Vikan


Vikan - 03.03.1960, Blaðsíða 9

Vikan - 03.03.1960, Blaðsíða 9
þessi óskammfeilni piltur upp, tekur blaðið úr hendi mér og snýr því við, því að ég var svo spennt, að ég hafði haldið því öfugt. Og svo segir hann: „Svona getið þér betur hlustað á sam- talið við næsta borðið, ungfrú Forvitin!" Ég hefði helzt vilja síga niður í jörð, svo mikið skammaðist ég min. Hve mikil skömm fyrir leyni- lögreglumann. Ég íór strax í burtu, og ég held, að þér muni nægja að vita, að mér þykir hann Friðrik þinn alveg viðbjóðslegur og að það hefur verið sama stúlkan, sem hann hefur verið með í gær í bíó og í dag í kaffihúsinu. Þú skalt ekki taka það nærri þér. Karlmennirnir eru þess ekki virði. Og svo kemur hér reikningurinn: ísterta 15 kr., þjónustugjald 1,50. E’f þú skrifar honum þrátt fyrir allt, þá ættir þú að segja honum, að hann þurfi endilega að láta klippa hárið á sér. Eins og er, lítur hann alveg ómögulegur út. Auk þess er maður ekki með rautt bindi við brún föt. Um það getur maður lesið í hvaða dagblað, sem er. Góða nótt, Rut. Ég ætla nú strax að fara með bréfið í póstkassann. Á morgun skal ég skrifa þér aftur. Marga innilega kossa frá litlu lögreglustúlkunni þinni Sallý. MiSvilcudagur. Elsku Rut. 1 morgun fékk ég bréfið þitt. Ég ráðlegg þér að æsa þig ekki upp vegna þessarar stelpu, sem var með Friðrik í bíó Ég mun gera allt, sem ég get. Auk þess er hún ljóshærð. Ljóshærðar stúlkur eru aldrei hættulegar. Það væri öðruvísi, ef hún væri með rautt hár eins og ég. Ljóshærðar stelpur geta venjulega ekki haldið lengi í karlmann. Og hér hef ég sönnun fyrir þvi: Þegar ég gekk í dag á undan honum Frissa þínum, þá missti ég skólatösku mína, — ekki viljandi, þú verður að trúa þvi. Hann flýtti sér til mín, en þegar hann ætlaði að hjálpa mér að taka tösk- una upp, þá opnaðist hún, og skólabækurnar min- ar duttu úr henni á götuna og því miður einnig myndin af honum, sem þú hafðir fengið mér. Ég breiddi strax yfir hana. en hann var þegar búinn að sjá, að það var mynd af karlmanni. „Mikla ástin?“ spurði hann. „Já,“ svaraði ég. „Því ekki það? Eða hafið þér eitthvað á móti því?“ „Svona ung stúlka, nærri barn . . .“ „Það geta ekki allar verið eins gamlar og dam- an, sem þér farið með í bíó og kaffihús." Ég var búin að segja þetta, áður en ég vissi af því. Á eftir hefði ég getað bitið tunguna úr mér, en ég var svo voða reið. Ég er þó sautján ára og ekkert barn lengur. Ég hefði getað haft 10 myndir af 10 mismunandi karlmönnum í skólatöskunni. Hann gaf ekkert út á það. „Nú þekki ég yður aftur. Það voruð þér, sem sátuð fyrir aftan mig í bíó í fyrradag,” sagði hann. ,,Ég dáist að minni vðar.“ „Maður þarf ekki að vera sérlega minnugur, eftir að hafa hneykslazt í tvo tíma yfir ósiðaðri manneskju, sem skrjáfar allan timann með pappír og etur gott.“ Mig langaði helzt að krassa augun úr honum. „Betra er það þó að eta gott en að fara með ókunnugri manneskju í bíó,“ sagði ég. Hann hló. „Mig grunaði ekki, að þér gætuð haft eitthvað á móti því.“ „Ekki ég, — en kannski einhver annar.“ „Hver þá?“ „Unnusta yðar.“ Nú var það sagt. Ég bara gat ekki annað. Fyrir- gefðu mér, Rut, hvað ég var klaufaleg. En það er nú bara gott, eins og komið er. Og nú verður þú hissa. Veiztu, hverju þessi þorpari svarar mér? „Ég á enga unnustu," sagði hann. Geturðu trúað •þessu? Eftir aðeins þrjá daga er hann búinn að gleyma þér og afneitar þér. Ö, þessi piltur. Auðvitað eruð þið ekki opinberlega trúlofuð, en eins og það er með ykkur, svo kallar maður þetta nú ,,unnustu“. En hann bara segir: „Ég á enga unnustu." „Þér ættuð að skammast yðar,“ sagði ég. „Það vill nefnilega svo til, að ég þekki unnustu yðar og það meira að segja mjög vel.“ „Og hver ætti Þetta svo sem að vera?“ „Rut, systir mín.“ Já, Rut, þú hefðir átt að sjá hann núna. Hon- um þótti ekkert um það. Hann fór ekki einu sinni hjá sér. Þvert á móti, — hann dirfðist að taka mig við handlegg sér, og svo sagði hann: „Þá er það nú bara merkilegt, að við skulum ekki fyrir löngu vera orðnir góðir vinir. Þá meg- um við nú til að fara strax á kaffihús og borða is." Ég var nærri búin að samþykkja þetta. Þú veizt, hvað ég er spennt fyrir ís. En mér tókst nú samt að halda mér saman. „Ég er ekki vön að borða ís með ókunnugum karlmönnum." ,,Æ-jæja,“ sagði hann, „því miður er það ekki heldur hægt. Ég get nefnilega alls ekki boðið yður, af þvi að ég hef stefnumót." „Með dömunni úr bíóinu og kaffihúsinu?" spurði ég. „Einmitt með henni," sagði hann, „nema — ég segði henni upp og færi með yður.“ Ég varð að fórna mér, systir mín góð. Þln vegna fór ég með honum. Hann keypti fyrst ís handa mér og þar á eftir tertu, og að lokum gaf hann mér stóran konfektkassa. „Sem mútur,“ sagði hann og tók mig aftur við arm sér. „Og þér megið ekki skrifa Það systur yðar.“ En ég hef sagt honum mína skoðun: að mér þætti framkoma hans andstyggileg og að ég mundi skrifa þér allt saman og að ég mundi gera honum skömm, ef ég sæi hann eitt einasta skipti aftur með þessari stelpu og að hann ætti heldur að láta klippa sig en að daðra við stúlkur. Og svo hljóp ég í burtu. Æ, Rut mín, það var svo voðalega æsandi. Ég er enn dálítið rugluð. Útgjöld voru engin í dag. Ég er afskaplega þreytt, ég fer nú að hátta. Góða nótt, þúsund kossa. Þln Sallý. PS. Konfektið er alveg fyrsta flokks, nam, nam. Fimmtudagur. Elsku Rut mín. Hafðu þökk fyrir bréf þitt og peningaseðilinn fyrir hina fyrstu fimm daga leynilögregluþjónustu minnar. I dag get ég sent þér góðar fréttir. Friðrik hefur lofað mér að hitta ókunnu stúlkuna aldrei framar. Hann hefur einnig sagt, að sér þætti leitt að hafa síðasta kvöldið komið svo illa fram við þig. Ertu ekki ánægð? Hann er nú betri en ég hélt. Og svo er líka hugsanlegt, að þú hafir ekki farið rétt með hann. Maður verður stundum að taka tillit til annarra, og þú ert alltaf fljót að reiðast og æsast upp. E'n lofaðu mér nú að segja frá öllu I réttri r‘ð. Eftir það, sem skeði í gær, ætlaði ég eigin- lega aldrei aftur að sjá hann Friðrik þinn, þvi að nú var ekki lengur að ræða um leynilögreglu- starf. Fyrst hann þekkti mig, — hvernig hefði ég þá getað fylgt honum í laumi? Það var bara hrein tilviljun, að ég hitti hann í dag. Ég var i rauðu peysunni þinni, þessari nýju. Ég hugsaði nefnilega, að þú héldir ekki svo mikið upp á hana, fyrst Þú skildir hana eftir og tókst hana ekki með þér. Hún fer mér alveg prýðilega, og ég reyni að fara vel með hana. Og, sko, þegar ég fór svona í gönguferð, þá vildi svo til, að ég gekk fram hjá háskólanum. Og hugsaðu þér tilviljunina: Einmitt þá kemur Friðrik út. Ég læzt ekki sjá hann og flýti mér áfram. Þá heyri ég gengið á eftir mér. En ég lít ekki við, því að það gat bara verið hann. Ég geng enn hraðar, auðvitað, en auðvitað ekki eins hratt og hann. 24 ára gamall hávaxinn Iþróttamaður get- ur gengið hraðar en 17 ára gömul stúlka, — og svo var ég auk þess í þrönga pilsinu þínu, — ég átti nefnilega ekkert annað pils, sem fór vel við rauðu peysuna. Þegar hann hafði náð mér, nam hann staðar fyrir framan mig, horfði á mig og blístraði. Ég skildi ekki, hvað var að. Það var peysan þín, sem hann dáðist að. Þetta sagði hann. Veiztu, hann er agalega frekur, hann Friðrik þinn. Ég bara gat engu svarað. Ég bara starði á hann. Hann var búinn að láta klippa sig, — alveg snöggt, — bursti. Ég varð svo hissa, að ég gleymdi að loka munninum. „Er hárið á mér nógu stutt?“ spurði hann. Rut, hann var svo sætur. Þessi hárgreiðsla fer honum alveg skínandi. En auðvitað gat ég ekki sagt honum það, karlmennirnir eru nógu montnir. „Það var skemmtilegt, að þér skulið koma og sækja mig,“ sagði hann. „Hvað eruð þér að ímynda yður? Ég hef alls ekki sótt yður. Það var ekkert nema tilviljun, að ég kom hér fram hjá.“ „Ein á móti 14 milljónum." „Það skil ég ekki.“ „Það eru 1440 mínútur í einum degi og hér um bil 10 þúsund hús í þessari borg. Þetta verður að margfalda, og þá er tilviljunin, að tvær mann- Framh. á bls. 86. — í dag hef ég setið um hann Frikka þinn fyrir framan háskólann. Hann fór inn í kaffihús og hún var þar þessi sæta, í flottri dragt, þröngu pilsi og á háum hælum. Hún lítur út eins og Gina Lollobrigida

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.