Vikan


Vikan - 15.09.1960, Side 10

Vikan - 15.09.1960, Side 10
ERFIÐIR DAGAR FRAMUNDAN ' : :: Það var sólskin eins og venjulega og söngmennirjnir voru mættir tímanlega og biðu þess, að æfingin hæfist. Fyrsti tenórinn var þarna, einhversstaðar í ná- munda við háa c-ið og' stóð sig vel, þótt Guð- mund Guðjónsson vantaði. Þeir hafa farið í allar utanfarir kórs- ins: Ólafur Magnússon, Þorsteinn Ingv- arsson og Hermann Guðmundsson. Eftir klukkutíma lotu, gefur Sigurður hvíld í nokkrar mínútur og þá láta menn fara vel um sig, eftir því sero hægt er. Sanitaka nú við endurtökum síðasta taktinn og þetta á að vera eins og úr ein- um barka. — Svona já, nú var það i lagi ... Karlakór Beykjavíkur er að æfingum i kennslustofu i Iðnskólanum og þar sem Sigurður Þórðarson er að verki, er ekkert eftir gefið. Það rikir járnagi og þýðir víst ekki annað, ef góður árangur á að nást. Heil lög eða hlutar úr þeim eru endurtekin þar til söngstjórinn er ánægður. Við vor- um þar á vakki eina kvöldstund og okkur skildist, að mikið stæði til. Frainundan er söngför til Ameríku og þeir æfa eins og iþróttamenn fyrir Ölympiukeppni. Kórinn er nú 35 ára og á þeim tima hafa meðlimir kórsins mætt 25011 sinnum til æfinga. Svo lengi hefur að vísu enginn verið i kórnum, af þeim, sem nú fara tif Ameríku, en söng- stjórinn, Sigurður Þórðarson, hefur gegnt því starfi í öll þessi ár að undanskildu einu ári, sem Páll ísólfsson stjórnaði. Við hittum að máli formann kórsins, Harald Sigurðsson, sem syngur tenór. Hann kvaðst búinn að vera formaður undanfarin þrjú ár. — Þið æfið ekki venjulega á sumrin, Haraldur? — Nei, ekki nema eitthvað sérstakt standi til. Nú höfum við æft jirisvar í viku i allt sumar. Ménn hafa orðið að miða sína lifnaðarhætti við það, ef þeir á ann- að borð vildu vera með. Það hefur til dæmis enginn af okkur getað farið til langdvalar út úr bænum. — Eruð þið ekki farnir að þreytast á þessu? — Ekki ég — en annars má búast við því, að sönggleðin bíði einhverja hnekki við svona miklar æfingar. — Verður prógrammið slrangt þar vestra? — Það verða 40 konsertar á 49 dögum, svo þú sérð, að það verður talsvert harð snúíð. Það þarf elcki að búast við því, a? svona ferð sé nein hvíldarreisa. Við för um yfir talsvert slórt svæði, allt norður til Vinnipeg í Kanada en annars verða konsertarnir flestir á svæði norðan við New Vork. Framhald á bls. 34. WsM .1 mm ■ Sigurður Þórðarson er búinn að vera söngstjóri í 35 ár að undanskildu einu ári, sem Páll ísólfsson, stjórnaði kórn- um. Hér er hann í alvarlegum viðræð- uro við bassana. Karlakór Reykjavikítr efndi til happdrættis í tilefni af söngförinni til Bandaríkjanna og Hall- dór Sigurgeirsson, sem hér situr við borðið. er methafi í sölu happdrættismiða. Haraldur Sigurðsson hefur verið formað- ur kórsins undanfarin þrjú ár. Hann syng- ur tenór og er hér fyrir miðju.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.