Vikan - 15.09.1960, Side 26
Carabella
»g“ llax Factor
Sigrún Gizzurardóttir var
komin heim til sín austur
að Akurey í Landeyjum, en
Vikan gerði sér lítið fyrir
og heimsótti hana þangað
og hafði meðferðis vcrð-
launin. Hér er Sigrún með
hrífuna úti á engjum og
verðlaunin í hendinni.
<1 Ágústa hlaut þau verðlaun-
in, sem eftirsóknarverðust
þóttu: Hún var kjörin
Sumarstúlka Vikunnar 1960
með yfirgnæfandi meiri-
hluta. Auk þess fær hún
alklæðnað frá verzl. Eygló
og skó frá Iðnaðardeild
SÍS. Ágústa vildi heldur
bíða til haustsins, þar til
Eygló kæmi með haust-
tízkuna á markaðinn — þá
rctlar hún að taka út verð-
launin og ef til vill sjáum
við seinna mynd af því.
Þessar myndir eru af afhendingu verðlauna fyrir þáíltöku
i keppninni um litiiinn „Sumarstúlka Vikunnarl960“. Eins
og að ofan segir, bíður Ágústa eflir liausttízkunni, en Hólm-
fríður Egilsdóttir var um þessar mundir í Kaupmannahöfn,
svo ekki var liægt að ná í liana, en hún fær sin verðlaun
að sjálfsögðu, þegar hún kemur Iieim. Keppnin vakli mikla
athygli og síðan hefur blaðinu horizt fjöldi áhendinga um
stúlkur í keppni að sumri. Ef tii vill förum við þá aftur á
kreik, Jiegar vorar að nýju.
Myndin til vinstri að neðan: Ólafur Magnússon, forstjóri Nærfata-
gerðarinnar AIK, kvað sér það mikinn heiður að leggja af mörkum
kassa með dýrindis Carabella náttfötum eftir nýjustu tízku — einn
handa hverri dömu. Hér afhendir hann Sigrúnu Kristjánsdóttur
verðlaunin.
Max Factor snyrtivörur eru heimsþekktar og þær gátu ekki hugsað
sér neitt betra af því tagi. Verzl. Remedía útbjó fallegan gjafakassa
handa hverri og hér afhendir ungfrú Ilildigunnur Dungal Sigrúnu
Ragnars, fegurðardrottningu íslands 1960. kassa með snyrtiviirum
frá Max Factor.