Vikan - 17.03.1960, Blaðsíða 26
AÍlmaylPMedí/e:
nema þá sjaldan að hann víkur talinu að Hosmers
Hreystigjafa.“
Hosmer tók góðlátlega undir hlátur þeirra, þótt
hann væri á hans eigin kostnað. „Ekki hafði ég
neina hugmynd um það,“ sagði hann, „að við ætt-
um eftir að verða slikrar hamingju aðnjótandi
úti í eyjunum."
Lily yppti öxlum. „Ég var orðin svo þreytt á
snjónum og kuldunum og hríminu á trjágrein-
unum, svo mér datt i hug, að það gæti komið
sér vel að eiga völ á sólskini nokkra hríð. Það
er liðið rúmt ár síðan að maðurinn minn lézt —
hann var skipamiðlari, eins og þér vitið."
„Já, þér hafið sagt mér það,“ svaraði Hosmer
og rödd hans var þrungin samúð. „Sorglegt, mjög
sorglegt. En nú er engu að síður tími til þess
kominn, að þér lyftið yður dálítið upp í hópi
glaðra kunningja, Hvar ætlið þér að dveljast í
eyjunum?"
„1 Cay-Karibb gistihúsinu."
„Það er skemmtileg tilviljun," varð Karen að
orði, „við frændi minn ætlum einmitt að búa
þar. Gaman að eiga þar kunningja ...“
Lily Lewis-Pattersen bar hendina að kverk sér,
svo glóði á gimsteininn í gullbaug hennar. Hún
veifaði Hosmer í kveðjuskyni af ódulinni ást-
leitni, öldungis eins og það væri sjálfsagt og eini
umgengnismátinn, sem til greina kæmi með karli
og konu. Svo brosti hún glaðlega til Karen og hélt
áfram för sinni, og hver hreyfing hennar var
þrungin yndisþokka og kvenlegum töfrum.
Hosmer horfði á eftir henni og hirti ekki um
að leyna aðdáun sinni „Við kynntumst í sam-
kvæmi fyrir nokkrum dögurn," sagði hann. „Mér
er alltaf boðið í þessháttar samkvæmi nú orðið;
samræðurnar snúast að mestu leyti um peninga-
mál. Ég er samur og ég var og hef verið öll
Þessi ár, sem mér gekk ekki neitt, en aðstaða
mín í bönkunum hefur hins vegar breytzt. Við
ræddum saman góða stund, hún og ég. Hver veit
— ef ég hefði kynnzt slíkri konu fyrir tuttugu
árum ...“
Hosmer varp þungt öndinni. Svo hækkaði hann
röddina og þrumaði fullum hálsi. „Þú hefur ung-
an mann, svipaðan þér að aldri, í kjölfarinu telpa
mín. E'igum við að venda kvæði okkár i kross?
Ég kæri mig ekkert um að þú sitjir og saknir
þessa sjóliða öllum stundum. Skilurðu það, að
við förum þetta ferðalag samkvæmt þinni eigin
ákvörðun. Ég bað þig að koma með mér. Raunar
þræti ég ekki fyrir það, að ég var svo eigingjarn,
að gera mér vonir um að þú mundir koma. Það
er mér einstök ánægja, að ég skuli geta veitt
þér flest það, sem fáanlegt er fyrir peninga —
það, sem þú hefur aldrei getað veitt þér — og
ef til vill lika stuðlað að því, að hin fagra söng-
rödd þín verði þeirrar þjálfunar aðnjótandi, sem
hugur þinn stendur til. En fyrst og fremst vil ég
gera þig hamingjusama. Og ef þú hefðir ákveðið
að leita hamingjunnar með þessum náunga í
Pawney Falls — sá smábær hefur þó varla upp
á neitt þessu svipað að bjóða, er það?“
Karen fann að hún roðnaði í vöngum. Henni
datt ekki annað i hug, en að hver einasti farþegi,
sem með flugvélinni var, mundi hafa heyrt hvað
frændi hennar sagði og væri nú að brjóta heil-
ann um samband hennar og sjóliðans. Þrátt fyrir
gnýinn frá hreyflunum fjórum, var rödd Hosmers
svo sterk, að hún barst og bergmálaði um allt.
Káren . var öll í föðurættina hvað það snerti, að
hún vildi hafa sem hægast um sig og vera sem
mest út af fyrir sig, og henni var ekki eins illa
yið neitt og lausmælgi um sinn eigin eða ann-
arra hag.
Engu að síður var rödd hennar lág og þægileg,
þegar hún svaraði: ,,Nú þætti mér vænt um að
þú færir fram í setustoíuna svolitla stund, Hosmer
fféendi. Ég er dálítið þreytt."
„Sjálfsagt, sjálfsagt," rnælti hann enn hærra
en 'nokkruysirini fyrr. Hann reis úr sæti sinu og
gekk til fogru, dökkhærðu flugfreyjunnar, sem
staðið hafði á ganginum um hríð og sýnt far-
þegunum hvernig ætti að meðhöndla flotvestin, ef
Ný, hörkuspennandi
framhaldssaga,
sem hefst á
bls. 20.
svo ólíklega tækist til að flugvélin yrði að nauð-
lenda á hafinu.
„Ungfrú,“ mælti Hosmer og laut henni af sömu
hæversku og hún væri hertogaynja. „Frænka min
er þreytt og langar til að sofna."
„Vitanlega, herra minn," svaraði flugfreyjan,
seildist upp í netið yfir sætinu og náði í þykka
og mjúka, ljósbláa ábreiðu, sem hún sveipaði um
hné og fætur Karenar og tróð svæflum báðum
megin við hána, svo að hún yrði stöðugri í sæt-
inu.
Hosmer laut að Karen og bauð henni góða nótt
með kossi. „Ekki svo að skilja, að ég noti þess-
háttar sjálfur," mælti hann lágt við hana, aldrei
sliku vant. „En þú ert óvön hávaðanum í hreyfl-
unum. Hérna er svefntafla, gerðu svo vel — ósköp
væg og öldungis skaðlaus."
„Nei, þakka þér fyrir, Hosmer frændi. Ég hef
aldrei notað svefnlyf, og ég hef ekki neina þörf
fyrir það.“
„Vitleysa, frænka. Hún er öldungis skaðlaus. Þú
gerir það fyrir mig.“
Karen stakk grænni töflunni upp i sig og gleypti
hana, einungis til að koma í veg fyrir að Hosmer
tæki að brýna raustina. Hann sveipaði ábreið-
unni mjúkt og ástúðlega að henni. „Ég skal
vernda Þig og vera þér innan handar, Haren.
Sama á hverju gengur, ég verð þér alltaf innan
handar."
Karen brosti, hallaði sér út af í sætdnu og
hagræddi sér.
„Það er rétt,“ sagði hann. „Þetta er lagið.“
Karen lokaði augunum, og röddin sterka þagn-
aði. Hún sagði við sjálfa sig, að Hosmer Smith
hefði verið sér einstaklega góður. Hann hafði
greitt hærrá verð fyrir ferðaklæðnað hennar,
en faðir hennar hefði getað unnið fyrir með
kennslu sinni við háskólann á heilum mánuði.
Karen gerði sér Ijóst, að þessi vandaði og dýri
klæðnaður krafðist þess af henni, að hún temdi
sér framkomu og látbragð siðfágaðrar og mennt-
aðrar heimskonu, ekki síður en háir trjónuhæl-
arnir, sem hún varð að reyna að venjast og stilla
göngulag sitt við þótt það gengi ekki alltaf sem
bezt, og tízkuklippingin á brúngullnu og hrokknu
hárinu. En - einhvern veginn fannst henni, sem
hún hefði kunnað betur við búninginn sem húri
bar á skógarferðum sínum og í fjallgöngunum. Og
það var alltaf eins og kökkur í hálsi hennar, sem
hún hafði aldrei kennt áður, ekki einu sinni
þegar faðir hennar lézt.
Svona nú, hugsaði hún, hættu þessum heila-
brotum. Það er ekki nema hálfur mánuður siðan
ég var heima í Pawney Falls, og átti ekki einu
sinni það fé, sem með þurfti til að ég gæti lokið
skólagöngu 'minni. Þá hafði mér aldrei komið til
hugar að ég ætti eftir að ferðast i flugvél, sem
þessari, ofar skýjum í skini frá fullum mána, og
blikandi hafið undir.
Hún slökkti á leslampanum, stillti loftdæluna
Þannig að gusturinn stóð ekki beint á hana, horfði
síðan út um gluggann á skýin.
Hún brá nokkrum sinnum blundi um nóttina
og fann, þótt furðulega syfjuð væri, hve myrkari
nóttin varð úti fyrir; stjörnurnar tindruðu svo ná-
lægt, að því er virtist, að maður hefði átt að
geta teygt hendina eftir þeim; skýin virtust hvít-
ari, hafið húmblárra.
Ég hef lesið um hitabeltisskýin, en nú sé ég
þau -eigin augum, hugsaði hún. Á því tvennu er
reginmunur — munar hrifningunni. Hún reyndi
að halda augunum opnum til þess að geta notið
fegurðarinnar til fulls, en varð að gefast upp,
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Einkenniíegt að ég skuli ekki geta gleymt
ósættinni við Doug, hugsaði hún. Við höfum rifist
síðan við vorum bæði smákrakkar. E’n í þetta
síðasta skipti var það gersamlega ólíkt. Hvernig
getur staðið á því, að mér skuli liða eitthvað
svo einkennilega. Ég sé fegurðina, heillast af dul-
töfrum hitabeitisnæturinnar, en samt sem áður
finnst mér, að það sem fyrir mig ber, beri ekki
fyrir mig sjálfa heldur einhvern annan. Þetta
er furðuleg tilfinning. Og auk þess er eitthvað
annað, sem ég get ekki gert mér fulla grein fyrir.
Það er eins og starað sé á mig, ógnandi augnaráði.
En þetta er ekkert annað en heimska mín, því
26
að allír farþegarnir eru í fastasvefni, nema þau
Hosmer og Lily. Og það gæti enginn verið að
horfa á mig, nema þá Hosmer frændi.
Lily hafði tekið ofan litla fjaðrahattinn, þar
sem hún hallaði sér aftur á bak i legubekknum
inni í setustofunni, og platínuljóst hár hennar
myndaði skemmtilega litarandstæðu við ryðrautt
áklæðið. En í nótt gat jafnvel Lily ekki bundið
athygli Hosmers Smith. Hann var með allan hug-
ann hjá frænku sinni, starði bókstaflega án af-
láts á hana, þar sem hún lá og svaf, og hugur
hans var þrunginn sannri ástúð og um leið fullur
kvíða. Hann reyndi þó að sannfæra sig um að
það væri öldungis að ástæðulausu. Karen mundi
ekki saka; Will Roth hafði heitið því og lagt
við drengskap sinn, að ekki skyldi snert hár á
höfði hennar. Og hvað sem annars mátti um þann
mann segja, þá var það metnaður hans að standa
við orð sín. Hitt var svo annað mál hvort Will
mundi geta komið nokkru tauti við hálf-
bróður sinn, kraftajötuninn. Ójú, ekki þurfti að
efa það. Will var vopnaður byssu, og hann hæfði
allt er hann skaut til. Þetta var eina vonin —
bæði fyrir Karen og sjálfan hann. Hosmer hafði
ekki verið við þessu búinn, það var allt og sumt.
Honum hafði aldrei komið það til hugar, að sér
gæti fallið hún svo vel i geð. Það hafði verið
dálitið annað að sitja inni í skrifstofu sinni fyrir
tveim vikum síðan og leggja á ráðin með Will,
þegar hann hafði ekki verið farinn að sjá þessa
frænku sina, frá því er hún var langur og gelgju-
legur stelpukrakki á ellefta ári. En nú, þegar
hún horfði á hann stórum, skærum, móbrúnum
augunum, sem minntu hann á móður hennar,
fullum trausti og trúnaði ... hún, sem var svo
ung og gersamlega óreynd. Hosmer óskaði þess
af einlægni, að hann hefði aldrei setið þennan
fund í skrifstofu sinni, að hann hefði aldrei kynnzt
þessum Will Roth og hann gat ekki varizt þeirri
tilhugsun, að eitthvað ógurlegt væri í vændum.
En það var um seinan að iðrast nú. Þeir mundu
bíða hennar á flugvellinum, þegar vélin lenti. Ef
hann gæti aðeins snúið rás timans við svo mun-
aði hálfum mánuði ...
Það hafði snjóað i New York það kvöld. Þetta
kvöld fyrir hálfum mánuði síðan, þegar Hosmer
Smith tók það allt í einu i sig, að snúa aftur
til skrifstofu sinnar. Lyftan hafði runnið hratt
og mjúklega og Því sem næst hljóðlaust upp á
við. Hosmer fór úr henni á átjándu hæð, og nam
staðar út við gluggann nokkur andartök; horfði
út yfir Madisonstræti og virti fyrir sér hinar
Framhald í nassta blaöi.