Vikan - 17.03.1960, Blaðsíða 18
Hrútsmerkiö (21. marz—20. apr.):
Margt af því, sem ekki hefur gengið
sem bezt undanfarið, mun nú breyt-
ast þér í hag. Þú munt komast að raun
um, að mikils er af þér ætlazt í vik-
unni, og með viljaþreki mun þér takast að stand-
ast allar þær kröfur, sem til þín verða gerðar.
Heillalitur bleikt.
Nautsmerkiö (21. apr.—21. maí): Þú
ert orðin hálfgerð „kjaftakerling" og
lætur allt fjúka, þótt það hafi ekki við
nein rök að styðjast. Reyndu að setja
þig í spor þeirra, sem þú ert að blaðra
um. Þú virðist allt of hræddur við almennings-
álitið þessa dagana.
TvíburamerkiÖ (22. mai—21. júní): Þér
mun vegna vel i flestu í vikunni, en
það verður ekki nema þú leggir talsvert
hart að þér. Þú skalt ekki skeila skolla-
eyrum við ráði, sem þér reyndari mað-
ur gefur þér um helgina.
KrabbamerkiÖ (22. júní—23. júlí):
Menn bíða eftir því með óþreyju að
þú standir við heimboð, sem þú lof-
aðir fyrir skemmstu. Láttu af þessu
verða sem fyrst, Því að það getur veitt
þér einstakt tækifæri í lífinu. Taktu ekki of mik-
ið mark á loforðum í þessari viku. Vertu sem
mest heima við.
Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Ef þú
heldur vel á spöðunum, mun einn
draumur þinn rætast um eða eftir
helgina. Þú hefur hagað þér fremur
barnalega undanfarið og ráðist í ým-
islegt, sem fáfengilegt er. Þetta stafar af óþolin-
mæði, sem þú skalt reyna að sigrast á hið allra
fyrsta. Heillatala 5.
Meyjarmerkiö (24. ágúst—23. sept.):
Nokkrir menn og konur vilja kunningja
þínum miður vel, og skaltu reyna að
rétta hlut hans. Lánið eltir þig á
vinnustað, og líkur eru á stöðubreyt-
ingu eða launahækkun.
Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Ef
þú hefur nægan viljastyrk til að bera
og býður öllu andstreymi byrginn, munt
þú lifa afar hamingjuríka daga. Það
verður lögð fyrir þig gildra, en áður
en þú fellur í þá gildru. mun maður koma þér
til hjálpar mjög óvænt.
DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þú
hefur vanrækt nánustu kunningja þina
undanfarið. Þótt þú sækist eftir félags-
skap nýs vinar, máttu ekki vera það
eigingjarn, að þú gleymir gömlu kunn-
ingjunum. Þú skalt ekki gera neitt á föstudaginn,
sem samvizka þín bannar þér.
Bogmaöurinn (23. nóv.—21. des.): Hætt
er við að þunglyndi grípi þig um helg-
ina, og getur þú einn bætt úr því. Þú
virðist hafá svo mörgu að sinna þessa
dagana, að þú sérð þér ekki fært að
ljúka neinu. Láttu samvizku þína ráða, er þér
býðst dálítið óvenjulegt tækifæri. Framundan eru
skemmtilegir dagar.
Geitarmerlciö (22. des.—20. jan.): Smá-
munir virðast einmitt ætla að skipta
þig mestu næstu daga. Þú skalt verja
frístundum þínum sem mest í hópi
kunningja þinna. Á sunnudag ferð þú
að öllum líkindum á skemmtilegt stefnumót. Þú
ættir að láta verða úr heimboði því, sem þú
hafðir á prjónunum.
Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): I
þessari viku mun allt leika í lyndi, og
þú munt leysa úr erfiðustu verkefnum
án minnstu fyrirhafnar. Peningalega er
vikan þér mjög hliðholl, og þú getur
lifað hóglífi, án þess að hafa samvizkubit út af
því. Lánið leikur við þér í ástamálum. Heillalitur
rautt.
Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Þú
ert allt of þrár og átt bágt með að játa,
að þú getir haft rangt fyrir þér. Þetta
getur komið þér illilega í koll í vik-
unni. Fram að helgi verður vikan
fremur leiðinleg, en þá breytist allt skyndilega I
sambandi við atburð, sem þú hefur lengi beðið.
—!
H.P. í forsíðuskapi
Það er eiginlega vonum seinna, að við birtum
mynd af Halldóri Péturssyni. Hann hefur nú gert
hverja forsíðumyndina annarri frábærari fyrir þetta
blað í meira en ár, og er óhætt að segja, að það hefur
aukið hróður beggja: Halldórs og Vikunnar. Hér á
myndinni er hann að teikna forsíðumyndina, sem er
utan á þessu blaði. Þið ættuð að sjá Halldór, þegar
hann er kominn í forsíðuskap. Það mætti helzt líkja
því við Gunnar á Hlíðarenda, sem vó svo hratt með
atgeirnum, að þrír þóttu á lofti.
Halldór er Reykvíkingur að uppruna, sonur Péturs
Haildórssonar borgarstjóra og konu hans, Ólafar
Björnsdóttur. Hann byrjaði að teikna fyrir alvöru
þriggja ára, stúderaði hjá Guðmundi Thorsteinssyni
um sex ára aldur og síðar hjá Júlíönu Sveinsdóttur,
nam við Menntaskólann í Reykjavík, brautskráðist
1935 og hélt sama haust til Danmerkur til náms við
Kunsthándverkerskolen í Khöfn. Það nám tók þrjá vet-
ur, og að því loknu hóf Halldór störf hér heima við
auglýsingateikningar, en vildi sjá meira og tók sér
far til Ameríku á gamlaárskvöld 1941. Vestur í
Minneapolis var staðnæmzt í hálft ár og numið við
listaskóla þar, en síðan tóku við þrjú ár á Arts Stud-
ents League í New York. Þaðan kom Halldór 1945
og hóf störf að nýju. Síðan hefur hann haldið óslitið
áfram og teiknað hvað sem að kjafti kemur: auglýs-
ingar, bókakápur, Spegilinn, málverk og síðast, en
ekki sízt: kápumyndir á Vikuna. Það sakar ekki að
geta þess í lokin, að Vikan kaupir aðeins birtingar-
réttinn, en Halldór á myndirnar áfram, og þær eru
falar hjá honum fyrir skikkanlegt verð.
og Kjarval í sólskinsskapi
f myndagetraun Vikunnar í næstsíðasta blaði birtist þessi
mynd af Jóhannesi Kjarval listmálara. Einhver hafði orð á
því, að þessi mynd hefði ekki birzt í Vikunni, og það er rétt.
Hins vegar hafa oft birzt aðrar myndir af Kjarval í Vikunni
og meira að segja aldarspegill. Fyrirsögnin á getrauninni var
aðeins: Þið hafið séð þau í Vikunni. — Með því var ekki sagt,
að ekki mætti nota aðrar myndir en þær, sem áður höfðu
birzt. Það eru að vísu þrír dagar, þar til keppninni lýkur, en
sjálfsagt þekkja allir Kjarval, hvort eð er. Jón Kaldal tók
þessa mynd af honum. Þá var hann að koma ofan af fjöllum
eftir langa útilegu og var í sólskinsskapi.
Því möiur getum viö ekki skýrt frá því hvaö
þessi fallega skíöadama heitir, en Viún kom
t: fleygiferö niöur snarbratta brekkuna í
Hveradölum og snarstanzaöi fyrir framan
myndavélina. Þá var ekki um annaö aö gera
en smella af. Hún er líklega ekki nema 11—12
ára, en sagöist fara á skíöi um hverja helgi.
Þeir eru nú fleiri og fleiri. sem iölca þ cssa
heilsusamlegu íþrótt.
— irúr í úlsöluskapi
I póstinum sagöi einhver frá því, aö heilum tveimur
krónum munaöi á tvö liundruö króna \hlut, ef liann var
keyptur á útsölu eöa rétt áöur en útsalan hófst. Þó
haföi verömiöanum veriö breytt, þannig aö svo virtist
sem afslátturinn væri fjörutíu krónur. Allt um þgö
trúir kvenþjóöin á útsölur og bíöur þolinmóö i biöröö-
um án þess þó aö vita, hvaö er veriö aö selja þarna
inni. En þaö hlýtur aö
vera eittlivaö spennandi
fyrst svona margir blöa.
Þarna hafið þið skáldið, þetta
eina islenzka skáld: il poeta
islandese. Eggert dvelst löngum
á Italfu og þjónar fegurðarþrá
sinni og listum. Nýlega kom löng
grein um Eggert f ítalska viku-
blaðinu Oggi, og þar var ísland
að sjálfsögðu gert að umtalsefni
um leið. Eggert var hér á ferð-
inni nýlega ásamt hinni ítölsku
konu sinni.
Þettá er Agnes hin franska. Hún er ósvik-
in Parísardama, en á þessari mynd situr
ln'm í grasi og lítur út eins og kanpakona i
sveit. Hún er ekki sérlega frönsk týpa, en
uppruninn kæmi ef til vill betur í ljós, ef
öll málning væri þvegin af henni. En sem
sagt: Agnes Laurent er að verða fræg kvik-
myndaleikkona. Það verður ekki sagt, að
hún ógni heimsveldi Birgittu Bardot enn þá,
— en koma timar, segir hún — og tyggur
puntstráið íhugul.
u vaeta mandese