Vikan


Vikan - 11.02.1960, Blaðsíða 13

Vikan - 11.02.1960, Blaðsíða 13
Rödd hans er lágvær og hviskrandi, likt og lækjarsytra seitli i klakastokki um mýrar- drag. — ViS erum saman komin hér á þessari stundu til að kveðja hinztu kveSju stúlkuna ASalheiSi Elísabetu Ingólfsdóttur, er á svip- legan hútt hefur yfirgefiS þessa veröld synd- ar og armæSu og horfiS til ljóssins og sæl- unnar heimkynna. ASalheiSur Elísabet Ingólfsdóttir, — fjarska- lega hljómar þetta nafn ókunnuglega í eyrum ,mér. Hvers vegna segir maSurinn ekki heldur HeiSa Lísa? ÞaS nafn þekkja sjálfsagt allir í þessum bæ, og viSar mun þaS hljóma kunn- uglega og verSa sett i samband viS minningu um unga stúlku, grannvaxna meS jarpa, liSaSa hárlokka og módökk, tindrandi augu, sem stöf- uSu geislavöndum aS hjarta hvers karlmanns. Ilugsa sér, hvaS þessi athöfn er öll i hróp- andi ósamræmi viS hana HeiSu Lísu og allt liennar lif; þessa síglaSa, iífsþyrsta fiSrildis, Lisa hafSi engu stoliS, hvorki frá sjálfri sér né öSrum. En hún hafSi gefiS þaS, sem hún átti sjálf, og fórnaS rétti sínum til virSingar hinna siSavöndu. Þvi varS ekki neitaS, aS HeiSa Lísa hafSi lifaS léttúSarfullu lifi. En hún átti þó litiS skylt viS þær konur, sem selja bliSu sina á torg- um og gatnamótum. ÞaS var eins og henni væri þaS meSfætt og ósjáfrátt aS laSa aS sér karl- mennina. Þeir, sem voru henni aS skapi, fengu aS njóta yndisþokka hennar og blíSu, og hún þáSi gjafir frá þeim i staSinn, •— ekki sem greiSslu, heldur sem tryggSapanta og vináttu- merki. Henni hefSi sjálfsagt veriS í lófa lagiS aS krækja sér í efnamann af góSum stigum og tryggja meS þvi mannorSiS og framtiSina, þvi aS í hópi aSdáenda hennar voru margir af því tagi. En þaS var eins og henni fyndist ógerlegt aS bindast nokkrum manni lengur en um peysu, og svo var «íns og enginn sæi afira eri hana. Engi kona viSurkenndi, aS hún væri vitund lagleg, en allar uröu þær aS láta sér lynda, aS hún gengi i valiS og tæki til sin snotrasta piltinn eSa þann, er mestur fengur þótti i hverju sinni. ÞaS var þvi ekki óeSlilegt, aS þær hötuSu hana og litilsvirtu af innsta hjartans grunni og jafnvel teldu þaS siSferSiIega skyldu sina. Hún lét sem hún vissi ekki af andúSinni og kuldanum, sem frá þeim lagSi, og litiIsvirS- ingu þeirra lét hún ekki á sig fá, en bar höfuS- iS gjarnan hærra í návist þeirra og beitti yndis- þokka sinum meS storkandi öryggi og sigur- vissu. Nei, þaS var ekki sanngjarnt aS ætlast til þess, aS hér væru staddar margar úr þeirra hópi; fólk sækir eklti heldur jarSarfarir til þess aS hrósa sigri. En allir elskhugarnir hennar, fyrr og siSar, sem var yndi og eftirlæti allra karlmanna og vann hjörtu þeirra jafnauSveldlega og sólin bræSir mjöll á júnidegi. Þessi pokalcgi dapurleiki, — hvaS hann var fjarskyldur hennar stuttu ævi, sem hvern dag var uppljómuS af lifsgleSi, gáskafullri kátínu, tilhlökkun og heillandi ástarævintýrum. Þessi prestur, sem var aS tala um stúlkuna ASalheiSi Elisabetu Ingólfsdóttur, hann hefur ekki komizt neitt í kynni viS Heiöu Lísu. Aldrei mundi hann hafa horft i augu hennar, upptendruS af glettinni ástleitni, aldrei brunn- iS af eirSarlausri þrá eftir bliSu hennar og aldrei notið faSmlaga hennar og kossa, sem liún lét i té af hjartans lyst og undraverSri leikni. Sama máli mundi gegna um hina karlmenn- ina, scm þarna voru staddir, auSsjáanlega aS- eins til aS vinna þaS skylduverk aS koma um- komulausri stúlkukind i gröfina, en ekki til aS kveSja ástvinu sína og eftirlæli. Og þessar konur, — sjálfsagt mundu þær lita á hana sem gerspilltan, afvegaleiddan stúllcuvesaling, sem lifað liafði í synd og siS- leysi og fyrirgert heiSri sinum og mannorði. Ekki mundu þær eiga minnstu innsýn i lif jjessarar stúlku, sem lifði stutta, munaSarríka ævi og fórnaði öllu fyrir stundargleði stolinna hamingjustunda. Stolnar hamingjustundir. — Ilvaða rétt hafði ég eða aðrir til að liugsa þannig? Nei, — Ileiða stundarsakir. Hún hafði lag á þvi að láta að- dácndur sína skilja það, þegar í upphafi, að ekki var til annars stofnaS en stundarkynna. Viðskilnaður elskhuganna var alltaf meS vin- áttu og mildum trega, en átti ekkert skylt við heitrof, óvild eSa liatur. Já, Heiða Lisa var sannarlega gjöful. Hún vildi allt gefa af sönnu hjartans örlæti. ÞaS var ekki einungis, að hún gæfi ungum mönnum ást sina og bliðu. Peningalausum auðnuleysingja gaf hún síð- ustu sígarettuna sina eða eina fimmkallinn í eigu sinni, og kuldanorpandi gamalmenni gaf hún vettlingana af höndum sér eða stigvélin, sem hún slóð í. Henni var eiginlegt að umgangast fólk með hispurslausri ljúfmennsku og nærfærinni al- úð; undanskildar voru þó konur þær, sem voru á þvi aldursskeiði, að þær töldu sig eiga keppinaut eða andstæðing, þar sem hún var. Þær umgekkst hún með fáleikum og virðulegu hlutleysi líkt og herforingi gersigraðan and- stæSing. Dansleikir og gleðisamkomur voru hennar vettvangur. Þar nutu sín bezt eðliskostir henn- ar og yfirburðir gagnvart öSrum konum. FríSar og glæsilega þokkagyðjur klæddust dýrum kjólum, snyrtu sig kunnáttulega, sóttu dansleiki og hugðust leggja allt að fótum sér. En svo kom hún Heiða Lísa i litlu pilsi og blússu, stundum jafnvel i vinnubuxum og — hví komu ekki einhverjir þeirra til að fylgja henni til moldar og leggja blóm á kistu hennar, liver sinn rósavönd, eitt gleymmérei eða fjólu fyrir hvert lokkandi bros, eina lilju eða blá- klukku fyrir livern koss, rós eða túlipana fyrir hvern ástafund, — og þessi fátæklega líkkista mundi liverfa i angandi blómahafi? Og hví gengu þeir ekki fylktu liði eftir kistunni, þegar hennar blessaSi likami var til moldar borinn? Og hví eru ekki í stað þessara dapurlegu sálma leikin danslögin, sem hún hafði mestar mætur á og dansaði eftir fimum fótum á gleði- stundum? Það hefði sjálfsagt verið henni betur að skapi. Mér finnst næstum þvi, að ég sé viS þvi búinn að sjá hana allt i einu lyfta upp kistu- lokinu, gægjast fram með ögrandi glettnisbrosi og segja sem svo í þessum syngjandi tón, sem henni var svo tamur: — Blessaðir strákar, spilið þið nú eittlivað skemmtilegra en þetta. Og livers vegna er prest- urinn þarna að tuldra um synd, hrösun, dauð- ann, dómsdag og annað lif yfir henni Heiðu Lísu, sem aldrei gerði nokkrum til miska, aldrei gekk i guðshús, eftir að hún kom til vits og ára, aldrei kenndi samvizkubits eða var döp- ur i bragði og aldrei lét hvarfla að sér hugs- un um dauðann, dómsdag eða annaö lif? Framhald af bls. 35. t>að var ekki einungis að hán gœfi ungum mönnum ási sína og bliðu. tkningalausum auðnuleysingfa ga$ hún síðuslu sigareiíuna sína eða einasia (immkallinn kuldanorpandi gamalmenni veiilingana a( höndum sér.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.