Vikan


Vikan - 17.03.1960, Blaðsíða 3

Vikan - 17.03.1960, Blaðsíða 3
GANGANDI FÓLK, SEM HYORKI SÉR NÉ HEYRIR ... Kœra Vika. Ég er atvinnubilstjóri. Óvanur bréfaskriftum og svo pennalatur, aS ég nenni ekki nærri alltaf að svara bréfum gamalla kunningja, og er þó ekki um marga að ræða. Það hefur líka vafist fyrir mér að gera alvöru úr að skrifa þetta bréf, þótt oft hafi mig langaö til þess. Hér i bænum er margt af fólki, sem virðist hvorki heyra né sjá, og maður gæti jafnvel haldið að þvi standi svo gersamlega á sama um hvort heldur það er limaheilt eða stórslasað, lifandi eða dautt. Þetta fólk æðir út á akbraut- irnar, þvert fyrir bílana, kemur ekki einu sinni til hugar að líta í kringum sig áður, og sann- ast oft gamla máltækið, „að liollur er sá er hlífir“, þvi að oft stefnir það sér og öðrum í þvílíka hættu með þessu framferði, að mér kemur ekki til hugar að þakka bílstjórunum það eingöngu, að ekki skuli hljótast slys af. Þetta er síður en svo fyrst og fremst svo aldr- að fólk, að þaö geti verið farið að sljóvgast; ég vil meina að þetta sé mest miðaldra fólk, ungl- ingarnir jafnvel skárri, nema þá krakkarnir, sem leika þetta af óvitaskap. Þetta segi ég ekki til að bera blak af minni stétt, en þetta kæru- leysi gangandi fólks er bæði vítavert og stór- liættulegt. Með þökk fyrir birtinguna. Bílstjóri. Svo mörg eru þau orð, og skal ekki efast um réttmæti þeirra; þeir, sem daglega ferð- ast í strætisvögnum sjá að minnsta kosti oft dæmi þeim til sönnunar. Og annað kemur mér í hug í þessu sambandi, sem bréfritari minnist að vísu ekki á, en það er hve glanna- lega margt af fólki hagar sér, þegar það fer út úr strætisvögnum og þráðbeint yfir göt- una — fram fyrir vagninn — án þess að gera sér, að því er bezt verður séð, það ómak að svipast um áður. Þar hef ég oftsinnis séð að engu mátti muna að ekki hlytist af slys — og einnig verið vitni að þv£ að slys hlauzt af. Slíkt gáleysi á ekki að eiga sér stað. HÚN ER MÍN „DRAUMSKVÍSA" ... Kæra Vika min. Ég er ástfangin af stelpu og það svo hrotta- lega, að ég get ekki um annað hugsað. Hún er min draumskvísa dag og nótt. Það er víst kjánalegt að vera svona, þegar fullt er af stelp- um í kringum mann, en ég get ekki að þessu gert. En hún hefur víst fundiö inn á þetta, því að hún gerir ekki annað en draga mig á asnaeyrunum, til dæmis hefur hún mikið gam- an af að vera að fíflast við hvaða strák sem er, framan í mér. Fari ég aftur á móti að meika mig til við aðrar stelpur, setur hún upp hunds- haus og er i fýlu lengi á eftir. Hvernig á ég að taka henni tak svo um muni, og svo ég sjái hvort nokkuö þýðir að vera að púkka upp á liana eða ekki? Með beztu kveðjum. Óvanur. Þetta er ákaflega vandmeðfarið allt sam- an, og hefur vafist fyrir mörgum vönum að greiða úr slíkri flækju. Skvísur eru nefni- lega torskilið fyrirbæri, og þó sér í lagi „draumskvísur", sem mega teljast óskiljan- legar, og kváðu jafnvel heimsfrægir kjarn- orkufræðingar hafa flaskað á lausn þeirrar ráðgátu. Samkvæmt upplýsingum í bréfi þínu virðist þar að auki um alveg sérstaklega ó- skiljanlega óskiljanlegt draumskvísufyrir- bæri að ræða — til dæmis það, að hún skuli hafa gaman af að draga aðdáanda sinn á asnaeyrunum, fíflast við aðra stráka í ná- vist hans, en setja svo upp hundshaus, ef hann hyggst leika sama leikinn. Hvort nokk- uð þýði að púkka upp á hana — það er ein- mitt flfsin, sem við rís. Ég mundi telja það vafasamt, sem sagt — fyrirbærið er ó- útreiknanlegt ... V I K AN Útgefandi: VIKAN H.F. Ritstjóri: Gísli Sigurðsson (ábm.) Auglýsingast j óri: Ásbjörn Magnússson F ramkvæmdast j óri: Hilmar A. Kristjánsson Verð i lausasölu kr. 10. Áskriftarverð kr. 216.00 fyrir hálft árið, greiðist fyrirfram. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholti 33. Símar: 35320, 35321. 35322. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Bláðadreifing, Miklubraut 15, simi 15017 Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Myndamót h.f. ■ "■ -................ » Ertu kunnupr binum? SVÖR. Vinstri síðan: Laugarnesvegur (að ofan) Klappar- stigur (myndin að neðan). Hægri síðan: Efst: Við Lindargötu. í miðið: Við Hofsvallagötu og Reinimel. Neðst til vinstri: Ægissiða. Til hægri: Mýrargata. Söluumboð: J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H.F. Bankastræti 11. — Skúlagötu 30.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.