Vikan - 15.09.1960, Page 31
Meðan eldflaugin vœri burtu i 20
ár á mælikvarða tímans í gcimfar-
inu, gengur jörðin næstum 400
sinnum braut sína kringum sólina,
sem sagt 400 ár. Látið ekki alveg
ganga yfir ykkur, því ýmislegt er
nsagt enn.
Ef farþegarnir koma heim eftir 40
ára fjarveru, samkv. geimtíma, koma
þeir aftur á jörðina eins og hún mun
verða eftir 40000 ár. Ef að þeir hafa
farið með fotoneldfiaug gegnum al-
heiminn, eru þeir sjálfir orðnir 42
árum eldri, meðan hér á jörðu hafa
liðið milljarðar ára. Sólin er að öll-
um líkindum útbrunnin löngu áður
og móðir jörð sveimar útdauð um i
óendanleikanum.
Þá vitum við hvað bíður okkar,
en ]>ar sem ekkert getur hindrað
okkur i að nota ímyndunaraflið,
ættum við að brjóta af okkur alla
hlekki og leggja upp í könnunarferð
lun ævintýralönd Einsteins handan
við rúm og tíma.
Við leggjum af stað frá geimstöð,
sem sveimar í kringum jörðu og
setum stefnuna á gula sól, um 1000
ijósár frá jörðu.
EPlir 5(4 á'rs ferð meðl jafnri
hraðaaukningu, um 10 metra á sek-
úndu, nálgumst við markið með
hraða, sem er aðeins 0,0001 fyrir
neðan ljóshraða. Ef að við gætum
nú mælt fjarlægðina milli geimfars-
ins og stjörnunnar, ætti dæmið að
líta þannig út: 1000-^5,6 = 994,4 ljós-
ár. En hér liöfuin við sleppt einu
mikilvægu atriði, en það er kenning
Einsteins. Tíminn hefur sem sagt
minnkað svo mikið, að það eru að-
eins 5Vi ljósár eftir. Án þess að auka
hraðann, mundi geimfar okkar kom-
asl ])etta á 5Vj ári og ferðin myndi
þá taka alls u. ]). b. 11 ár.
Það er að segja, þetta gildir bara
fyrir þá, sem eru 1 geimfarinu, því
nákvæm úr á jörðinni, mundu mæla
timann allt öðru visi, eins og áður
er sagt kringum 1000 ár.
Við gerum okkur nú 1 hugarlund,
að við gætum fylgst með atburð-
Unum á byggðri stjörnu, sem lægi
1000 ljósár 1 burtu. Öll sagan myndi
þá renna eins og ltvikmynd fyrir
augum okkar, jafnóðum og við næð-
um ljósgeislunum og myndunum með
þeim. Og þegar við stigum út úr eld-
flauginni, mundu 1000 ár vera liðin
á 11 árum.
Ef að við horfum á jörðina þaðan
utan úr geimnum i risasjónauka,
hvað sjáum við þá? Ekki veröld
fulla af bílum og flugvélum, nei, við
sæum inn í fortiðina. Það sjáum við
líka, ef við iítum upp i himin-
inn á stjörnubjartri vetrarnóttu.
Margar þessara lýsandi stjarna, eru
alls ekki lengur til. Þær fórust i
loftsprengingu fyrir milljónum ára
síðan, en þetta gamla ljós er ennþá
á leið til jarðar.
Eftir að liafa haft nokkra viðdvöl
á þessari ókunnu stjörnu, liöldum
við áfram leið okkar til gulu sólar-
innar. En eins og Holberg sagði: Eitt
er að þekkja sjókortið og annáð að
stýra skipinu. Það er næstum ófram-
kvæmanlegt að lialda stefnunni. Því
að þegar að ljósgeislinn aftur úr
véiinni hefur fengið 90% af hraða
ljóssins, uppgötvar flugstjórinn
nefnilega, að áfangastjarnan skiptir
um lit, fyrst verður luin græn, siðan
blá og svo fjólublá og loks hverf-
ur hún alveg.
Þetta kemur af því að ljósið
hreyfist í bylgjum. Ef að stjarna
fjarlægist olckur, geta smám saman
aðeins rauðu ijósbylgjurnar náð til
okkar, og skin hennar verður rauð-
leitt. En ef stjarna nálgast jörðu,
eða að við komum nær lienni, tekur
hún á sig fjólubláan blæ. Gula sól-
in, sem við höfðum að marki, hverf-
ur loks og nú lýsir hún aðeins með
ósýnilegum útfjóiubláum geislum
eða röntgengeislum. Það sem eftir
er af ferðinni verður þvi að fljúgast
með blindfiugsútbúnaði.
Sem stendur er mestur áhugi fyr-
ir byggðum, eða byggilegum stjörn-
um, en þær eru cins og gefur að
skilja dimmar, svo það má kallasl
næstum 'vonlaust verk að finna þær
í óendanleikanum.
En nú skulum við samt gera ráð
fyrir að við séum það lieppin, að
finna hundruð annarra stjarna. Við
veljum eina, til þess að atlniga hana
nánar, og meðan klukKan i káet-
unni gengur í eina sekúndu, þýtur
eldflaug okkar sjö •sinnum kringum
miðbaug þessa hnattar. Það er auð-
vitað ófært, við verðum að draga
úr ferðinni, þannig að við getum
athugað kringumstæðurnar betur. I
flestum tilfellum mun það lcoma í
ljós, að hún uppfyllir ekki þau skil-
yrði, sem þarf til þess að líf geti
þróast þar, eða það sem við eigum
við með þvi, súrefni í loftinu, þyngd-
arlögmál, hæfilegan hita o. s. frv.
Geimfarið eykur hraðann aftur og
ieitinni er lialdið áfram.
Þessar nauðsynlegu aðgerðir eru
veiki punkturinn í kenningunni um
ódauðleika geimfaranna. Því ef að
við endurtökum ])etta, þó ekki sé
nema 10 sinnum, ernm við þegar
orðin 15 árum eldri. Skýringin á
])ví er einföid. Um leið og hægl
er á ferðinni niður í 15000 km. á
sekúndu, ganga klukkur, æðaslög,
andardráttur o. s. frv. aðeins helm-
ingi hraðar .en á jörðinni sem við
yfirgáfum. Þess vegna er það lik-
legra að ferðalangar í liimingeimn-
um verði ellidauða, en að þeir finni
nýjan heim.
Gamla niáltækið um að trén vaxi
ckki inn i himininn og að aðcins
guðirnir séu ódauðlegir, sannast
sjálfsagt hérna llka. Heilbrigð
gagnrýni leikmannsins á fuilan rétt
á sér, þvi búast má við, að enginn
geti umflúið dauðann með því að
kaupa sér farmiða til Andromeda-
þokunnar. Við getum aðeins reiknað
með helmingnum af kenningu
Einsteins.
IÞessari fjarstæðukenndu liug-
mynd, sem ,hér hefur verið lýst, er
haldið fram af mörgum raunsæum
visindamönnum, en álíka margir
líta á þetta sem eintóma vitleysu.
Einstein sagði að vísu, að kæmist
klukka sú, er mælir timann, nærri
hraða ijóssins, mundi tíminn verða
að engu. En hann bætti því við, að
allt efni þykknar um leið. Við þenn-
an óskaplega hraða minnkar geim-
farið og farþegarnir niður i örsmáar
agnir. Og þar sem allt efni er, þegar
allt kemur til alls, aðeins bundin
orka, sú sama og nú losnar í atom-
sprengjum, þá stendur klukkan ekki
grafkyrr um leið og liraðinn nær
ljóshraða. Hún leysist upp og breyt-
ist í ljósorku. Þar af leiðir, að ekk-
ert lifandi getur hreyfst með hraða
ljóssins, hvað þá meiri hraða.
Hinn frægi Nobelsverðlaunahafi,
Sir George Thompson, skrifaði ný-
lega gre-in um tímahugtakið, og var
þar alveg sannfærður um, að geim-
ferð með ljóshraða væri örugg leið
til að yngjast upp. Þetta gaf tilefni
til mikilla umræðna meðal lærðra
manna uin þessi mál og virtust álika
margir vera með og á móti.
Aðeins framtiðin getur ieitt i
ijós, hvort geimferðir manna í eld-
flaugum, sem fara hraðar en ljósið,
eru mögulegar frá tæknilegu og lif-
fræðilegu sjónarmiði. En ef þessi
kenning er rétt og geimfarinn kemur
ungur og hraustur aftur, þá mun
hann ekki, eins og Þyrnirósa, sjá
blómum skrýdda höll við heimkom-
una. Allt önnur og ókunnug jörð
mun bíða hans, jörð, sem að öllum
likindum væri líflaus með öllu.
Þessi óskeinmtilega staðreynd
mun áreiðanlega varna flestum frá
því, að leggja upp i í'erð á heims-
enda. ★
Húsgögn og tvær
kynslóðir
framhald af bls. 13.
uppvakningar séu eins og nátttröll,
sem hafa dagað uppi. Unga kynslóð-
in veit, að listin á víðar lieima en
í ramma uppi á vegg og að það
er í ráuninni enginn munur á vel
gerðum stól og vel heppnaðri liögg-
mynd eða málverki. Hún krefst þess
að húsgögn og húsbúnaður hafi list-
rænt gildi. Auk þess vilja ungar
liúsmæður — og kannski finnst þeim
gömlu það golt líka — að húsgögnin
séu létt og að það sé auðvelt að
komast undir þau með ryksuguna
og flytja þau úr stað.
Ungu kynslóðinni hættir við þvi
að lita á þessa gömlu „fínu ‘ muni
sem skran, en það ætli hún ckki að
gera, enda þótt hún vilji ekki hafa
þá á heimilum sinum. Það er rétt
að bera virðingu fyrir þvi, sem gam-
alt er. Hinsvegar er það mjög eðli-
legt, að ungt fólk vilji ekki hafa
níðþunga stóla og sófa með rósóttu
silkiáklæði inni í stofum hjá sér.
Og þeim mun smekklausara finnst
hinum ungu að hafa þess háttar stóla
á rósóttum gólfteppum ásamt rós-
óttum gluggatjöldum. Þá má gera
ráð fyrir, að bókaskápurinn á
myndinni mundi enga sérstaka
hrifningu vekja, svo ekki sé talað
um íburðarmikla gibsrammana ut-
an um málverkin.
Húsgögnin eru hluti af þvi, sem
skapar „sál“ beimilisins og það er
auðvitað þýðingarmest, að hver og
einn búi sitt heimili með húsgögnum
að eigin skapi. En þegar við litum
á myndirnar tvær, þá er það mjög
auðskilið að húsmóðirin varpar önd-
inni léttara, þegar hún hugsar til
þess að vera laus við gömlu klump-
ana, hvað sem fagurfræðilegum for-
múlum líður. Að vísu kemur ekki
til greina að varpa fagurfræðilegu
hliðinni fyrir borð, en það er þó
fyrir mestu, að húsbúnaðurinn gegni
hlutverki sínu í einu og öllu. Það
væri sjálfsagt auðvelt að gera mjög
fallegan stól, sem þó væri- óþægi-
legur og nálega ónothæfur. En þegar
húsgagnaarkítektar nútimans teikna
húsgögn, þá er tekið tillit til bygg-
ingar mannslíkamans og notagildið
er haft í hávegum. Samt sem áður
hefur það reynzt auðvelt að sain-
ræma notagildið og hinar fagur-
fræðilegu liliðar. ★
Mér er illa við orð-
ið dægurlag
Framliald af bls. 19.
að íslenzkum danslögum sé gert jafn
hátt undir höfði og þeim erlendu,
— Já. Danslagasöngur og lélt tón-
list hafa borizt í hraðvaxandi mæli
inn'yfir landið, auðvitað á útlend-
um tungumálum og með útlendum
mönnum, fyrir milligöngu útvarps,
kvikmynda, grannnófónplatna og
segulbanda. Hvað var eðlilegra, en
að við reyndum að færa þetta sem
inest í íslenzkan búning — að í."-
lenzk skáld á þessu sviði semdu Is-
lenzk lög og texta, sem íslenzkir
söngvarar og hljóðfæraleikarar s\.i
miðluðu þakklátum þiggjendum hér?
Auðvitað gat þetta ekki orðið full-
komið í einni svipan. En með því a?
beita skynsamlegri gagnrýni, hlúa
að því bezta og hafna þvi lélega,
voru og eru hér enn prýðilegur jarð-
vegur og hæfileikar fyrir hendi.
— Finnst þér algeng sú skoðun,
að danslagatónlist sé álitin standa
á lægra menningarstigi en önnur
svokölluð æðri tónlist?
— Já, en ég viðurkenni ekki, að
það sé fyllilega réttmætt, og þvi sið-
ur að svo þyrfti að vera. Ég skil-
greini ekki tónlist eftir flokkum
eða tegundum, — ekki heldur i æðri
og óæðri tónlist, — aðeins sem góða
tónlist — og lélega (þar undir
óholla) tónlist. En á þessum tveim-
ur hugtökum eru að vísu ýmiskonar
tilbrigði. Ég get bent á það að t. d.
Pat Boone, sá ágæti danslagasöngv-
ari, syngur oft texta trúarlegs eðlis
með sínum svokölluðu dægurlögum.
í hans meðvitund eru danslög ekkert
auðvirðilegt léttmeti. Og ég lief
þegar beðið Sigurð Ólafsson að
syngja Heimþrá eftir vin minn
„Tólfta September“ yfir leifum
mínum suður í Fossvogskapellu
áður en þær verða brenndar.
Að lokum langar mig að biðja
Vikuna að skila innilegri kveðju til
þess ágæta fólks um land allt, sera
óskað hefur eftir að lieyra lögi,i
mín, og sent með þeim kveðjur til
vina sinna. Mig langar til að senda
öllu þessu fólki vinarkveðju og
velja til þess íslenzkt lag: Sjá dagar
koma eftir Sigurð Þórðarson.
Ef til vill mundi Rikisútvarpið
vilja flytja þessa kveðju.
VIKAN