Vikan - 17.03.1960, Blaðsíða 12
Ævar Kvaran:
■ • v .• •;. • • • . .
■ . *'• V ;
■i : :
Kjarnar og kaflar
ur þjóðlegum fróðleik
VESTFIARÐA-GRIMUR
Iskammdeginu minnumst við íslend-
ingar hinna hjörtu sumarnátta með
söknuði. Þannig er mér sérstaklega
kær endurminningin um eina slika nótt
fyrir nokkrum árum. Flugfélag Islands
hafði tekið upp þá snjöllu nýbreytni aS
lialda uppi miSnæturflugi yfir Island
norður til Grímseyjar, svo að farþegar
gætu fengið að sjá sólina setjast fyrir
norðan heimskautsbaug og rísa að kalla
jafnskjótt aftur úr hafi. Til minja fengu
farþegar svo skrautritað skjal þess efn-
is, að nú væri þeir fullgildir félagar i
Vríkingaklúbbnum, en þann heiður geta
þeir einir öðlazt, sem komizt hafa norð-
ur fyrir heimskautsbaug! Eru á skjal-
inu skemmtilegar skopmyndir af for-
feðrum okkar, og er þetta þannig hið
merkasta plagg.
Ég hafði verið svo stálheppinn að vera
ráðinn túlkur til slíkrar farar, en að
þessu sinni voru flestir farþegar útlend-
ingar. Þessi sumarnótt, sem aldrei
gleymist, var fullkomin að fegurð: —
bjart sólskin yfir öllu landinu um há-
nótt. Útlendingar ætluðu vart að trúa
eigin auguin og áttu engin orð til að lýsa
hrifningu sinni. Er flogið var yfir hin
miklu öræfi um miðbik landsins, varð
mér hugsað til Reynistaðarbræðra, sem
ég þá fyrir skömmu hafði haft þátt urn
í útvarpinu, og annarra karlmenna, sem
dii-fðust að leggja yfir Jæssa ægilegu
eyðimörk með sauðfé um hávetur.
En það var ekki ætlun min að segja
þá ferðasögu hér, heldur vaknaði í hug-
anum við endurminninguna um Grims-
ey skemmtileg munnmælasaga frá 17.
öld, sem skráð hefur Árni Magnússon,
en þar segir frá því meðal annars, hvern-
ig Grímsey og Grímsvötn lilutu nöfn
sín. Og hér kemur þá sagan.
Sigurður hét maður, er bjó á Skriðu
(þar sem síðar var klaustur sett). Hann
gat við konu sinni, Helgu að nafni, son,
er Grímur hét. Hann var að fóstri á
Vestfjörðum hjá móðurbróður sínuin.
Þessu samtíða bjó á Eiðum maður sá, er
Indriði hét, með konu sinni, Þóru. Eitt-
hvert sinn hvarf Sigurði kjT sú, er Kráka
var kölluð, og vantaði hana í sex ár. Þá
bar svo við, er Sigurður gekk á fjall í
sauðaleit, að hann fann kúna i dalverpi
nokkru ásamt sex öðrum nautum, sem
af lienni lifnað höfðu; rak hann þetta
heim til sín. Nokkru siðar kom Indriði
frá Eiðum til Sigurðar og falaði af hon-
um til kaups nokkurn hluta þessara
nauta (helming eða þriðjung), hverju
þá Sigurður neitaði. Hóf Indriði tilkall
til nautanna, segjandi, að þau í sínu
landi alizt og leyfislaust gengið hefðu.
Á vorþingi kom þelta mál til greina
meðal þeirra, hvar Sigurður berorður
var við Indriða um þessi málaferli, er
honum þótti af ranglæti rísa. Þessu
reiddist Indriði og vó Sigurð þar á þing-
inu. Þingmenn gripu Indriða þar strax.
Bauð hann bætur fyrir vigið og lukti
án dvalar (óvist hverjum), slapp svo
laus og fór heim til sín.
Strax svo eftir breytti hann svo hvílu
við konu sína, að hann lá hverja nótt
við vegg með kvenbúnað á höfði, en
konan við stokk með slegið hár. Svo liðu
stundir, þar til Grimur var sextán vetra
gamall. Þá bar svo við, að fátæk kona
kom að bæ þeim á Vestf jörðum, er móð-
urbróðir hans á bjó. Henni gaf Grímur
eitthvað þar úr búinu, hverju húsfreyjan
(hans móðurbróður kona) reiddist og
meðal annarra atyrða við hann brigzlaði
honum um, að föður síns ekki hefnt
hefði. Grímur tók svo eggjuninni, að
hann strax bjó sig til ferðar. Mælti móð-
urbróðir hans vel fyrir honum og gaf
honum að skilnaði auknafn, að Vest-
f jarða-Grímur heita skyldi.
Grímur fór rakleiðis austur í átthaga
sína og dvaldist litla hríð hjá móður
sinni, áður svo við bar, að hann fann
þræl eður verkamann Indriða frá Eiðum
rekandi kúna, er fyrrum var um deilt,
og önnur fleiri naut þeirra mæðg-
ina. Þenna drap Grímur svo sem þann,
er við þjófnað tekinn væri, og lýsti
víginu.
Hér af tók Indriði heldur en eigi að
ugga að sér og gjörði sér sterkliga lok-
rekkju. Nokkru síðar fór Grímur heim-
an til Eiða. Bar svo við, að þá hann
þangað kom, sátu menn þar við eld og
töluðu um konur í héraðinu, dragandi
fram sinn hverrar hluta. I þessu tali
hrósaði einn Helgu, móður Gríms, hvað
einum hinna misþokkaðist, og lastmælti
sá henni gifurlega. Grímur, sem að kom,
Framhald á bls. 28.
Mjór eikarbekkur, notaður sem borð fyrir út
varpsviðtæki og einniff til þess að leggja frf
sér bækur og blöð.
Sófi, bekkur eða borð, — allt í einu
og eitt fyrir sig. Þetta er tiltölu-
lega nýtt fyrirbrigði, skil-
getið afkvæmi nútímalistar; frjálst
og létt, en stílhreint að formi og
vel til þess fallið að mynda Iistræna
heild með öðrum góðum
gripum. Svona bekkur getur
verið með ýmsu móti. Algengast
ér, að fæturnir og grindin séu úr
góðum viði, en líka kemur til
greina að hafa fæturna úr svörtu
járni og yfirgerðina úr furu eða öðr-
um ódýrum viði. Þetta getur
orðið allra notadrýgsta húsgagn.
Það má láta útvarpstækið standa á
þvf, það má raða á það
yfirdekktum svamppúðum, og
þá er betra að hafa bekkinn uppi við
vegg og svamp við bakið. Þá má
hafa sessur á bekknum að hálfu
leyti, en nota hitt sem sófaborð
eða nota hann ein-
ungis fyrir blöð og aðra hluti,
sem einhvers staðar þarf að
lóggja frá sér. Að lokum er svona
bekkur mjög handhægur, þegar næt-
urgest ber að garði og önnur
rekkja er ekki fyrir hendi.