Vikan - 11.02.1960, Blaðsíða 12
SMÍSAGA EFTIR EINAR KRISTJANSSOH
Fimm menn bera kistuna í kirkju, — fimm
menn í stað sex, eins og þörfin og venjan
hafa löghelgað.
AS sjálfsögðu hefur í uppliafi veriS
gert ráð fyrir sex likmönnum, en einn
að líkindum brugðizt á siðustu stundu, og í
líkfylgdinni er enginn, sem getur hlaupið
undir bagga; liún er aðeins skipuð fjórum
konum og einum unglingspilti.
Ég er sjötti maðurinn í hópnum, og hend-
ing hefur ráðið því, að ég er hér á þessari
stundu. Ég hef dvalizt hér í bænum aðeins
um stundarsakir og hafði ákveðið brottförina
með áætlunarbil að loknum hádegisverði.
En yfir borðum á gistihúsinu heyrði ég
útvarpstilkynninguna:
Aðalheiður Elisabet Ingólfsdóttir — verð-
ur jarðsett — laugardaginn kl. tvö eftir hádegi.
Aðstandendur.
Aðalheiður Elísabet Ingólfsdóttir. Eitthvað
í þessu nafni snertir ,mig eins og leiftur.
Allt í einu finnst mér sem ég heyri lágværa,
þýða rödd hviskra við eyra mér með ofur
lítið syngjandi hreim:
— Ileiða Lísa — Heiða Lisa. Blessaður
hjartagosinn minn, vertu nú ekki með þessi
ólikindalæti. Heldurðu, að ég trúi því, að þú
munir ekki eftir henni Heiðu Lisu.
Hvort ég man. Hvernig væri hægt að
gleyma henni Heiðu Lisu?
Heiða Lísa og vor, blóm, söngvar og dans.
Aðalheiður Elísabet Ingólfsdóttir, •—■ dauði,
líkkista, jarðarför, gröf. Var unnt að finna
nokkurt samband milli þvílikra andstæðna?
Ég gleymi stund og stað, og þegar ég kem
til sjálfs min, er áætlunarbillinn farinn sina
leið. Ég svipast um og sé, hvar kirkja stendur
á ofur lítilli hæð utan við bæinn, og ósjálfrátt
legg ég af stað í áttina þangað. Ég sé likvagn
renna heim að kirkjunni, og ég er kominn
þangað rétt í þann mund, sem mennirnir
fimm eru að bera kistuna i kirkju.
Það hvarflar að mér að taka að mér hlut-
verk hins fjarstadda líkmanns. Ég læt þó ekki
verða af því, þar sem mér finnst ekki viðeig-
andi, að óviðkomandi, aðvifandi maður taki
þannig beinan þátt i athöfninni. Hitt er ef
til vill síður tiltökumál, þó að óþekktur mað-
ur sláist í för með líkfylgdinni og sitji i
kirkjunni, meðan athöfnin fer fram.
Hér í þesum bæ þekkja hann fáir eða eng-
ir, og þó að einhver vildi gera sér það ómak
ið komast eftir, livers konar samband hefði
rerið milli hans og hinnar framliðnu, mundi
það varla bera mikinn árangur.
Þegar líkkistan er komin á sinn stað í kórn-
um, bætast hringjarinn og presturinn i hóp-
nin. Presturinn er lágvaxinn, feitlaginn, hvít-
ur fyrir hærum, en þó skarpleitur í andliti,
næstum kinnfiskasoginn og ellirúnum ristur.
Svipur hans ber vitni armæðu og þreytu
fremur en sorg.
Hringjarinn er hnellinn gráskeggur, kvik-
legur og ákveðinn í hreyfingum og kann ekki
að setja upp jarðarfararsvip; það vottar næst-
um fyrir ibygginni glettni í svip lians, þar sem
hann eins og rekur prestinn á undan sér inn
eftir kirkjugólfinu.
Það kemur í ljós, að sumir líkmennirnir
hafa verið valdir til að gegna tvíþættu hlut-
verki, því að þrir þeirra taka sér sálmabók
í hönd og búast til að syngja, en einn tekur
sér sæti við hljóðfærið.
Á fremsta bekk að sunnanverðu sitja tvær
af konunum og pilturinn. Tveimur bekkjum
aftar situr líkmaðurinn, sem að likindum er
laglaus, og hringjarinn við hlið lians, en ég,
aðskotadýrið, i næsta bekk fyrir aftan. Hinar
konurnar tvær, hafa tekið sér sæti að norðan-
verðu í kirlcjunni, á bekknum gegnt mér.
Kistan er svört, látlaus og nettlegur smíðis-
gripur. Það er ekkert of eða van, og hún ber
ekki annað skraut en einn sortulyngssveig.
Nú heyrast mildir tónar af forspili frá hljóð-
færinu; söngmennirnir taka undir og byrja
að syngja útfararsálminn, ' Sem þá á engli
bliknar blóm.
Raddirnar eru grófar, stífar og óþjálar,
nema hvað ein þeirra einkennist af hásri
mýkt og kvakkandi holhljóði; það mun vera
rödd prestsins.
Meðan sálmurinn er sunginn, virði ég fyrir
mér konurnar.
Þær tvær, sem sitja fyrir framan mig, virð-
ast nokkuð yfir miðjan aldur og gætu eftir
útliti að dæma verið i frændsemi við hina
látnu, en ekkert bendir þó til þess, að þær
séu nákomnir syrgjendur.
Drengurinn virðist vera þeim áhangandi,
gæti verið sonur annarrar hvorrar. Konurnar,
sem sitja gegnt mér, lita út fyrir að geta ver-
ið af þeirri tegund kvenna, sem mega teljast
fastir jarðarfarargestir. Þær hvislast á og gefa
öilu nánar gætur;; einkum verður þeim tið-
litið yfir i bekkinn, þar sem ég hef tekið
mér sæti.
Sálminum er nú lokið, og eftir að prestur-
inn hefur ræskt sig i nokkur skipti, byrjar
hann að lesa eina af þessum bænum, sem eru
svo liefðbundnar, að bæði guð og menn eru
hættir að taka eftir efni þeirra og orðalagi.
Nú verður stutt þögn, en síðan byrjar prest-
ur að tala að nýju.