Vikan


Vikan - 03.03.1960, Blaðsíða 14

Vikan - 03.03.1960, Blaðsíða 14
 ||lP|lÉpf mmm ■ Allt frá því er Skúli Magnússon byrjaði hina merki- legu starfsemi sína í Innréttingunum forðum daga, hef- ur íslenzkum iðnaði verið heldur lágt lof haldið í sam- anburði við tilsvarandi útlendan varning. Frumstæð skil- yrði og féleysi urðu til þess að koma þessu orðspori á í fyrstu, og það er ekki fyrr en á allra síðustu árum, að nokkrar greinar iðnaðarins hafa hlotið almennings- hylli og hagstæðan samanhurð við sambærilegan út- lendan iðnað. Við trúum því varla, að unnt sé að fram- leiða góða vöru í þessu landi, og það er ekki sízt fyrir þá erfiðleika, sem hafa verið á útvegun erlendrar vöru. Slikir erfiðleikar gera hlutina jafnan eftirsóknarverð- ari, jafnvel þótt þeir séu engu betri. Gólfteppagerð er ein af yngstu greinum íslenzks iðn- aðar, en hún hefur tekizt þann veg, að menn leggja sérstaka áherzlu á orðið „ís- lenzkt“, þegar þeir tala um slík teppi á lieimilum sínum. Það hefur orðið fram- leiðendum hér til framdráttar, að sökum austantjaldsviðskipta hafa flutzt hingað gólfeppi, sem hafa fengið heldur misjafnt orð, enda að miklu leyti úr baðmull. Is- lenzku teppin eru hins vegar úr hreinni is- lenzkri ull, og það er óvenjulegt. Má geta þess, að Bretar, sem taldir eru framleiða ein beztu gólfteppi í heimi, blanda fíher- þræði i ullina til þess að drýgja hana. Is- lenzka ullin er heldur grófari en gerist um ýmsar útlendar tegundir af ull, en hún er mjög sterk og ákjósanleg fyrir þennan iðnað. —O— Við erum komnir í heimsókn til Axminster við Grensásveg, — það er ein þriggja verksmiðja, sem fram- leiða gólftepparenninga úr ullinni okkar. Nafnið er ein- ungis kennt við gerð vefnaðarins. Segja iná, að Axminst- er og Wilton séu þekktustu gerðir vefnaðar á gólftepp- um. I Englandi eru þessar gerðir fáanlegar í mörgum gæðaflokkum, og fer það eftir þéttleika vefnaðarins. Sá gæðaflokkur, sem Axminster framleiðir hér, er ein- um þéttari en algengasti gæðaflokkurinn í Englandi, það er að segja 6x7 þræðir á fertommu. Saint sem áður er sá flokkur allmiklu ódýrari en samsvarandi gerð af útlendum teppum, sem hingað hafa verið flutt að und- anförnu. Framhald & bls. 29. Á Laugavegi 45B eru sýnishorn af framleiðslunnl, og þar geta menn pantað sér teppi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.