskur, en hann fæddist i Frakk-
landi, og er franskur rikisborgari. Veiztu hvað
hann gerir? Hann er að læra læknisfræði og vinn-
ur á nóttunni hjá Citroen verksmiðjunum. Finnst
þér hann ekki duglegur?
— Hvert fór hann með þig?
— Ekkert. Hann er ekki aö sækjast eftir því.
Við gengum inn í Boulogne skóginn, og ég held,
að ég hafi aldrei í lifinu gengið jafn langt. Ert
þú reiður?
— Hvers vegna ætti ég að vera reiður?
— Vegna þess, að ég sagði þér þetta ekki fyrr.
— Hefur þú hitt hann aftur?
— Já.
— Hvenær?
— I gær.
— Hvar?
— Fyrir framan Normandie á Champs Elyséea.
Ilann bað mig að hitta sig þar.
— Hringdi hann til þín?
Svo hann vissi Þegar símanúmerið hennar.
— Þú ert alltaf svo hræddur um, að ég kom-
ist í tæri við einhvern óþokka, svo að ég hélt,
að þú yrðir glaður þegar ég hitti svona mann.
Faðir hans er múrari og á heima rétt hjá Lyon,
þar sem ég er fædd, og móðir hans vaskar upp
í veitingahúsi. Hann á sjö bræður og tvær systur.
Hann hefir unnið fyrir náminu frá þvi að hann
var fimmtán ára. Hann býr í litlu herbergi ná-
lægt verksmiðjunni, og sefur ekki nema fimm
klukkutíma á sólarhring.
— Hvenær ætlar þú að hitta hann aftur?
Ég fann, að ný hugmynd var að brjótast um
í kollinum á henni.
— Það er undir þér komið.
— Hvað áttu við?
— Ef þú ert á móti því, þá skai ég ekki hitta
hann aftur.
— Hvenær bað hann þig að hitta sig aftur?
— Hann vinnur ekki í verksmiðjunni á laugar-
dagskvöldum.
— Langar þig til að hitta hann á laugardaginn
kemur?
Hún svaraði ekki. Þegar ég hringdi til hennar
á sunnudagsmorgunn, fann ég þegar á því hve
flóttaleg hún var, að hún var ekki ein. Það var
í fyrsta skipti, að því er ég veit bezt, sem hún
tók annan mann upp í ibúðina, sem eftir allt
saman er okkar.
— Er hann þarna?
— Já.
— Á ég að hitta þig hjá Louie?
— Ef þú vilt.
Nóttin milli laugardags og sunnudags er orðin
nóttin „þeirra", og nokkurn tima trúði Mazetti
sögunni um góðhjartaða lögfræðinginn. Yvetta
trúði mér fyrir því, að hún færi stundum heim
til hans á daginn til að kyssa hann, þegar hann
væri að lesa.
— Bara til að hressa hann upp. Herbergið er
lítið, og það býr ekkert nema verksmiðjufólk i
húsinu, aðallega Arabar og Pólverjar. Ég er
hrædd við þá í stiganum, því að þeir vilja ekki
ieyía mér að komast framhjá, eg horfa á mig
með glansandi augum.
Hann hefur komið til Ponthieu strætis á öðr-
um dögum — ég veit um það, vegna þess, að
einu sinni hitti ég hann i stiganum. Við þekktum
hvor annan. Hann hikaði, en kinkaði síðan kolli
hálf feimnislega, og ég endurgalt kveðju hans.
Það hefur sennilega aðeins verið tii að gera
ástandið blæbrigðaríkara, sem Yvetta trúði hon-
um loks fyrir því, að ég væri ekki aðeins vel-
gjörðarmaður hennar, heldur elskhugi lika.
Hún sagði honum líka frá ráninu, í þetta sinn
eins og það gekk til, og bætti við, að ég hefði
lagt heiður minn í hættu til að bjarga henni.
•— Hann er mér heilagur. SkilurÖu þaö.
Hverju máli skiptir það, hvort hún hefur sagt
þetta eða ekki? Hitt er staðreynd, að hann mót-
mælti ekki, og þegar við hittumst í annað sinn
á götunni, kinkaði hann kolli og horfði undar-
lega á mig.
Skyldi hún hafa talið honum trú um, að ég
væri ónýtur, og að ég gerði mér að góðu atlot,
sem honum mætti vera sama um? Það er ekki
satt, en hún hefur sagt mér aðrar eins sögur.
Hvorugt þeirra skilur auðvitað nokkurn skap-
aðan hlut. Og það, sem hlaut að ske, er nú að
ske.
— Hvað annað sagði hann? spurði ég, þegar
v'.ð vorum komin upp í ibúðina.
— Ég er svo gleymin. Ég vil síður hafa það
eftir. Allt þetta, sem ungir menn segja um menn
á þínum aldri, sem halda, að þeir séu ástfangnir.
Hún hafði opnað skáp, og ég sá hana vera
að drekka af stút.
— Hættu þessu.
Hún leit á mig og fékk sér einn sopa í viðbót
á meðan.
Hún var orðin loðmælt, þegar hún sagði:
— Getur þú ekki látið taka hann fastan? Þú
hefur svo góð sambönd.
— Hvað á ég að gefa honum að sök?
— Að hann hafi ógnað þér.
— Gerði hann það?
—• Kannske ekki berum orðum, en hann lét
skína í það, að hann myndi koma þér fyrir
kattarnef.
— Hvað sagði hann?
— Ert þú reiður við mig?
Framhald 4 bls. 16.
\
59.
VERDLAUNAKRðSSGÁIA
VIKUIAR
Vikan veitir eins og kunnugt er verð-
laun fyrir rétta ráðningu á krossgát-
unni. Alltaf berast margar lausnir og
er þá dregið úr réttum lausnum. Sá
sem vinninginn hefur hlotið, fær verð-
launin, sem eru:
100 KRÓNUR.
Veittur er þriggja vikna frestur til
að skila lausnum. Skulu lausnir sendar
i pósthólf 149, merkt „Krossgáta“.
Margar lausnir bárust á 54. kross-
gátu Vikunnar og var dregið úr rétt-
um ráðningum.
BERGÞÓH JÓHANNSSON,
Hjarðarhaga 40, Reykjavík,
hlaut verðlaunin, 100 krónur og má
vitja þeirra á ritstjórnarskrifstofu
Vikunnar, Skipholti 33.
Lausn á 54. krossgátu er hér að neðan:
O oJÓLASVEINARo ° o
o oóF0NONNIoGLEPG
SÁLRÆNN°SKUGGILÆ
KS°lÐIRVOR°MÁNAS
lSAÐUR°ARÓMA°NTA
ÐALURÆRNIR°SÁ°AS
ALFREаGNÝR°GOTT
MJÖLNIRILMARAGNE
EÓÐINNÆ°JATAN°OG
NSUND°LEÓ°AFGÁTG
NÓRA0 FÓTSPOR°TAU
°LOT°ETATÁTASTÖR
ÁÖ°VILT°ALURSAL°
oFJÖLLUMELRIALDA
"1 SAM- HLJOdl L HLAliRA SAM- STÆPIif RÓ- LE6AR ElNS TÓNN FISKIJR ENDA 1ALA DREúWl € BINDI TALA M l§
É i -> *
BALL J fom H s
TO
fegg i—. f pnöí
ÍV£FN' AOI TOGA mr 1 TAIA
\
m IpE&i s V Á FÁT mm:
r ' HííW-- OÝ«10
F*m- H ARK rELAÖS K A O 4 > twbt
stOlka MERGÐ ) 1 $unr SPILID
ÓP/tL- AN FUK 1 4
FYFIA SÍGAI?- ETTA ÖR NEFNI AtLS MIKLAR TaLA TAIA’ EINS
WhW 5 POR P V O u ti umjlS
írsjíR GREJNIR FLJÖTIO SAM- HLJöÐAK 1 I 4 m TITILL DEILD DUFT
SAM- HLJO0I FOR SETNINfi Ryk m T, 0 H N m HLjöOA Í 1
OGN eiN5 ^IttÖr TALA 1 f
HJÁ KO/VA GÁFU' MANNJ □
V I K A N
9