Vikan


Vikan - 03.03.1960, Blaðsíða 23

Vikan - 03.03.1960, Blaðsíða 23
— Vilt þú að ég eignist barnið? Þætti þér annars vænt um það? spurði Yvette. mig þangaö til ég get fundið sennilega lausn á___ Hún kvaðst hafa leyft Jeanine að heimsækja henni. Ég er viss um aö ég gaf upp nafnið YvetteÍjPisystur sina, sem rekur lítilsháttar gildaskála meö Maudet í búöinni hjá Lachaume, og mér er enn ' ,manni sínum viö Fountenay sous Bois. sem ég sjái ungu stúlkuna skrifa það á umslagið. I, Veður var indælt, — svalt en sólskin. Skyidi ég svo ósjálfrátt hafa lesið upp heimilis- fangið Quai d‘ Anjou, af vana, i stað Quai d‘ Orléans? Ef svo hafði verið, hlaut Albert, þjónn minn, að hafa tekið utan af blómunum frammi í eld- húsi, án þess að lesa það sem á umslaginu stóð, og fleygt þvi í ruslakörfuna vafalaust, er hann sá að ekkert var innan í því. Svo hefði Viviane vafalaust komizt að sömu niðurstöðu og ég, sjálf- sagt farið og rótað í körfunni og fundið bréfið. Það var of seint að senda meiri bióm úr þessu, en næsti dagur var sunnudagur og allar búðir lokaðar. Það hvarflaði ekki að mér, að ég hefði getað farið á blómamarkaðinn hinum megin við hornið. Daginn eftir fór ég ekki til Yvette fyrr en eftir hádegisverö, því að ég vann allan morg- uninn. „Hvað segirðu um að við göngum út og fáum okkur ferskt loft?“ spurði Yvette. Hún fór i bifurskinnskápuna sem ég keypti handa henni í vetrarbyrjun, þá átti hún ennþá heima við Rue de Ponthieu. Henni þykir vænna um kápuna en nokkuð annað i eigu sinni, þvi þetta er fyrsti loðfeldurinn hennar Hefir kannski langað að fara út til þess að geta verið í henni. „Hvert viltu helzt fara?" „Eitthvað. Við skulum bara ganga um göt- urnar.“ Fjöldinn allur af fjölskyldum og hjónaleysum hafði fundið upp á þvi sama og við, og þegar á Rue de Rivoli kom, lentum við i einskonar skrúð- fylgd, með tilheyrandi skóhljóði, sem verður þeg- ar fætur dragast eftir gangstéttinni. t>að er sér- kennilegt sunnudagshljóð, þvi þá hefir fólk ekk- ert ákveðið markmið og gengur þvi hægara, staldrar við til að skoða i búðaglugga. Jólin eru ekki langt undan og áberandi gluggasýningar allsstaðar. Framundan Louvre vöruhúsinu varð þyrpingln að fara gegnum þrönga rennu milli grinda, en við vorum ánægð með töfina, þvi okkur þótti gaman að skoða hið undursamlega ævintýraland, sem þakti alla framhlið hússins. „Ættum við að fara og sjá hvað þeir hafa gert hjá listasafninu og sýningahöllinni?" Nú var komið fram á kvöld. Þreyttar fjölskyld- ur sátu við glóðarlampa úti á kaffistéttunum. Ég veit ekki hvort hún er að gera sér upp nýj- an leikaraskap. Mér fannst sem henni þætti gam- an að líkja eftir miðstéttarfjölskyldum þeim, sem við vorum i fylgd með, enda vantaði okkur ekkert til þess, utan eitthvað af börnum til að leiða. Framhald f nœtta hlaSL VIK A N 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.