Vikan - 03.03.1960, Blaðsíða 15
örstutt smasaga
Ullarþraeðir f öllum regnbogans litum renna af spól-
unum og inn í yefstólinn. Axminster kaupir ullina frá
Álafossi.
Hér er verið að vefa renning með jöfnu blaðmynztri f gráum
Og svörtum lit. Að dómi áhorfandans er furðulegt, hvernig
mynztrið í teppinu verður til. Myndin að neðan er úr salnum,
þar sem renningarnir eru límdir saman eftir máli. Hermann
Kjartansson verksmiðjustjóri stendur til vinstri á myndinni.
>
X
£
z
<s>
—I
m
I morgunsárið
Hun dæsti um leið og hún renndi kaffinu i bollann. Það vissi
ekki á neitt gott. Hún lét mér Morgunblaðið eftir orðalaust án
þess svo mikið sem lita á auglýsingarnar óður — jafnvel ekki á
trúlofunar- og giftingarfréttirnar. Hið fyrra hafði komið fyrir
áður og reynzt vita á allt annað en gott. — En hið síðara, að
hún athugaði ekki giftingarnar og trúlofanirnar fyrst, — það
var einsdæmi í öllu okkar hjónai)andi, og liafði þó oltið þar á
ýmsu. Það hlaut því að gera útlitið enn ískyggilegra.
Ég grúfði mig á bak við blaðið. Cti i löndum geisa oft felli-
byljir, sem leggja allt i rúst, hugsaði ég. Þar eru bófar, sem
drepa mann bara fyrir það eitt, að maður er á lifi. Þar eru við-
urstyggileg eiturkvikindi... Sem sagt, þar mundi mönnum
finnast það hátið að geta grúft sig bak við dagblað og eiga þó
ekki von á verra en ... Já, það var nú þetta, ég vissi ekki, hvers
ég átti von.
Hún dæsti enn. Ekki batnaði útlitið. Uti i löndum geisa ott
fellibyljir, reyndi ég að hugsa, án þess það bætti eiginlega nokk-
uð úr skák.
— Það er nú ekkert, að þú skulir leggja þetta á mig, tók hun
loks til máls, og röddin var eitthvað svipuð því, sem maður gæti
hugsað sér i kvenpresti við jarðarför. — En að þú skulir geta
fengið það af þér að leggja þetta á blessuð börnin, sem ekkert
hafa unnið til saka ...
Hana-nú, hugsaði éfj. Þar viðurkennir hun reyndar, ao hun
hafi unnið eitthvað til saka. Að vísu viðurkennir hún það ekki
nema óbeinlínis, en það er óneitanlega stórt skref í rétta átt
engu að siður... hugsaði ég, en sagði ekki neitt, — grúfði mig
bak við blaðið og beið framhaldsins.
____Enima litla kom liágrátandi heim úr slcólanum i gær. Hefur
einhvcr verið vondur við þig'? spurði ég. Nei, segir hún. Kunn-
irðu ekki það, sem þér var sett fyrir heima? Ju, segir hun.
Meiddirðu þig? spyr ég. Nei, segir hún. Hvað er það þá? spyr
ég. Þú hlýtur þó að geta trúað henni elsku inoður þinni lyrir
þvi segi ég og strýk á lienni blessað englahárið ...
Málhvild — og ekki vonum fyrr. Og þú verður dökkhærð
eins og liann faðir þinn og lians fóik, heyrði ég einhvern tíma
sagt frammi i baðstofuherberginu. Nú var það orðið englahár.
Hvenær skyldi lnin annars hafa farið að trúa þvi, að mitt fólk
mundi verða útvalið i englasveitir... hugsa ég. en segi ekki
neitl, — grúfi mig bak við blaðið.
__ Og hvað heldurðu svo, að þessi litla og sakalausa elska
segi fyrir næst...
_ Ja — það hef ég ekki hugmynd um.
__ Nei, vitanlega ekld. Þú hefur ekki hugmynd um það. Þu
licfur sein sé það til afsökunar framferði þinu, að þú hafir ekki
hufímynd um, hvað þú sért að gera, — hvað þú leggir á blessuo,
saklaus börnin þin .. . Það er oneitanlega skratlans ári þægi-
legt. En nú skaltu ekki hafa það lengur þér til afsökunar. Nú
skaltu fá að heyra, hvað elskan litla sagði ...
Málhvild, — útspekúleruð málhvild, eins og þegar þjállaðut
leikari glennir upp öll vit framan i áheyrendur og steinþegir
til að auka á spenninguna.
__ Af hverju fær hann pabbi sér ekki bil? segir blessuð elsk-
an, titrandi af ekka ...
Æ, ég ætla ekki að reyna að lýsa þvi, hve mér létti. — Nú.
ekki annað, leyfði ég mér að segja. — leyfði mér meira að segja
að fletta við blaðinu.
p'rHrnhalfi á hls. 3f>