Vikan


Vikan - 17.03.1960, Blaðsíða 6

Vikan - 17.03.1960, Blaðsíða 6
T " Sakamálasaga eítir Sigurd Togeby Vagninn nam staðar, og lítill, grannholda maður i svörtum jakka og röndóttum buxum steig út. Hann sneri sér strax við og hjálpaði litilli sjö ára stúlku niður. — Svona, Ingerlise, þá erum við komin á leiðarenda, sagði hann. — Þetta var skemmtileg ferð, Anders frændi, andvarpaði litla stúlkan. Svale gimsteinasali hnyklaði brýnnar, begar barnið kallaði hann Anders frænda, því að þótt hann væri skírður þessu fornafni, vildi hann alltaf láta kalla sig Armando. Honum fannst nafnið glæsilegra á skiltinu fyrir utan hina íburðarmiklu verzlun hans við aðalumferðar- götuna. Hann beygði sig niður og slétti úr ljósrauðum kjól frænku sinnar. Síðan tók hann silkivasaklút upp úr brjóstvasanum og þerraði fingurna á Ingerlise. Þeir báru greinilega vitni um, að hún hafði verið að borða súkkulaði og lakkrís. Það var ófrávíkjanleg venja, að Svaie gullsmiður færi einu sinni á ári með Ingerlise í Tívolí, og jafnvel í ár, þegar kona hans var farin niður að ströndinni og endurbætur á verzluninni höfðu komið öliu í uppnám um þetta leyti sumars, hafði hann haldið þessari gömlu venju. Ásamt litlu telpunni trítlaði Svale gullsmiður yfir gangstéttina, dálítið þreyttur og andstuttur eftir langan. örðugan dag í steikj- andi hita. — Nú ætla ég að segja mömmu allt um þessa ferð í. Tívolí, sagði Ingerlise litla. — Það var svo gaman að fara í mótorbátana svona oft. Þegar mamma og pabbi koma með, fæ ég aldrei að fara í þá nema einu sinni. Hvenær eigum við að fara aftur í Tívolí, Anders frændi? — Næsta ár, Ingerlise, sagði Svale angurvær. — Nú erum við komin heim. Geturðu sjálf þrýst á bjölluna, ef ég lyfti þér? Hann opnaði garðshliðið og gekk eftir stígnum. Þegar þau stóðu á tröpp- unum, lyfti hann telpunni, og hún þrýsti upp með sér á hvítan hnappinn. Bjallan ómaði inni í eldhúsiu. — Þakka þér fyrir i dag, Anders frændi, sagði hún, og áður en hann lét hana niður, sneri hún við höfðinu og smellti framan í hann kossi. Svale þrýsti henni snöggvast að sér. Það var honum mikil raun að eiga ekki sjálfur börn. Þegar hann lét Ingerlise aftur niður, tók hún að róta í litla veskinu sínu. — Þú átt að fá gjöf frá mér, Anders frændi, sagði hún. — Gjöf? endurtók hann undrandi. — Já. Hún tók eldspýtustokk upp úr veskinu og rétti honum: — Gerðu svo vel! Það er dálitið í honum, sem færir manni hamingju. — Hamingju! — Já, heilladýr. Ég veiddi það sjálf úti í garðinum í gær. Það er maríuhæna, og ég ætlaði fyrst að gefa mömmu hana, en nú átt þú að fá hana. Ertu ekki glaður? — Jú, þetta er allt of mikið, sagði Svale gullsmiður og leit á eldspýtustokkinn. Hann ætlaði að telja Ingerlise á að eiga sjálf heillabjöliuna, en áður en honum vannst tími til Þess að segja orð, voru dyrnar opnaðar, og móðir Ingerlise kom út. Hún brosti glaðlega, þegar hún sá þau, og spurði, hvernig þau hefðu skemmt sér. Ingerlise tók þegar að segja henni frá þessari miklu skemmtan. Móðir hennar ætlaði að bjóða Salve til kvöldverðar, en hann hristi höfuðið. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.