Vikan - 15.09.1960, Síða 3
Enginn treystir zebrastrikunum
MEGA VERZLANIR SELJA BÖRNUM
ELDSPÝTUR?
Kæra Vika.
Ég á heima beint á móti byggingu, þar sem
sjoppa er til húsa. Hvað eftir annað sé ég smá-
krakka fara þar inn og koma aftur út með eld-
spýtustokk i höndum. tundum hef ég séð til
þeirra, þar sem þau fara á bak við hús „að
kveikja bál“, og það hefur komið fyrir að þau
hafa kveikt í drasli í öskutunnum, sem kannski
er ekki svo hættulegt, en þó alls ekki útilokað
að slys kunni að hljótast af, þegar smákrakkar
eru að slíku fikti. Hættulegra er það, þegar
]>eim tekzt að kveikja í rusli, til dæmis við ný-
byggingar, og yfirleitt mun það álit allra, að
óvitar, eða hálfgerðir óvitar, eigi ekki að leika
sér að eldinum. Þess vegna langar mig til að
spyrja hvort afgreiðslufólk í verzlunum og
vsjoppum megi selja krökkum eldspýtur? Og
jafnvel þótt ekkert bann sé við því, finndist
mér, að það ætti að taka það upp hjá sjálfu sér
að gera það ekki; það getur hvort eð er ekki
verið neinn teljandi gróði af þeirri sölu.
Virðingarfyllst,
Húsmóðir.
Við vitum ekki heldur hvort nokkur laga-
bókstafur eða reglugerðarákvæði séu fyrir
hendi, sem banni það, að börum séu seldar
eldspýtur — en það ætti að vera. Og við er-
um bréfritara fyllilega sammála um það, að
afgreiðslufólk eigi að hafa vit fyrir óvitunum
hvað þetta snertir, jafnvel þótt nokkur gróði
væri í aðra hönd — hvað þá, þegar ekki er
um neinn gróða að ræða.
• Aö selja övitum eld
• Sænsku fólksvagnarnir
# Þeir eru að eyðileggja
dansstaðina
# Þekktu sjálfan þig
„ZEBRASTRIKIN", UMFERÐIN —
OG LÖGREGLAN.
Iværi póstur.
Hvernig er það með „zebrastrikin“ svokölluðu,
sem máluð hafa verið þvert á göturnar á vissum
stöðum? Var það ekki meiningin, að fótgang-
andi væru friðhelgir fyrir bílum, þegar þeir
væru komnir út á götuna á milli þessara strika,
þar sem ekki væru Ijós lil að ráða umferðinni?
Mig minnir það að minnsta kosti. En hvað skyldu
margir bílstjóran muna það, eðá* viðurkenna
þennan rétt? Og livernig er það með umferða-
lögregluna? Hefur hún eftirlit með því að þeir
virði þennan rétt? Eða er hann kannski niður
fallinn? Það mætti halda það.
Virðingarfyllst,
Þessi ákvæði munu ekki fallin úr gildi.
Ekki get ég neitt dæmt um það, sem Göngu-
móður virðist vilja gefa í skyn með spurn-
ingum sfnum — meðal annars fyrir það, að
ég þori ekki fyrir mitt litla líf að hagnýta
mér umræddan rétt, sjái ég nokkurn bíl á
ferð nálægt, og ekki hef ég heldur séð fólk
hætta á það. Svo virðist sem bæði ég og aðrir
fótgangandi treysti að minnsta kosti ekki
þeirri vernd, sem zebrastrikin eiga að veita,
og ef til vill er það einmitt þetta sem gerir,
að bílstjórunum helzt uppi að taka ekkert
tillit til þeirra.
Sænski fólksvagninn.
SAAB-BÍLARNIR . . . SÆNSKU
FÓLKSVAGNARNIR.
Kæri póstur.
f ágústhefti „Tækni fyrir alla“ las ég grein
um Saab-bílinn, sænska fólksvagninn. Eftir lest-
ur greinarinnar hef ég fengið áhuga á bil af
þeirri gerð, en mér er sagt að enn hafi enginn
umboð fyrir hann hér á landi. Nú langar mig
til að vita hvort þetta sé satt, og hvort ekki sé
nein leið að fá slíkan bíl keyptan.
Virðingarfyllst,
Ein með bíladellu.
Þetta mun vera satt. Enn hefur ekki verið
auglýst neitt umboð fyrir þessa ágætu bíla.
Fyrir það mun vera mjög örðugt að komast
yfir bíl af þeirri gerð, enda er eftirspurnin
mikil, og skammt siðan verksmiðjurnar, sem
eru svo til nýjar, gátu hafið framleiðslu af
fullum krafti.
i
ÞÓTT EKKI VÆRI NEMA VEGNA GREINA
dr. MATTHÍASAR . . .
Kæra Vika.
Þú ert eitt að þeim fáu blöðum, sem stöðugt
fara batnandi. Mikið af því efni, sem þú flytur,
er mjög skemmtilegt, og sumt stórfróðlegt og
athyglisvert, eins og til dæmis greinaflokkar
dr. Matthíasar Jónassonar. Þó ekki væri nema
þeirra vegna aðeins, væri þú vel áskriftargjalds-
ins virði, einkum finnst mér síðasti greinar-
flokkurinn, „Þekktu sjálfan þig“, eiga erindi til
hvers einasta manns. Með beztu kveðjum og
þökkum.
Jóhann
Þessi greinarflokkur hefur vakið mikla at-
hygli, og eins var það með greinar dr. Matt-
híasar um uppeldismálin. Viðtökurnar sem
þessar greinar hafa fengið sanna, að les-
endur „Vikunnar" kunna vel að meta fróðlegt
og gott lestrarefni, enda eru þær svo Ijóst
skrifaðar, að allir hafa þeirra not.
f VON UM GÓÐAN FÉLAGSSKAP.
Kæra Vika.
Ég þakka þér allar ánægjustundirnar, sem ég
hef haft með þér. Sérstaklega hef ég gaman af
að fylgjast með stjörnuspánni. Framhaldssög-
urnar eru yfirleitt ágætar, en sumar framhalds-
sögurnar finnst að hafi verið helzt til langdregn-
ar. Fram að þessu hef ég ekki keypt Vikuna nema
við og við, eða í lausasölu, en nú er ég stáðráðin
i að nota gott tækifæri og gerast fastur áskrif-
andi. Hvernig er það — er hætt að lesa úr rit-
handarsýnishornum? Með fyrirfram þakklæti og
von um góðan félagsskap með Vikunni.
Kærar kveðjur.
Kaupakona.
Vikan þakkar hlýjar kveðjur. Jú, það er
rétt, það er hætt að lesa úr rithandarsýnis-
hornum — en svo hefur sitthvað komið I
staðinn.
SÍFELLT ÞRENGRA OG ÞRENGRA
UM DANSENDURNA.
Viltu koma þeirri umkvörtun minni á fram-
færi, að dansplássið á þessum samkomustöðum
i borginni sé alltaf að þrengjast, eigendurnir
taka alltaf meira og meira pláss undir veitinga-
borðin, en láta sér standa á sama um þótt fólkið,
sem þó er fyrst og fremst komið til að dansa,
geti svo ekki hreyft sig. Þetta finnst mér mesta
ósvifni. Maður verður að kaupa rándýrar veit-
ingar til þess að fá tækifæri til að dansa, og
getur svo ekki notið neinnar ánægju af dans-
inum, þvi að þessi dans verður svo ekkert ann-
að en það að nuddast utan í þá, sem næstir
standa. Þessu finnst mér þurfa að kippa í lag.
Mér finnst að þeir, sem reka þessa skemmti-
staði, séu skyldir til að sjá gestunum fyrir dans-
svæði.
Vinsamlegast,
Dansunnandi.
Umkvörtun þessari er hér með komið á fram-
færi. Við höfum rætt þetta við nokkra, sem
oft eru gestir á slíkum stöðum, og þeir segja
sömu sögu, og mun þetta því vera rétt. Það
er fráleitt að gestunum skuli vera ætlað svo
naumt danssvæði, að þeir geti ekki haft neina
skemmtun af dansinum.
Dansgólfin verða sífellt þrengri og þrengri.
Hvað á það lengi að ganga svo?
Göngumóður.
3
VIKAN