Vikan


Vikan - 17.03.1960, Blaðsíða 22

Vikan - 17.03.1960, Blaðsíða 22
HELGA GÍSLADÓTTIR: BARHAGAHðH Ævintýraleg sumardvöl — Hvað viltu okkur? spurði Beta í f/mmta sinn. — Við ætlum á morgun að sækja Jörg cg Hædu. — Nú, hvað með það? spurði Beta. — Við ætluðum líka í hellinn á morgun, eig- um við þá að segja þeim frá því og taka þau með okkur? Þau geta ahtaf sagt frá því, og við sem ætluðum að komast að því sjálf, hvað væri að ske þarna. — Þú treystir þeim ekki, sagði Astrit. — Við getum ekki dæmt um það, því að við þekkjum þau ekki það vel. Kannski eru. þau heiðarleg og kannski ekki, sagði Tom. — Við skulum sjá til á morgun, sagði Peter. — Við getum náð í þau og verið með þeim eitthvað. Við þurfum ekki að vera með þeim allan daginn, og þá getum við farið, þegar við erum búin að vera með þeim, ef við viljum þá ekki taka þau með okkur. — Komum nú niður í stofu til hinna. Við getum lesið, sagði Halldóra. Þau fóru niður og fóru að lesa. En klukkan níu fóru þau upp að hátta og sofa. Morguninn eftir vakti Astrit Halldóru FRAMHALDSSAGA klukkan sjö. Þær fóru inn til strákanna, en þeir voru komnir á fætur og voru að taka til hjá sér. Þær fóru því inn til Betu. Hún var líka vöknuð og var að leita að myndavélinni sinni, af því að hún ætlaði að taka mynd af Jörg og Llædu. Halldóra og Astrit fóru inn til sín og fóru að klæða sig. Þær fóru i stuttbuxur, af því að það var svo gott veður. Þegar þær voru tilbúnar, fóru þær inn til Betu, en hún var farin niður. Þær flýttu sér nið- ur, og þar voru Beta og strákarnir og Johanne. — Hvar er fröken Sörensen? spurði Astrit. — Hún á frí í dag. Nú er kaffið tilbúið. Beta, viltu kalla á fröken Sörensen, og Peter, vilt þú ná í pabba þinn og Jensen. Peter flýtti sér út, en Beta fór fram á gang og að herbergi fröken Sörensen. Hún bankaði, en enginn anzaði. Hún opnaði dyrnar og brá. Sörensen var ekki í her- berginu og hafði auðsjáanlega ekki sofið i því í nótt, því að það var ekki búið að búa upp rúmið. Beta lokaði dyrunum og flýtti sér út. Hún hljóp fram í eldhús. Hin voru byrjuð að drekka. — Mamma, fröken Sörensen er' ekki inni í herberginu sínu, og hún er ekki búin að sofa í rúminu sínu, því að hún er ekki bú'n að búa um sig. Johanne stóð upp og fór inn í herbergið, en hún sá, að þetta var satt hjá Betu. Hún fór inn í eldhús og settist við borðið og hélt áfram að drekka. Þegar þau voru búin að drekka, kallaði Tom á þau upp í her- bergið, sem hann svaf í og sagði: — Mig er farið að gruna margt misjafnt um frök- en Sörensen. Hún svaf ekki í rúminu sínu í nótt, og í gær, þegar við komum inn i eldhús, var hún að tala við tvo menn, en 11. VERÐLAUNAKROSSGÁTA VIKUNHAR Vikan veitir eins og kunnugt er verð- laun fyrir rétta ráðningu á krossgát- unni. Alltaf berast margar lausnir. Sá sem vinninginn hefur hlotið, fær verðlaunin, sem eru: 10 0 KRÓNUR. Veittur er þriggja vikna frestur til að skila lausnum. Skulu lausnir sendar í pósthólf 149, merkt „Krossgáta“. Margar lausnir bárust á 6. kross- gátu Vikunnar og var dregið úr rétt- um ráðningum. GlSLI KJARTANSSON, Ásgarði 117, Reykjavík, hlaut verðlaunin. 100 krónur og má vitja þeirra á ritstjórnarskrifstofu Vikunnar, Skipholti 33. Lausn á 6. krossgátu er hér að neðan: °SÓLSKINSBROSVÁ° SEGULL°HAKAKROSS ÓTAL0INIR°SKlRAT L°GLUFANDE'KUR°LU AGNAR°S°lRAR°SIN RR°RISI0NI° °LIND BÓK°NKSVANALANGA R°ÁS'°ÓTlNDDAUFUG OSTUR°ANDI°SKÓRL SKlNAAMAR°STUNGA HÖND°RE°ÓSK°RlNS °KA0UMRÓT0ÆF0Al° °KNAPIKSTlÐIR°RE STAFPRIK0SIKILEY 22 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.