Vikan - 15.09.1960, Síða 14
hfír uttílitufMíi
Ætlar að eiga íimm börn!
Við gerðum okkur ferð í verzlunina örnólf á
Snorrabrautinni, ekki til að kaupa okkur vinber
eða eitthvað svoleiðis, heldur til að hitta Theo-
dóru Þórðardóttur,
Hún var til i að segja við okkur nokkur orð,
svo við létum dæluna ganga.
Hefurðu unnið hérna í sumar?
Já, annars er ég að hætta.
Jæja, þú hlakkar til þess er það ekki?
Jú, þó maður fái auðvitað leið á því að vera
iðjulaus.
Hvað gerirðu annars, svona þegar þú átt frí,
ekkert sérstakt tómstundastarf ?
Nei, ég bara skemmti mér, og svo les ég, já
Vikuna meðal annars, og : tundu.m spila ég á
gítar.
Hvað lestu aðallega i .Vikunni?
Fyrst stjörnuspána, svo smásögurnar og hitt
með tímanum.
Þú spilar segirðu, syngurðu þá með?
Já, en bara fýrir sjálfa mig.
Hvernig ferðu svo að því að skemmta þér?
Fer á böll t. d., mér finnst gaman að dansa.
Og svo eru bíóin, maður er alltaf á bíó.
Finnst þér nú allt í lagi með skemmtanalífið,
ekkert sem er ábótavant?
Jú, mér finnst að það ætti að vera mikið meira
af klúbbum t. d. jazzklúbbar. Það var einn í
Framsóknarhúsinu í vetur, ég fór þangað oft, og
út á hann var aðeins eitt að setja, það hefðu
mátt vera skemmtiatriði með og svo endilega
söngvari í einhverjum af lögunum. Og í sam-
bandi við skemmtanir, þá er ég mikið á móti vini.
Það er leiðinlegt að dansa við fulla stráka, mér
finnst að þeir sem drekka gætu verið einhvers-
staðar út af fyrir sig, eða bara drukkið heima
hjá sér.
Hver er uppáhaldshljómsveitin þín?
Ja, mér finnst Disco skemmtilegastir og af ís-
lenzkum söngvurum held ég mest upp á Harald
G. Haralds. Svo er líka Svavar ágætur.
Ferðu í skóla í vetur?
Já, ég fer i Verzlunarskólann.
Ætlarðu að taka verzlunarpróf ?
Nei, ég ætla að verða stúdent.
Alveg ákveðin?
Já.
En ef ástin skerst i leikinn?
Það er alveg sama, ég ætla ekki að binda mig
fyrr en ég er búin.
En ætlarðu þá að læra eitthvað í háskólanum,
eða bara gifta þig?
Ætli ág gifti mig ekki, ég er búin að ákveða
að eiga fimm börn, svo það er víst ekki um annað
að ræða. i
Bara fimm börn já, þú ert bjartsýn.
Já, og sá elzti á að vera rauðhærður og frekn-
óttur.
Er tilvonandi eiginmaður kannski rauðhærður?
Nei, hann er það nú ekki, en það verður ein-
hvern veginn að biessasf.
Hvað ætlarðu að gera næsta sumar?
Ætli ég fari ekki út, ég er að safna mér fyrir
því. Svo langar mig lika að verða flugfreyja,
minnsta kosti einhvern tíma.
Til hvaða lands ætlarðu þá næsta sumar?
Ameríku, mig hefur ailtaf iangað þangað.
Hlustarðu á Kanann?
Já, alltaf þegar ég get.
Gætirðu hugsað pér að búa erlendis?
Nei, ekki nema pabbi og mamma kæmu með.
Nú, eiginmaðurir i mundi þá ekki losna við
tengdamömmu ?
Nei, líklega ekki, segir hún og brosir, og það
er auðséð á brosinu a? hún er ekki bara að hugsa
um tengdamömmu.
Ertu nokkuð að h: ;sa um fegurðarsamkeppn-
ina?
Nei, alls ekki.
1 hvað eyðirðu mest peningum?
Ja, ég veit það ekKi, föt t. d., annars er svo
erfitt að fá góð föt hérna.
Saumarðu nokkuð sjálf?
Nei, en ég er farin aö hafa áhyggjur af því,
það kemur sér alltal vel að geta saumað.
Segðu okkur svo að lokum, ertu ánægð með
Hfið? i jfjfla
Nei, ekki alltaf, ekki nærri alltaf.
Það eldist af þér, segjum við spekingslega. Og
kveðjum svo þessa ungu blómadrottningu.
DÆGURLOG
Peter Kraus hefur marga undanfarna mánuði
verið langvinsælasti dægurlagasöngvari i Þýzka-
landi sérstaklega meðal unglinganna, sem tilbiðja
hann eins og guð. Þó að Peter sé enn innan við
tvítugt hefur hann leikið i nokkrum kvikmynd-
um og sungið inn á fjöldamargar hljómplötur.
Hér er ein nýleg, 45 snúninga plata með fjórum
lögum, „Rendezvous mit Peter“.
TEXTINN
MUSTAFA
Nú viljum kveða kátan brag
um karl, sem fór í ferðalag.
Á skipi kokkur kom hann Tyrklands tii
á knæpu settist þar við spil.
„Ja Mustafa, ja Mustafa"
allir sungu „ja Mustafa“
en hvað það þýddi hann ei vissi neitt
en heyrði bara þetta eitt.
Ég settist niður og ofan húfu tók
óðar til mín þjónninn kom með heljarstóra bók:
Flestir heyra ekki Sacha Distel nefndan, án
þess að setja hann í samband við Brigitte Bardot.
En Distel hefur sýnt, að hann getur komið sér
vel áfram, án þess að nota hina heimsfrægu
þokkadís sér til framdáttar.
Sacha lærði snamma að spila á gítar og fimmtán
ára stofnaði hann sína eigin jazzhljómsveit. Hann
er nú talinn færasti gítarleikari sem Frakkar hafa
átt, síðan Django Reinhardt lézt. Og þar að auki
er hann mjög vinsæll dægurlagasöngvari.
Fyrir nokkrum árum bjó hann i New York og
þá söng liann inn á nokkrar plötur, sem strax
„slógu í gegn“. E'in þeirra hét „Brigitte" og rann
auðvitað út eins og heitar lummur. En þekktasta
lag, sem bann hefur sungið inn á hljómplötu
heitir „Scoubidou“, en það söng hann inn löngu
eftir að Bardot-ævintýrið tók enda.
„Ja Mustafa, ja Mustafa"
allir sungu „Ja Mustafa"
en hvað' það þýddi hann ei vissi neitt
og sagði bara þetta eitt:
Ég reigði mig og „Mustafa" ég sagði
og með það þjónninn fór á augabragði
og fiónið kom með fíl í eftirdragi
að íorða mér ég sætti iagi.
Nú viljum kveða kátan brag
um karl sem fór í ferðalag.
Á skipi kokkur kom hann Tyrklands til
á knæpu settist þar við spil.
„Ja Mustafa, ja-Mustafa“
allir sungu „Ja Mustafa“
en hvað það þýddi hann ei vissi neitt
því sagði bara þetta eitt:
Svo sá ég mey, sem ein var úti að ganga
að yrða á hana fór mig strax að langa.
Ég hneigði mig og „Mustafa" ég sagði
en mærin þaut í burtu á augabragði.
Hann flúði burt og fór svo heim til sin
að fara út i lönd er ekkert grín.
En „Mustafa" hann ekki ennþá kann
þó allir skilji þetta nema hann.
„Ja Mustafa, ja Mustafa"
allir þar sungu „Ja Mustafa"
en hvað það þýddi hann ei vissi neitt
og sagði bara þetta eitt:
Mustafa.
I
►
14
V I K A N