Vikan


Vikan - 15.09.1960, Síða 21

Vikan - 15.09.1960, Síða 21
næturiagi hvort eð er, að því er maður fær bezt séð.“ „Við höfum allan daginn til þess," varð Gabri- ellu að orði. „Eigum við þá að hittast hérna við vínskenk- inn?“ Gabriella hugsaði sig um eitt andartak, hristi siðan höfuðið. „Ég held ekki. Það væri heppilegra að þér lituð heim til mín. Þér akið þetta stræti á enda, að benzinafgreiðslu Normans, þar sem þér beygið til hægri. Ég bý í þriðju sambyggingu frá horninu; hún er hvít og blámáluð, svo ekki er um að villast ...“ „Ágætt,“ svaraði ég. „Ég kem þá klukkan hálf- þrjú . . ." „Verði ég ekki kömin heim," bætti hún við, „skuluð þér ganga rakleitt inn. Dyrnar eru ekki læstar, og þér hljótið að finna eitthvað að drekka." „Þetta kalla ég nú gestrisni," varð mér að orði. „Hvað heitið þér nú aftur?" spurði hún. „Al Wheéler." „Allt í lagi. Sjáumst á eftir A1 ...“ Hún sneri sér aftur að speglinum og tók að föndra við hvarmhárin. Ég hélt fram á ganginn. Hafði ekki gengið nema nokkur skref, Þegar tveir náungar miklir vexti komu inn um dyrnar, sem forhengið var fyrir; þeir voru. vel klæddir og virtust ekki fæddir í gær. Ég gekk til móts við þá eins og ekkert hefði i skorizt, en þeir námu þegar staðar og biðu mín. Þegar mig bar að, gengu'þeir skref á hlið og lokuðu fyrir mér leiðinni. „Framkvæmdastjórann langar til að hafa tal af yður,“ mælti annar þeirra mjög svo hæversklega. „Því miður veit ég ekki til að við eigum neitt vantalað," svaraði ég og hugðist halda leiðar minnar. „Dyrnar að skrifstofu hans eru þarna fyrir enda gangsins," sagði hinn. Um leið smeygði hann héndinni inn undir jakkann minn og kippti skamm- byssunni úr axlarfetanum. „Þér hafið vitaniega ieyfi til að bera slík vopn?" spurði hann og skellti í góm. „Eiginlega ekki fyrr en eftir þrjá mánuði," svaraði ég. „Þá á ég hana skuldlausa." „Gamansamur," sagði sá, sem orðið hafði fyrri til að ávarpa mig. „Ég hef gaman af gamansemi. Einkum þegar menn deyja með gamanyrði á vörum." „Við skulum halda áfram," mæiti hann. „Nú er ekki lengur um neinn misskilning að ra;ða, eða hvað?" Hann stakk skammbyssu minpí í jakka- vasa sinn. Við héldum gpnginn á enda, unz við kf) mum að dyrum með áletruðu spjaldi, „Framkvæmdastjóri". Þégar sá Sém fyrr fór hafði knúið dyra, gengum við umsvifáiáust ínn, allír þrir. Þetta var stórt skrífstofuherbergi, búið vönd- uðum húsgögnum. Framkvæmdastjórínn sat víð skrifborð eitt mikið, gert úr rauðaviði. „Fáið yður sæti, Wheeler," sagði hann lágt og rólega, um leið og hann gaf þeim þreklegu bendingu Um að hafa sig á brott. „Bíðið fyrir utan," sagði hatin; þeir fóru og lokuðu hurðinni hljóðlega á hæla sér. Náunginn starði á.mig stundarkorn. Hann leit út fyrir að vera atkvæðamikill framkvæmdastjóri, enda engum vafa bundið að hann var það. Og hann stóð vel að vígi hvað það snerti, að hluta- félagið, sem hann starfaði sjá, eða öllu heldur hringurinn, hafði komið þér þannig fyrir að lög- brot þess voru vernduð af verndurum laga og réttar. „Þér heitið Wheeler," sagði hann kuldalega. „Þegar þér komuð hingað frá Pine City í kvöld, komuð þér orðsendingu á framfæri við Gabriellu þess efnis, að Fletcher hefði ratað í vandræði og þarfnaðist hjálpar hennar." „Laukrétt," svaraði ég. „En hvað kemur það yður við?" „Gabriella er fyrirtækinu ákaflega dýrmæt, eins og sakir standa," svaraði hann. „Einskonar trygg- ing, ef syo mætti að orði komast. Hún getur ekki komið Fletcher til aðstoðar, af þeim einföldu ástæðum, að hún fer ekki fet á brott héðan." „Ég gerði ekki annað en koma skilaboðunum. Kunningjabragð, skiljið þér.“ „Eruð þér nákunnugur Fletcher?" spurði hann mjúkur á manninn. „Ég yppti öxlum. „Ekki get ég sagt það. Ég þekki hann aðeins síðan hann kom til Pine City. Hann hefur í huga að koma á fót einhverri starf- semi þar. Og ég lít svo á, að það geti borgað sig að hafa nokkra samvinnu við hann. Annað er það ekki." „Þér starfið Þá á hans vegum?" „Ekki get ég beinlinis sagt það. Ég hef sjálfur dálitla starfsemi með höndum." Hann kipraði neðri vörina lítið eitt. „Banka- rán, eða eitthvað þessháttar?" „Og ekki er nú sú framtaksemin," svaraði ég og lézt undrandi. „Eins og þér kannski vitið, þá ræður lögreglan öllu þarna í Pine City. Ekkert hægt að hreyfa sig. En maður reynir að bjarga sér eins og bezt gengur." „Þetta þóttist ég líka sjá um leið og Þér komuð inn. Huglaus smáglæpamaður, sagði ég við sjálfan mig,“ mælti hann og röddin var þrungin sjálfs- trausti. „Einn af þessum, sem hnuplar í sælgætisr búðum, og leggur á flótta um Ieið og einhver krakki hrópar að löggan sé að koma." Ég reyndi að virðast hinn vandræðalegasti. „Hvað er það eiginlega, sem á gengur?" spurði ég. „Fletcher bað mig um að tala við stúlkuna. Segja henni að hann væri kominn i afleítan bobba fyrír þetta morð á Scottstelpunni, þar sem löggan. vildi umfram allt klína því á hann. Að hann þurff aðstoðar hennar við. Þér getið þó ekki haft neitt á móti því að maður tali við stúlku. ha?" „Það hittíst svo á, að ég hef talsvert á mótí því “ „Jæja. Þá það. Ég skal þá ekki yrða á hana-. framar." ,.Og ég ætia að leggja yður heilræði að skilnaði, Wheeler," mæltí hann enn. „Þér hafið ekki kjark til að leggja stund á smáglæpi, hvað þá meira. Hvað hafið þér til dæmis við marghleypu að gera — það mundi líða yfir yður, ef þér hleyptuð af skoti. Heybrókum eins og yður er vænlegast að þræða veg dyggðarinnar ..." „Allt i lagi,“ svaraði ég. „Að minnsta kosti skal ég halda heim aftur. En það er bara þetta -—• hvað á ég að segja Fletcher? Hann borgaði mér hundrað dali fyrir ferðina. Eitthvað verð ég að segía honum." „Segið honum að Gariellu líði prýðilega. Hress og hraust." sagði hann, „og að það séu allar likur til að hún verði það. svo framarlega sem hann sendi ekki fleiri af kunningjum sínum til fundar við hana." „Nokkuð annað?" „Ekkert annað. vinur sæll." Hann þrýsti á bjöllurofa á skrifborðinu, dyrnar opnuðust og Þeir þrekvöxnu komu inn fyrir. „Max,“ sagði hann við annan þeirra, „herra Wheeler er á förum héðan, heilsu sinnar vegna. Þú fylgir honum út á flug- völlinn, og heldur þig hjá honum þangað til hanrt kemst um borð í flugvélina." „Það skal gert, herra Fulton,“ svaraði hann hæ- versklega. , Það var þessi Max, sem hafði látið þess getið að honum félli gamansemi vel í geð. Hann leit til mín, síðan á dyrnar. „Þá komum við, Wheeler," sagði hann. „Má ég ekki fá skammbyssuna mina aftur?" bað ég vingjarnlega, en Max leit á Fulton, sem kinkaði kolli. ,.Jú, það er í lagi," svaraði Fulton, „taktu bara skothylkin úr henni svo að hann meiði sig ekki á henni. öðrum stafar víst ekki nein hætta af henni í höndum hans .. .“ FIMMTI KAFLI. Við gafl hússins beið dökkblár kadiljákur á stæðinu; Max gekk þangað, opnaði dyrnar og benti mér að sitjast inn í bilinn. „Seztu undir stýri," sagði hann. Ég gerði sem hann bauð og hann af- henti mér ráslyklana. Ég ók út á brautina, og mér mundi hafa orðið starsýnt á dýrð neonljósaaúglýsinganna, ef ég hefði ekki haft öðru að sinna. Ég ók hægt og gætilega. „Hárrétt, Wheeler,“ sagði Max. „Taktu Þessu með ró, við höfum nógan tima. Það eru að minnsta kosti tvær klukkustundir þangað til flugvélin leggur af stað.“ „Þessi Fulton,“ varð mér að orði. „Hann er aldeilis ekki neitt lamb að leika sér við." „Það leikur enginn á hann,“ tók hann undir við mig. „Þú varst hygginn að fara að ráðum hans mótþróalaust." „Ég þóttist sjá að hann væri ekki mitt með- færi,“ svaraði ég. „Þessi borg er áreiðanlega ekki neitt barnagaman.“ „Þetta er ákaflega friðsæl borg,“ sagði Max. „En vitanlega getur gengið á ýmsu, ef einhver ætlar sér að fara að vaða uppi. Hér er allt í röð og reglu — það er rétta orðið.“ Leiðin út að flugvellinum var greinilega merkt. Ég fór hana undanbragðalaust. E'ftir fimm mín- útna akstur vorum við komnir á ákvörðunarstað. Við stigum út úr bílnum og gengum inn í bið- salinn. Klukkan á veggnum var stundarfjórðung yfir tvö. Næsta flugvél lagði ekki af stað fyrr en klukkan hálfsex. Ég lét stimpla farmiðann og var ekki neitt því til fyrirstöðu að ég fengi far með þessari vél. „Þá er ekki um annað að gera en bíða,“ varð Max að orði. „Hvernig eigum við helzt að drepa tímann — fá okkur kaffisopa?" „Hvernig væri að við réttum svolitið úr hnján- um,“ sagði ég. „Skoðuðum okkur um hérna fyrir utan?“ „Því ekki það. En ég geng ekki langt. Ég er fótaveikur.“ Við gengum út fyrir flugvallarbygginguna. Ég labbaði mig hægt og rólega þangað til við komum í skugga; þar nam ég staðar og horfði út á upp- ljómaðar lendingarbrautir, „Þetta er falleg sjón,“ aagði ég. Frænka lÖgreglustjórans í Pine City finnst myrt á dyraþrepinu heima hjá honum og felur hann leynilögreglu- manninum Wheeler, rannsókn málsins. Vitað er að sú myrta hefur verið á snærum spilavítiseiganda, er dvelzt nú sem flóttamaður í Pine City og fellur þegar grunur á hann um morðið. Wheeler þykist fljótt sjá, að lykilinn að lausn gátunnr muni helzt að finna í Las Vegas, bregður sér þangað, en eigandi „Höggormsaugans“ sendir vopnaðan „starfsmann“ með hann ut á fugvöll, að hann hafi sig á brott Wheeler tekst þó með hörkubrögðum að snúa hann af sér, heldur aftur inn í borgina, þar sem hann hefur mælt sér mót við nektarsýningarmærina, Gabriellu, sem þekkir ýmis leyndarmál spilavítisins, og verður kært með þeim, síðan snýr Wheeler aftur heim til Pine City og beinir nú rannsókn- inni sér í lagi að Rex nokkrum Schafer blaðamanni. VIKAN 1 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.