Vikan - 11.02.1960, Blaðsíða 3
Vafa'íaast yrði þeirri þjónastn rel tektð, en
ég veit líka til þess, að umræddar verzlanir
hafa orðið sér úti um hljómplötur með lög-
um, sem orðið hafa vinsæl hér fyrir atbeina
kvikmyndanna. Því er nefnilega þann veg far-
ið að flest þeirra laga, sem þarna er um að
ræða, eru orðin vinsæl erlendis, og þær hljóm-
plötur reyna viðkomandi verzlanir hér vitan-
lega að fá til sölu. Hitt er svo annað mái, að
ckki er nokkur leið að fá nema þau lög úr
kvikmyndum, sem hljóta almennar vin-
sældir, því að gjaldeyrir er takmarkaður og
salan einnig. Þess vegna getur það alltaf átt
sér stað um lag og lag, sem einstaka manni
þykir fallegt, að það sé fáanlegt, því að ekki
hafa allir sama tónlistarsmekk, sem betur
fer.
Er það eitthvað mikið . . .
Kæri Póstur.
Er það kannski eitthvað mikið að vera flug-
freyja? Er flugfreyja nokkuð annað eða meira
en þær, sem ganga um beina á jörðu niðri eða
úti á sjó? Ég get ekki séð það. Stundum er allt
í einu farið að láta einhver ósköp með einhverja
vissa stétt manna eða kvenna, eins og þar sé
um eitthvað úrval að ræða eða mikið meira
þurfi til þess en annarra starfa. Ég gæti trúað,
að þegar allt kemur til alls þurfi mest liugrekki
og dugnað til að vera skipsþerna.
Vinsamlegast,
Ein á jörðu niðri.
Hvers vegna megum við ekki láta dálítið
með flugfreyjurnar okkar elskutegu, án þess
einhverjar aðrar „freyjur“ setji upp hunds-
haus og þykist vera móðgaðar? Minnimátt-
arkennd, eða hvað? Flugfreyjurnar eru fyrst
og fremst bezta landkynning okkar, enda
hafa valist til þess starfa sérlega fallegar og
í alta staði elskulegar stúlkur. Og er það eitt
ekki nóg til að „vera eitthvað“ — að minnsta
kosti þcgar blessaðar „freyjurnar" eiga hlut
að máli. Og það er minnsta kosti ótvírætt
merki þess, að það sé eitthvað að vera flug-
freyja, að ein kynsystra þeirra skulí hugsa
þannig til þeirra.
Hvað verður af smyglvíninu — ha?
Kæra Vika.
Hvað verður af öllu smyglvíninu, sem maður
er að frétta að þeir taki úr skipunum? Hver
drekkur það? Ekki er vitað til að neinar ó-
kennilegar tegundir góðvína séu til sölu í Áfeng-
isverzlun rikisins, þvi að þar er aldrei neitt
nema þetta venjulega, og ótrúlegt er að nokkuð
sé selt á bak við á slíkum stöðum. Hver drekkur
það þá — ha? Viltu spyrja að þvi fyrir mig?
Og segja þeim, að ef það sé þarna geymt, af
því enginn fáist til að drekka það af því sé
smyglað, þá skuli þeir bara láta mig vita. Hins
vegar fæ ég ekki með neinu móti séð, að þeir
eigi með að sitja einir að þvi og drekka það
allt sjálfir.
Með þökk fyrir birtinguna.
Skálaglam.
Fyrirspurninni er komið á framfæri og
bréfið birt „án ábyrgðar". Þetta er kannski
ekki neitt stórmál, enda virðist bréfritarinn
gera sér það Ijóst, — en svar mun ég fúslega
birta, og eins orðsendingu til bréfritara, ef
til kemur.
Fegurðarsamkeppni . . .
Kæra Vika.
Við erum tvær sveitapfur á bezta aldri, og
okkur langar til að vita hvort það séu nokkur
sérstök mál, sem maður verður að hafa, til
að geta tekið þátt í fegurðarsamkeppninni í
sumar. Okkur hefur verið sagt að mjaðma- og
brjóstmálið eigi að vera mittismálið margfald-
að með 3,5 en við bara trúum þvi ekki. Með
beztu þökkum fyrir svarið.
Vinsamlegast,
Tvær bardótur
Trúið þvf að minnsta kosti varlega. Dóm-
nefndin hefur víst einhver „mál“ við að styðj-
ast, en þátt f keppninni geta víst allar fal-
legar stúlkur tekið, innan vissra aldurstak-
marka bó.
VIKW
Útgefandi: VIKAX H.F.
HITST.IÓRI:
Gísli Sigurðsson (áb«.)
AUG1.ÝSINGAST.IÓHI:
Asbjörn MagnÚMoa
FHAMK V.EMDASTJÓIU:
Uilmar A. Krislján»*on
Verð i lausasölu kr. 10. Axkriftarverð kr.
210.00 fyrir liálft árið, grciðisl fynrfram.
Ritstjórn og auglýsingar:
Skipholl 33.
Sfmar: 35320, 35321, 35322.
Pósthólf H».
Afgreiðsla og dreifing:
Blaðadreifing, Miklubraut 15, sitni 15017
Prentun: Hilmir h.f.
Myndamót: Myndamót h.f.
Við helgum Vetrar-
Olympiuleikunum 1
Squaw Valley eina opnu
í þessu blaði og þess-
ar bráðfallegu stúlkur
á forsíðunni ætla að
verða okkur samferða
I „Dal indíánakvenn-
ana“ og þar verður
mikið að snúast eftir
svo sem viku tima.
Olympíueldurinn verð-
ur að venju kveiktur
í Grikklandi og síðan
fluttur með þotu til
Bandarikjanna. Greinin
um þetta er á bls.
4—5.
Eplakaka mcð IL9IA raspi o* rfóma
er lausnin á vandamálinu um kaffitertuna eða ábætisrétt, sem vekja mun ánægju
gestanna og fjölskyldunnar.
nýtt
IIJIA
Karmcltu-sósa er það sem oftast
vantar i rjómahjúpinn á tertunni, f
búðinga eða aðra ábætisrétti.
Fleira gott í túpnm:
Kryddsfld Jarðarberjasnlta
Sykursíld Mayonnese
IIJIA
Ávaxtahlaup f túpum til .reyta
með tertur, kökur, ábætiaritti o. fl.
Gult — Rautt — Grænt
Heildsölubirgðir
Skipkolt Vr
SKIFHOLTI 1 • REYKJAVlK
Sími 2-37-37.
Ilma raspurinn er ómissandi
við ýmiskonar pönnusteikur,
kótelettur, fisk o. fl.; gefur
matnum óviðjafnanlegt bragð
og fallegan rauðgullinn lit.
VIKAN*