Vikan - 03.03.1960, Blaðsíða 26
Fréltir ai Friðrik
Framhald aí bls. 9.
eskjur, sem vilja ekki sjást, hittast á sðmu min-
útu hjá sama húsinu, ein á móti 14 milljónum
400 þúsund.“
„Já, rétt, þér eruð að nema stærðíræði,"
sagði ég.
„Nei, læknisfræði."
„Systir mín hefur sagt mér, að þér lærið stærð-
fræði."
Hann kinkaði kolli og flýtti sér að segja: „Já,
það geri ég líka, fyrir utan hitt, fyrii læknis-
reikningana seinna."
Var ég búin að skrifa þér, að Friðrik hefur
lofað mér að slíta gersamlega sambandinu við
ókunnu stúlkuna? Og veiztu, hvernig stendur á
þessu? Ég iét tala um fyrir mér að fara með
honum i veitingagarð, þar sem dansað var. Þar
lét ég hann sverja mér, að hann mundi aldrei aftur
sjá hina stúlkuna. Hljómsveitin var að leika, og
það var reglulega hátíðlegt. Svo leit hann í skóla-
tösku mína og fann nafn mitt á stílabókunum og
sagði í fyrsta skipti við mig: „Sallý!" Það hijómar
allt öðruvísi hjá honum en þegar þið mamma
segið það við mig.
„Þér eruð mjög elskuleg stúlka, Sallý," sagði
hann.
„Þér eruð lika ágætur, Friðrik."
„Friðrik? Af hverju haldið þér, að ég heiti
Friðrik?"
„Ég veit það frá systur minni. Ég átti að hafa
gætur á yður."
„Gott og vel: Friðrik og Sallý ..."
„Já, Friðrik og Sallý. H’n eiginlega ætti þetta
að heita: Friðrik og Kut.“
„Það stendur í stjörnunum. Eigum við að
dansa ?“
Mér brá við. Ég hafði aldrei áður dansað á
opinberum stað, en ég vildi ekki segja honum
það, og þess vegna sagði ég: „Ég kann ekki
að dansa, Friðrik."
„Sérhver stúlka kann að dansa, ef rétti mað-
urinn leiðir hana. Ungar stúlkur dansa með
hjartanu."
Það er töluvert mikið, sem ég þarf að gera
fyrir þessar 20 krónur á dag. Nú verð ég meira
að segja að dansa. En hann er fullkominn sem
dansherra. Vissir þú Þetta?
Má ég á morgun fara i bláa kjólinn þinn? Eftir
hádegið verður nefnilega hátíð í skólanum, og
það gæti viljað svo til, að ég hitti Friðrik á heim-
leiðinni. Sparikjóllinn minn, sem ég annars hefði
farið í, er sannarlega allt of barnalegur ... Ég
verð að hætta. Viltu bráðlega senda mér það, sem
ég hef lagt út? Héðan af munu engin útgjöld
bætast við.
Marga kossa. Sallý.
Laugardagur.
Elsku Rut min.
Ég skrifaði þér ekki í gær, og ég get varla sagt
þér, af hverju. En ég er ákveðin að segja sumn-
ingnum upp, enda var ég alls ekki góður leyni-
lögreglumaður. Auk þess, segir Friðnk, má mað-
ur ekki taka borgun fyrir eitthvað, sem maður
hefur gaman af.
Ég skrifa þér í dag þegar fyrir hádegið, því að
fyrst og fremst er skóiafri í dag og svo er mér
i kvöld boðið á stað, þar sem Fnðrik kemur líka.
Rétt í þessu kom bréfið þitt. Mamma kom með
það hingað inn tii mín. Ég las það strax, og ég
þakka þér kærlega fyrir peningana. En að þú
skulir vilja gefa mér rauðu peysuna. Nei, ég má
ekki þiggja hana, — fyrirgefðu, en það er virki-
lega ekki hægt. En það er mjög elskulegt af þér.
Ég hef hengt hana aftur upp í skápinn þinn og
nota hana ekki lengur. Ég skil ekki vel, hvað
amar að mér. Allt er svo ómögulegt. Ég get ekki
sagt þér, af hverju og hvernig, — en ég sef illa
á nóttunni, ég get ekkert borðað, hjartað er þungt
i mér. Kannski leyniþjónustan hafi verið of erfið
fyrir mig? Mamma segir ég sé alveg vitlaus á
taugunum, og það er rétt hjá henni. Ég gleymi
öllu, hlusta ekki einu sinni á það, sem mér er
sagt. I ensku fékk ég núll í gær. Æ, Rut, hvað
er bara að mér?
Um Friðrik er ekkert að segja. Hann er eins
og alltaf. En nú hefur hann bara ekki lengur
rautt bindi við brún föt, heldur stálblátt. Ég
keypti það handa honum fyrir fyrstu peningana,
sem ég fékk hjá Þér. Hann hefur líka keypt sér
nýjan hatt, og ég varð að fara með honum og
velja fyrir hann. Stúlkan í hattabúðinni ávarp-
aði mig frú. Það var gaman, — en annars er
ekkert lengur gaman, stundum vildi ég helzt
deyja eða fara í klaustur.
Komdu bráðum til baka til þinnar, — ég held
mjög óhamingjusömu Sallý.
Sunnudagur.
Elsku, elsku einasta systir min.
Furðulegt hefur skeð. Ég hef misnotað trúnað
þinn, ég hef svikið þig. Við Friðrik erum orðin
ástfangin hvort af öðru. 1 gær tók hann mig í
faðm sér og kyssti mig. Og ég kyssti hann aftur.
Við getum ekki lengur lifað hvort án annars. Það
sagði hann. Ég veit það sjálf síðan fyrir Iöngu,
dögum saman, frá fyrsta deginum. Nú veit ég
ekki lengur, hvað ég á að gera ... Ég hef hagað
mér svo illa gagnvart þér, að ég get aldrei fram-
ar staðið augliti til auglits við þig. Mér hefur
dottið í hug að fara langt, langt I burtu, svo
að ég sjái Friðrik ekki framar, en það dugir
ekki heldur, af því að ég er ekki búin með skól-
ann. Þvi meira sem ég hugsa um allt þetta, þvl
meira gefst ég upp. Hvað munu foreldrarnir
segja, og hvað munt þú segja? Hvers konar mann-
eskja er ég, sem tekur sér eitthvað frá öðrum?
Þú áttir Friðrik, og ég vissi það. Þú treystir mér,
og hvað hef ég gert? Mér finnst ég vera svo
lítilfjörleg, svo ósegjanlega ómerkileg. Ég ber
Kainsmerkið á enninu, og mér finnst, að aliir
geti séð það á mér.
Hjálpaðu mér, Rut. Ég hef reynt að biðja til
guðs ... Ef manni þykir vænt um einhvern ann-
an, þá hlýtur maður að vera góður ... En ég er
ekki góð, — ég er vond. Ég finn það Af hverju
varð allt að koma svona? Þú munt aldrei sjá mig
aftur, Rut. Það er bezt ég deyi. Nú veit ég það
fyrir víst, að það er bezt. Fyrirgefðu mér, ef þú
getur, og ásakaðu ekki Friðrik, — viltu lofa mér
þvi? Sökin er öll hjá mér. Ég hef hent mér um
hálsinn á honum. Hann er bezti maðurinn sem
til er. Vertu sæl, Rut, og hugsaðu ekki illa um
mig. Ég var aðeins veil, það var allt ... Fyrir-
gefðu mér, ef þú getur.
Litla systir þín óhamingjusama, sem elskar þig
innilega. Sallý.
Nokkrum dögum seinna.
Elsku Rut.
Ég skrifa þér úr sjúkrahúsinu. Mér er farið að
batna, og í dag mátti ég í fyrsta skipti fara á
fætur. Fyrirgefið mér allt uppnámið.. sem er
komið yfir ykkur út af mér. Þú verður að trúa
mér, að ég féll ekki viljandi út um gluggann.
Það var slys. Ég stóð við gluggann og var að
hugsa til þín, hvað þú mundir segja, þegar þú
fengir bréf mitt. Þá sortnaði mér fyrir augum___
Og hvað skeði eftir það, — það vitið þið betur
en ég.
Ég get ekki skilið það enn, að Hilmar hefur
ekki sagt mér, að hann var alls ekki hann Friðrik
þinn og honum alveg óviðkomandi, — hét ekki
einu sinni Friðrik og var alveg ókunnugur niað-
ur, sem bara i gamni sínu lét mig vera I mínum
misskilningi. Hann hugsaði vist ekki út í það, að
ung stúlka gæti tekið það alvarlega. Hann h-=*fði
að minnsta kosti átt að segja mér sannleikann
kvöldið, sem hann kyssti mig. En hann göi'ði
það ekki heldur. Nú kemur hann hvern einasta
dag til mín, færir mér blóm og biður mig að
verða konan sín. Elns og þú trúir hann ekki, að
það hafi verið slys, þegar ég hrapaði úr glugg-
anum. Ég kenni I brjósti um hann, en ég get
ekki komizt yfir það, að hann hefur logið að mér.
Ég er þó ekki nema 17 ára. — Nú er ég miklu
eldri, þótt ekki sé að árum. Kannski ég giftist
honum samt, því að ég elska hann þrátt fyrir
allt. En ég elska hann öðruvísi núna, ekki lengur
með hamingjuna alla leið inn í fingurgómana ...
Ég skal giftast honum, ef hann vill mig. Kona
getur aðeins einu sinni elskað, jafnvel þótt hún
verði fyrir vonbrigðum og þoli misjafnt.
En ég er hrædd. Ég hef svo oft hlustað á for-
eldra okkar segja frá, hvernig þau kynntust. Hví-
lík innileg hamingja ljómaði þá í augum þeu ra,
þó að þau séu alvarleg og hæg hversdagslega.
Milli okkar Hilmars er lygi upphafið Hvernig
skyldi það fara?
Þú verður bráðum að koma til mín og segja
mér, hvað þú hugsar um þetta allt saman. Ég
vons^ að þú getir eytt sorgum mínum úr hjarta
mér, því að ég veit ekki, hvernig ég á að liía
án Hilmars.
Kemurðu í fyrra málið til mín? -— því að eftir
hádegi kemur Hilmar og vill fá endanlegt svar.
Vertu blessuð, elsku Rut, ég er þrátt fyrir kval-
irnar mjög hamingjusöm, af því að ég hef ekki
svikið þig.
Sallý systir, litla leynilögreglukonan þín, þvl
að svona byrjaði það þó. ★
Fríöa SigurOason þíddi.
CLARK GABLE
Framhald af bls. 7.
Bandaríkin. Leiddi hann fram sem
vitni stúlku nokkra, Franz Doffler,
sem leikið hafði með honum og verið
unnusta hans, unz hann kvæntist
Josephine Dillon.
Að sjálfsögðu þótti blaðamönnum
fengur í að kynnast ungfrú Franz
Doffler. Hún kvað Clark ekki hafa
verið efnilegan leikara, enda hefði
hann haft hin furðulegustu hlutverk
með höndum. Við ætluðum að gift-
ast og eignast tvö börn, sagði hún,
og ég gleymi því aldrei, hvílík von-
brigði það urðu mér, þegar hann
hringdi og kvaðst vera kvæntur
Josephine Dillon.
Börn hefur engin af konum hans
eða ástmeyjum getað alið honum, og
það urðu honum sár vonbrigði, þegar
Kay, síðustu konu hans, leystist höfn
og lá lengi svo veik, að læknarnir
bönnuðu henni að verða aftur barns-
hafandi.
Þegar Clark hafði verið tvíkvænt-
ur og auk þess átt aragrúa ástmeyja,
hafði hann þó I rauninni ekki enn
unnað neinni konu. Það var hin und-
urfagra kvikmyndadís, Carole Lom-
bard, sem fyrst vakti með honum
einlægar tilfinningar á þvi sviði.
Carole var dáð og oflætisspillt ekki
síður en hann, en hún átti þó til
nokkra fyndni og gamansemi. Þau
hittust fyrst þegar I júni 1932, en
þá léku þau saman i kvikmynd. Sú
kynning virðist ekki hafa orðið djúp-
læg, enda voru þau þá bæði gift. Sem
dæmi um gamansemi Carole er það,
að eitt sinn, er hún bauð mörgu hefð-
arfólki til miðdegisverðar, leiddi hún
það inn í borðstofu, þar sem allt var
autt og tómt, en gólfið þakið þykku
lagi af heyi. Lýsti hún yfir því, að
miðdegisveizlunni yrði sem sagt snú-
ið upp í hlöðuball, og þarf ekki að
taka það fram að gestirnir skemmtu
sér óviðjafnanlega þetta kvöld.
Þegar þau Carole og Clark gengu
I það heilaga, höfðu þau því þekkzt
mörg ár, og eflaust hefur þetta orðið
til að auka hjónabandshamingju
þeirra, sem var eins rik og hugsazt
gat, — en stóð þó — þvi mlður —
ekki nema þrjú ár.
Hjónavígsla þeirra fór fram I
marzmánuði 1939 i lítilli og afskekktri
meþódistakirkju. Clark tók sér hvíld
frá leiknum I kvikmyndinni Á hverf-
anda hveli, og þau hjónin flúðu langa
leið til að fá að vera í friði þennan
merkisdag. Þau settust að í húsi, sem
Clark hafði keypt I Encino og var
svo afskekkt, að hann gat riðið lang-
ar leiðir án þess að hitta nokkurn
mann eða sjá nokkurt býli. Carole
var það eitt í hug að gera hann ham-
ingjusaman; hún hafði meira að
segja lært á laun að fara með byssu,
svo að hún gæti fylgt honum á anda-
veiðar. Hún reis árla úr rekkju á
morgnana og gekk með honum lang-
ar leiðir, eða hún hjálpaði honum
við búskapinn. Þau áttu þrjá hesta,
margar kýr, kalkúna, hænsni — og
asna, sem þau kölluðu „Judy". Clark
gróðursetti sítrónutré, Carole var
honum hvarvetna til aðstoðar, og
hann var raunverulega hamingju-
samur í fyrsta skipti á ævinni.
FULLKOMIÐ HJÓNABAND.
— Hvorki á kvikmyndatjaldinu né
í lífinu hefur nokkru sinni sézt full-
komnara hjónaband eða nokkrar
tvær manneskjur átt meiri hamingju
að fagna, sagði Clark Gable einu
sinni. Carole unni honum og helgaði
honum allt sitt líf, — hætti meira
að segja kvikmyndaleik i því skyni,
enda nægðu hin miklu laun hans
þeim báðum prýðilega. Þá þrjá mán-
uði ársins, sem hann tók sér hvíld
frá stðrfum. skildu bau ekki eitt and-
2fi
V I K A N