Vikan


Vikan - 11.02.1960, Blaðsíða 2

Vikan - 11.02.1960, Blaðsíða 2
GOTT JAFNVÆGI Það er nauðsynlegt öllum atvinnu- rekstri að sem mest jafnvægi sé í viðskiptunum alla árstíma. Þó eru þeir ennþá margir sem trúa því að ómögu- legt sé að jafna meir viðskiptin yfir árið. Með þeirri tækni sem nútím- inn ræður yfir er í langflestum tilfell- um hægt að ná ótrúlegum árangri í jafnvægisátt. Hnitmiðuð, velunnin og endurtekin auglýsing, sem kemur fyrir augu ÞEIRRA SEM KAUPA, vörur og þjónustu, er stórvirkasta tækniaðstoð kaupsýslumanna í dag. VIK A N er kjörið auglýsingatæki, hún kemur V I K U eftir V I K U inn á flest heimili landsins. Notfærið yður hverja VIK U til að skapa aukin viðskipti við eldri við- skiptavini og afla nýrra viðskiptavina. V I K A N nær til þeirra allra. # Eftirlit meö sjoppum # Hver drekkur smyglvínið # Dýr skautasvell Skautasvell óskast. Kæra Vika. Okkur S + G' langar til að spyrja þig hvort þú vitir nokkuð til þess að opnað verði skauta- svell hér í Reykjavík í vetur. Okkur þykir ákaf- lega gaman að renna okkur á skautum, en það er bara svo sjaldan veður til þess að vera á Tjörninni. Með fyrirfram þökk. S + G 12 ára. Ég hef spurst fyrir um þetta lijá nokkrum aðilum, en ekki l'engið nein svör, sem gefa tilefni til bjartsýni. Þetta mun. hafa verið rætt í nokkrum félögum og félagssamtökum, en það kvað vera svo dýrt að halda við slíku svelli, sér í lagi vegna þess hve veðráttan er óstöðug, að það þykir ekki fært. Þetta er þó mjög leiðinlegt, þvi að skautaíþróttin er lioll og skemmtileg, bæði fyrir unga og gamla — en sjaldan viðrar til að vera á Tjörninni, eins og þeir lagsbræður taka fram. Hver hefur eftirlit með sjoppunum? Kæra Vika. Viltu koma á framfæri þeirri spurningu, hver hafi eiginlega eftirlit með hinum ótalmörgu sjoppum í bænum. Ekki beinlínis það, að krakk- ar innan viss aldurs séu ekki afgreidd eftir vissan tíma á kvöldin, heldur liitt — hvað líður ])rifnaði þar í geymslum, og livað geymt er 1 þeim geymslum og hvort nokkuð sem smygl- varningur kallast, sé fáanlegt á laun á þessum stöðum. Það færi betur að slíkt eftirlit reyndist óþarft — eða óþarft að herða á því, sé það fyrir hendi, en aldrei ætti það að saka samt. Virðingarfyllst, Nokkurra barna faðir. Þessari fyrirspurn er hér með komið á framfæri — fyrst og fremst vegna þess að hún er einna hóflegust að orðalagi þeirra mörgu bréfa, sem berast um þetta sama efni. Þar er yfirleitt ýmislegt fullyrt, sem við telj- um ólíklegt að bréfritarar geti staðið við — einkum hvað smyglvarninginn snertir. Hins vegar segir máltækið að ekki rjúki án elds, og eins og bréfritarinn segir — aukið eftirlit ætti ekki að saka. Kvikmyndir — dans og dægurlög. Iværa Vika. Stundum — raunar allt of sjaldan — sýna kvikmyndahúsin hérna fjörugar og og skemmti- legar dans- og söngvamyndir, þar sem sungin eru bráðsmellin dægurlög, sem maður vildi gjarna eignast. En svo kemur það bara upp úr kafinu, að þessi lög fást ekki bérna, sum kannski einhverntíma löngu eftir dúk og disk, þegar maður hefur ekki neinn áhuga á þeim lengur, sum aldrei. Hvernig væri að kvikmyndahúsin og grammó- fónplötuverzlanir hefðu þarna með sér nokkra samvinnu — verzlanirnar spyrðust til dæmis fyrir um það hjá kvikmyndahúsunum livaða dans- og dægurlagamyndir væru væntanlegar og reyndu svo að fá helztu lögin á plötum. Ég er viss um að þær myndu skotseljast um leið og farið væri að sýna myndina, og þetta væri lika þjónusta við almenning. Virðingarfyllst, Anna B.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.