Vikan


Vikan - 17.03.1960, Blaðsíða 10

Vikan - 17.03.1960, Blaðsíða 10
Það er einhver óróafiðringur í blóði okkar. Okkur dreymir um ástina. Það er unun að finna, að einhver elskar mann, því að þeim, sem er elskaður, finnst hann (eða hún) falleg(ur) og að allt snúist um hann i þessum heimi. En sönn ást er það að elska sjálfur. Spurningin: Ert þú gædd(ur) hæfileikum til þess að elska? varðar bæði karla og konur, því að ástin er snar þáttur í lífi hvers manns. Margir, — jafnt ungir sem gamlir, — hafa ekki eins þroskaðan hæfi- leika til að elska og þeir halda. Þess vegna finna þeir oft ekki þá ást, sem þeir eru að leita. Það skiptir mann auðvitað miklu að vita, livaða hæfileika maður hefur til að elska. Það getur hjálpað manni að finna hina sönnu ást. Ef þú svarar samvizkusamlega spurningum þeim og þrautum, sem liér eru lagðar fyrir þig, muntu komast að þvi, hvort þú ert gædd (ur) hæfileikum til þess að elska. Láttu það ekki á þig fá, þótt svörin við öllum spurningunum séu ekki öll fullnægjandi, því að enginn er fullkominn. Fyrri hlutinn, gjörið Jb/ð svo ve/ Fimmtán spurningar s % S Reynir þú að umgangast félaga þína sem mest og kynnast ókunnu fólki? (Já — 15 stig./Nei — 0 stig.) Finnst þér gaman að taka þátt í fjörugum sam- ræðum, og hefur þú yndi af því að rífast og koma með alls kyns ótrúlegustu athugasemdir? (Já — 0 stig./Nei — 25 stig.) Hefur þú áhuga á ævi og örlögum mikilmenna fortíðarinnar, og finnst þér gaman að því að lesa um þau? (Já — 15 stig./Nei — 0 stig.) Mundi þér nokkurn tíma detta i hug að ganga úti á tunglbjartri nóttu, jafnvel þótt kalt væri í veðri? (Já — 20 stig./Nei — 0 stig.) Heldur þú bókhald yfir allar tekjur þínar og útgjöld? (Já — 0 stig./Nei — 10 stig.) Skrifar þú niður öll útgjöld, — jafnvel afar smá- vægileg, — og gengur þú úr skugga um, að engin smávægileg villa sé i útreikningum þinum? (Já — 0 stig./Nei 10 stig.) Drekkur þú mikið af víni, kaffi og öðrum sterk- um drykkjum, — og reykir þú mikið? (Já — 15 stig./Nei — 0 stig.) Hrífur fegurð leikkonu þig nokkurn tima eða karlmannleiki og hreysti leikara? (Já — 10 stig./Nei — 0 stig.) Sérðu kvikmyndir og leikrit með einhverjum vissum leikara eða leikkonu, þegar þú sérð þér fært? (Já — 10 stig./Nei — 0 stig.) % % % Hugsaðu þér, að einhver náinn vinur þinn eigi afmæli. Velur þú gjöf, sem þú hefur alls ekki efni á, jafnvel þótt þú verðir 1 stað þess að hafna öðru? (Já 20 stig./Nei — 0 stig.) Ertu á þeirri skoðun, að menn verði alltaf að hegða sér samkvæmt almenningsálitinu og þvi, sem er viðtekin venja? (Já — 0 stig./Nei — 20 stig.) Geymir þú með mikilli umhyggju ýmsa muni, sem minna þig t. d. á gamla kunningja þina? (Já 20 stig./Nei — 0 stig.) Ertu oft, — kannski alltaf, — hrædd(ur) við það, sem framtíðin kann að bera í skauti sér? (Já — 0 stig./Nei — 15 stig.) Trúir þú oft nánustu vinum þínum fyrir innstu leyndarmálum þinum? (Já — 20 stig./Nei — 0 stig.) Hefurðu yndi af því að dansa? (Já — 20 stig./Nei — 0 stig.) Samtals ............. stig. 10 YIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.