Vikan - 15.09.1960, Side 8
geng
ég
aftur"
segir
Einar
í
Hval-
nesi
Okkur er gjarnt að álíta að forfeður okkar,
þeir sem fyrstir byggðu landið, hafi verið okkur
meiri að vallarsýn og líkamlegu atgervi. Mann-
fræðingar, sem meðal annars hafa rannsakað
bein beirra, munu þó á annarri skoðun — en svo
rótgróin er þessi tröllatrú orðin með okkur, að
það þarf meira til að uppræta hana en henda okk-
ur á fevskin mannabein og segja að þar höfum
við staðreyndirnar. Við tökum ekki alvarlega
bær staðrevndir, sem eiga að sanna okkur, að þeir
Keill Skallagrímsson, Gunnar á Hlíðarenda og
Grettir hafi verði tæplega meðalmenn á hæð,
kiðfættir og axlasignir.
Þessi „tröllatrú" kvað vera rótgróin með öllum
kvnstofnum eða velflestum, óg jafnvel okkar
„tröllstóru" og hamrömu forfeður munu hafa
inni. sem hver kynslóð taki að arfi frá annarri, og
hvgvð risakyni; það kemur fram i sögnum og
kvæðum. er beir skrásettu. Sumir visindamenn
telia. að betta stafi af gevmd í undirmeðvitund-
nni. sem hver kvnslóð taki að arfi frá annarri. og
eiei rætur sínar að rekía til þess að jörðin hafi
endur fvrir löngu verið byggð risum. og finna
beir margt til stuðnings beirri kenningu. En —
á meðan beir geta ekki tínt fram beinin, verður
hver og einn að ráða við siálfan sig, hvort hann
aðhvllist þá „tröllatrú" eða ekki.
Varla mundu þeir vantrúuðu þó standa lengi
stöðugir í vantrú sinni, ef þeir ættu þess kost að
sitia um stund andspænis Einari kaupmanni frá
Hvalnesi í Lóni, hevrðu hann bregða á glens og
reka upp þann hlátur, sem hæst lætur og er
með mestum ósköpum allra hlátra á Islandi á
óöld .okkar. Þegar hann hallar sér aftur á bak,
hlær og lyftir báðum höndum — og það eru ekki
neinar smáræðis hendur — eins og hann vilji
blessa yfir smámennin ...
Blessa — bað er einmitt það, blessa yfir sam-
tiðina og lífið. Því að þótt Einar sé svo mikilúð-
legur. brimsorfinn og veðraður, að ekki þurfi
mikið ímyndunarafl til að gera sér í hugarlund
að þar hafi einhver af hamradröngunum við Lón
gengið á land, og hlátur hans sé hreimlíkastur
holskeflusvarra og sviptibyljum, þá stafar frá hon-
um svo innilegri hlýju og hlátur hans er þrunginn
slíkri lífsgleði, að ekki þarf að fara i neinar
grafgötur um það, að undir þessum hrjúfa og
stórskorna ham slái heitt og viðkvæmt hjarta.
Og þegar hann lyftir upp efldum hrömmunum,
þarf enginn að vera í vafa um heilindin í bless-
uninni; það má meira að segja fullvist telja, að
hún nái bæði til hagfræðinga, jarðfræðinga og
„Hermanns greysins", því að hvernig sem Einari
kann að liggja orð til þeirrar „þokkalegu þrenn-
ingar“, er honum áreiðanlega hlýtt til hennar
undir niðri, eins og allra og alls. Á sinn hrjúfa
og stórbrotna hátt ann hann öllu, sem lífs er.
Ekki þar fyrir að lifið hafi alltaf verið honum
logn og blíða, enda óliklegt að hann hefði kunnað
því bezt. Brimsjóir þess hafa skollið á honum,
eins og brim sævarins á hamradröngunum við
Lón, og stormar þess um hann nætt. Hann hefur
brotist í mörgu, víða tekið til sínum efldu hrömm-
um, sagt hverjum sína meiningu og hlegið manna
mest og hæst og blessað yfir allt saman, þegar
mest voru umsvifin og gauragangurinn og hörð-
ust sennan við kaupfélagið annarsvegar, en gjald-
eyrisyfirvöld og banka hinsvegar.
— Það hefur gengið illa núna, segir hann,
aldrei eins illa og núna. Það er ómögulegt að
verzla núna, bankarnir eru svo djöfullegir. Ég
hef lengst af staðið einn í stríðinu við kaupfélagið,
en nú eru komnar tvær verzlanir aðrar.
— Hvað ertu orðinn gamall, Einar?
— Sjötíu og sjö ára.
— Og manst vitanlega tímana tvenna ...
— Já, það er óhætt að segja það. Maður er
eiginlega búinn að lifa tvær aldirnar. Eða rétt-
ara sagt — alla fornöldina, því að fyrstu árin,
sem ég lifði, hafði þetta sáralitið breytzt frá þvi
á fyrstu tíð. En svo er það bara þetta, að þegar
maður þykist loks vera farinn að sjá fram á, að
nú muni verða lifvænlegt í landinu — þá er lífið
bara búið, þá er maður dauður, sko. Það er
merkilegt þetta, það er merkilegt. Breytingarnar
hafa orðið svo örar og ótrúlegar, að maður getur