Vikan - 11.02.1960, Blaðsíða 26
ÞEGAR við komumst þannig að orði uin
einhvern, að hann hafi gott lijarta, þá er átt
við, að sá hinn sami sé ágætismaður. Þetta
er hugtakserfð frá Grikkjum að fornu, sem
töldu, að öll hugsanastarfsemi manna Jiefði
aðsetur i hjartanu.
Nú er liugsað og rætt um mannshjartað
meir en nokkru sinni fyrr, af þeirri orsök, að
fleiri deyja nú úr hjartasjúkdómum en áður.
Ekki ætti þetta þó að valda mönnum sérstök-
um áhyggjum; ástæðan er einfaldlega sú, að
menn gerast nú mun langlífari en áður;
örugg lyf hafa fundizt við fjölmörgum sjúk-
dómum, og meðalaldur manna hefur hækkað
verulega.
Þegar sérfræðingar i hjartasjúkdómum háðu
þing fyrir nokkru, töldu þeir sannað, að
lijartabilun af völdum giktarsjúkdóma yrði
sífellt fátiðari, ■ og mundi það öðru fremur
að þakka hinum nvju, fjölvirku lyfjum. En
því miður töldu þeir og sannað, að sjúkdóm-
ur i blóðæðunum, sem bera hjartanu súrefni,
kransæðunum svonefndu, færðist mjög í vöxt,
hlutfallslega meira en svo, að kenna mætti
það ævilengingu manna.
LÆKNIRÍNN MINN SEGIR:
ÖF HÁR BLÓÐÞRÝSTINGUR VEIKIR HJARTAfl
MIKLAR KRÓFUR.
Hjartað er fyrst og frernst dæla, og eins
og aðrar dælur vinnur það með þrýst-
ingi. Og það er hreínt ekki svo lítið,
sem af þessari dælu er krafizt; hún
dregst saman sjötiu sinnum á mínútu
hverri eða með öðrum orðum 37 milljón
sinnum á ári.
Tvennt er það, sem einkum ræður
áreynslu hjartans, er það jirýstir hlóð-
inu þannig út um likamann, — i fyrra
lagi, hve mikla orku þarf til þess, í
öðru lagi, hve miklum trafala hlóðið
verður fyrir á leið sinni um æðarnar.
Þrýstingurinn er ekki jafn alls stað-
ar. Hann er mestur í slagæðunum, sein
liggja í Iiæð við hjartað. Þess vegna
finnst hámarksblóðþrýstingur, þegar
mældur er æðasláttur á upphandlegg.
Um tvenns konar blóðþrýsting er
að ræða, — hinn svokallaða „systo-
liska“ þrýsting, þegar hjartahólfin
kiprast saman og þrýsta blóðinu út i
æðarnar, og „diastoliskan,“ þegar
hjartahólfin víkka þess á milli. Verður
fyrri þrýstingurinn alltaf hærri, þar
sem meiri orku þarf til að knýja blóð-
ið út í æðarnar en soga það inn í
hjartahólfin, enda er það sá þrýsting-
ur, sem læknar skrá alltaf fyrst, — t.d.
150/100.
Sé um unga konu að ræða, telst
112/70 eðlilegur blóðþrýstingur, en
115/73, ef það er ungur maður. ,Blóð-
þrýstingur kvenna er yfirleitt lægri
en karlmanna, unz þær nálgast fimm-
tugsaldur, en eftir fimmtugt Iiafa kon-
ur jafnan blóðþrýsting við karla.
'Við skulum tala gætilega um of
liáan blóðþrýsting. Þótt þar kunni að
vera um talsverð frávik að ræða, er
alls ekki víst, að ástæða sé til ótta. Að
minnsta kosti er of hár blóðþrýsting-
ur ekki neinn sérstakur sjúkdómur. Þar
er fyrst og fremst um að ræða ein-
kenni, sem fylgt getur ýmsum sjúkdóm-
um og ólikum. Alloft er það sjúkdóm-
ur í nýrum, sem honum veldur.
OF HÁR BLÓRÞRÝSTINGUR
VEIKIR IIJARTAÐ.
Það þykir sannað, að roskið fólk,
það er að segja fólk, sem komið er yfir
sextugt, þoli talsvert háan blóðþrýst-
ing, þótt hann valdi miðaldra fólki
ýmiss konar vanlíðan, -—• til dæmis
kvöl í höíði og þá einkum um nætur og
undir morgun. Oft er það, að höfuð-
kvölin varnar sjúklingnum svefns, og
hjarta, sein aldrei getur linað neitt á,
hvorki nótt né dag, verður smám sam-
an slappara. Sjúklingurinn verður
mæðinn, þegar hann gengur u]jp stiga
eða reynir eitthvað á sig líkamlega.
Leiti hann ekki læknis. i tæka tið,
getur farið svo, að hann fari að þjást
af stöðugri mæði, eins þótt hann reyni
ekki á sig venju fremur.
Orsökin er sú, að hjartað er orðið
svo slappt, að það getur ekki þrýst út
i æðarnar öllu þvi blóðmagni, sem
safnast fyrir í hólfum þess. Fyrir
bragðið eykst blóðmagnið í lungunum,
þar safnast fyrir súrefni og veldur
truflun á andardrætti. Þegar svo er
komið, fær sjúklingurinn oft andar-
Framhald á bls. 29.
H.f. Eimskipafélag
r
Islands
Aðal-
funrtur
Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélags íslands, verður haldinn í fundar-
salnum í húsi félagsins í Reykjavík, föstudaginn 3. júní 1960 og hefst kl. 1.30
eftir hádegi.
1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári og
frá starfstiihögun á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur
fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. des. 1959 og efna-
hagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og
tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum.
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins.
3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga sam-
kvæmt samþykktum félagsins.
4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda.
5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins (ef tillögur koma fram).
G. Uinræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgiingumiða.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsjnönnum
hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 30. maí—1. júní næstkomandi.
Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu
félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða
séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skráningar, ef unnt er, viku fyrir fundinn.
Iteykjavík, 19. janúar 1960.
S T .1 Ó R N I N .
26
VIKAN