Vikan - 15.09.1960, Síða 22
Fyrir hverju er draumurinn?
Draumspakur maður ræður draumi fyrir lesendur Vikunnar
Ef yður dreymir þá drauma, að yður leiki forvitni á um þýðingu þeirra, þá skrifið Vikunni,
pósthólf 149 og bréfinu verður komið til draumráðniijgamannsins. Ráðning kostar ekki neitt,
nema menn vilji fá skriflegt svar, beint frá draumráðningamanninum. Þá kostar ráðningin
50 krónur og bréfið verður að láta í ábyrgð.
Til draumráðandans.
Fyrir nokkru dreymdi mig að ég væri með
vini mínum og ég væri að tala við hann og
skamma liann í draumnum. Svo flýtti hann
sér frá mér og fór úl um gluggann. Fyrir hverju
ér draumuiinn?
Ella.
Svar lil Ellu.
Draumurinn táknar að þn munir eitja nokk
uð óuppgert við vin þinn, sem þarf að [i
útrás.
Til Draumráðanda Vikunnar.
Fyrir stuttu dreymdi mig að ég væri á dans-
leik og var ég að dansa við góðkunningja minn.
Hann var með hjarta um hálsinn og leyfði
hann mér að opna það. Inn í hjartanu sá ég
dásamlega fallegan garð og var mikið af fall-
egum rósum þar. Fyrir neðan myndina af garð-
inum stóð: „Þetta er garðurinn“ og einnig
skámmstöfunin á nafni og mér fannst það
alveg ósjálfrátt eiga við mitt nafn.
Skömmu áður dreymdi systur mína að ég
væri í bió og sat ég hjá pilti, sem ég þekki
lítilsháttar, en annar piltur (sá sami og i hin-
um draumnum) stóð þar rétt hjá og horfði
á okkur. Pilturinn, sem sat hjá mér tók þá
fremur ljótnn hring af hendi minni og lét
annan fallegri í staðinn, en hinn pilturinn
liorfði sorgmæddur á.
Með fyrirfram þökk,
Lisa.
Svar til Lisu.
Draumur 'systur þinnar merkir að þú varst
mpð pitti, sem var heldur leiðinlegur fgrir
þinn smekk, en svo kynnistu öðrum mikið
bctri. Ilinn fijrri draumur merkir að sá pilt-
ur mun trúa þér fgrir sínum innstu leyndar-
máltim, og hamingjusöm málalok ástamáia
þinna,
Iíæri Draumráðandi.
Fyrir nokkrum vikum dreymdi mig all ein-
t. milegan draum, að mér fannst. Ég þóttist
f.,rst vera að leggja af stað á liesti, frá litlum
óásjálegum bæ, sem mér. fannst vera heimili
mitt. Ferðinni var heitið til borgarinnar, þar
eigi all langt frá, á mikla hátíð þar. Hesturinn
minn var brúnn, stór og stæltur. Mér fannst
cins og einhver sérstakur skilningur væri á
milli okkar. Betri heldur en á milli margra
vina. Reið ég nú gegnum dal, þar sem við kom-
um að sandhóli einum stórum. Mjó reiðgata
lá utan í honum. Við héldum út á þessa götu
eða stíg. Á miðri leið mættum við skartklædd-
um riddara á hvítum, stórum hesti. Ég horfðist
i augu við riddarann og fannst eins og það
væri lífsspursmúl að hann viki úr vegi. Gerði
hann það. Mér fannst ég gleðjast en riddarinn
var auðsjáanlega óhemju reiður.
Brúnn hneggjaði hátt og ég sneri mér við
og rak upp gleðióp. Hélt nú ferðin áfram.
Komum við hrátt að borgarhliðinu og fórum
við þar inn fyrir. Alls staðar var fólk og gleði.
Ég og Brúnn vorum komnir inn í miðja borg-
ina. Var þar einhverskonar skemmtun, sem
mig langaði að taka þátt í. En kona ein, auð-
sjáanlega hefðarfrú, hló að mér og hæddi og
benti á fátækleg föt min. Mér sárnaði þetta
tnjög og ]>aut á stað á Brúni í áttina út úr
borginni. í borgarhliðinu stóðu tvær litlar
stúlkur og héldust í hendur. Brúnn var á
harða hlaupum, svo ég gat ekki stöðvað hann
og hljóp hann á milli stúlknanna og sleit sund-
ur handaband þeirra með hringu sinni. Þegar
spplkorn var komið út fyrir borgina stöðvaðist
Brúnn og hélt svo áfram fetið. Ég fór nú að
hugsa um hve það hefði verið kjánalegt að
flýja. Þð varð að lokum úr að við snérum við.
Kvöld var komið og engin mannssála sjáanleg
á götunum. Eða kannske var það nótt. Hófa-
skellir Brúns glumdji á steinlögðum götunum
í kyrrðinni. Við vorum komin niður að „Upp-
sprettu gleðinnar.“ En það var á. Vatnið dökkt
en lýsist upp við daufa tunglsgeisla. Allt í einu
heyrði ég hrópað á hjálp úli í ánni og sá ég
skömmu siðar höfuð koma i ljós upp úr vatns-
skorpunni. Ég stakk mér umsvifalaust til sunds
og bjargaði konunni, en þetta var nefnilega
kona. Fólk hafði safnast saman á árbakkanum
og fagnaði mér ákaflega. Mér var sagt að nú
ætti ég þessa konu, þvi að þeim, sem bjargað
væri frá drukknun úr á þessari væri eign þess
er bjargaði. Ég leit undrandi á konuna og sá
þá að þetta var sama konan og hafði hæðst
að mér fyrr um kvöldið. Ég horfði út yfir
uppsprettu legðinnar og afþakkaði síðan kon-
una, en fór á bak Brúni og sagði við sjálfa
mig: Uppspretta gleðinnar, svo vaknaði ég.
Bára.
Svar fil Báru.
Draumurinn merkir að leið þín mtini liggja
til þéttbýlisins, þegar þú hefur valið þér
mttka. Þú munt koma, sjá og sigra. IJpphaf-
lega mun vera þin þar vera niðurlægjingu
undirorpin, en að lokum muntu hljóta verð-
skttldaða virðingu allra.
Til Draumráðanda Vikunnar.
Mig dreymdi i gær að mér fannst að ég
Framald á bls. 24.
Nei, nei, þaö er
engin liætta á að
liann fari illa með
þær, Iiann ætlar bara
að flytja þær svolílið.
Þar að auki eru þær
úr vaxi.
Þetta er Nína Wess-
el, það er að segja
Nína án Friðriks, en
með hund. Hann heit-
ir „Osorio", ættaður
frá Chile og er sagð-
ur dagfarsbezti hund-
ur, þó með einni
undantekningu, hann
þolir ekki menn í
smóking. Þetta er
sem sagt mjög alþýð-
Jegur hundur.
Áður roðnuðu konur
þegar þær sköminuðust
sín. Nú skammast þær
sín þegar þær roðna.
Við fiskveiðar ríður á að sýna
mikla varkárni — það er að segja
ef maður er fiskur.
Dwight D. Eisenhower.
Kvennagull
Hér er svo sá alvinsælasti um þessar
mundir, og það er ekki að ástæðulausu
eins og þið sjáið. Hann heitir Horst
Buchholz, þýzkur að ætt og uppruna, og
var trúlofaður Romy Scneider. Hér sést
hann í myndinni „Afsporet ungdom“ með
leikkonunni Karin Baal, og liver ykkar
vildi ekki vera í hennar sporum, stúlkur. i