Vikan


Vikan - 15.09.1960, Side 33

Vikan - 15.09.1960, Side 33
Ábreiða eftir Austurstræti Framhald af bls. 18. — Ég fór fyrst til sjóróðra, þeg- ar ég var á 12. áriuu, var þá hálf- drættingur. Fermingarvorið mitt reri ég í veiðistöð, sem heitir Kálf- eyri. Þegar ég kom af sjónum, fór ég oft gangandi um tveggja tima leið inn að Holti til spurninga hjá prest- inum. Þegar ég var laus frá spurn- ingunum, lagði ég svo aftur af stað út á Kálfeyri. Var þá oft lagt á sjó- inn um nóttina. — Og svo kom fermingin, — hef- ur kannski fengið hest i fermingar- gjöf? — Ekki svo mikið sem eitt kort. Hafi maður fengið eitthvað betra með kaffinu en venjulega, má víst segja að það væri vegna þess að þetta var á hvítasunnunni. — Snemma hefur þú þurft að leggja að þér með vinnu? — iÞað var sízt að furða. Jörðin Hóll, sem foreldrar mínir bjuggu á, var lakasta kotið i Önundarfirði til heyskapar, en við vorum 17 syst- kinin. Mörg systkina minna dóu á barnsaldri úr landfarsóttum og barnasjúkdómum. En þau sem upp komust hafa flest náð háum aldri. Við erum þrjú systkinin uppistand- andi, öll á níræðisaldrinum. Þegar faðir minn veiktist og varð lítt vinnufær, kom það í minn hlut skömmu eftir ferminguna að taka forustu heimilisins. HANN ÓF LOKÓTT ÓG KÖFLÓTT OG TVIST f TVIST. — Og þá var það helzt sjórinn með búinu? — Fleira var það nú. Ég til dæmis stundaði vefnað með gegningum. Á aldrinum milli fermingar og tvítugs óf ég meira og minna á hverjum vetri, bæði í utanyfirföt, millipils og í kjóla á telpur, einnig tvist í tvist, þ. e. tvisttau. Ég óf bæði lok- ótt og köflótt, þetta var venjulega litað áður en ofið var. Ég komst upp í 300 álnir á vetri og þótti nokk- uð gott. Venjulega var borgað 20 aura á alin, mest 25 aurar. Já, 300 álnir. Við förum að íhuga að þetta hefur verið töluverður spotti, sem Guðmundur hefur ofið i hálfgildings hjáverkum. Það er 200 metra hlaup meðfram voðinni, þegar allt var komið saman eða sem svarar ábreiðu eftir endilöngu Austurstræti í Reykjavik. i i r KOMNIR ÚT ÚR KOTINU. Og Guðmundur heldur áfram: •—• Um tvítugt fór ég í hákarla- legur á skútum. Jú, það var oft slark og erfiðleik- ar. Við vorum t. d. einu sinni taldir af íeinni legunni, því að við vorum ekki komnir inn, þegar kosttíminn var fyrir nokkru úti. Þetta var á skonnortunni Sigríði, en skipstjóri var Helgi Andrésson, kunnur afla- maður og sjósóknari. Við höfðum verið að færa okkur frá Vestfjörð- um út og vestur og vorum komnir út á annað hundrað faðma dýpi út og suður af jökli. Skall þá á norðan stórviðri og var ekki viðlit að létta, svo að skipið dreif undan veðrinu með drekann úti. Hélzt skipið þá upp í sjóana og var það til bjargar, því að annars hefði það ekki af- — Því miður herra minn, mér kem- ur ekkert við hvað sonur yðar hefur gert við aðgöngumiðann. borið þau aftök, sem héldust í hálf- an annan sólarhring. Allan þennan tíma urðum við að ausa lýsi í sjó- inn til þess að verja skipið og draga úr brotsjóunum. Alls hellt- um við um 30 tunnum í sjóinn. Þegar veðrinu slotaði höfðum við verið um 4 sólarhringa á drift og vorum komnir út úr kortinu langt suður í haf. Við vorum heila viku að sigla til lands, en náðum loks lieilu og höldnu til Önundarfjarðar. Fannst fólki jsá sem við værum heimtir úr helju. Næsti túr gekk þá heldur betur. Við vorum úti rúmlega vikutíma og komum inn á hvítasunnunótt með 120 af lifur og þótti það dálaglegur afli. Guðmundur er sögumaður góður og hefur frá mörgu að segja. Hann er íhugull og rólegur í framkonni, vel minnugur á fjölmarga viðburði, sem gerðust fyrir rúmlega 80 árum. Væri freistandi að ræða við hann um forna atburði og hætti, en hvort- ‘tveggja er, að Guðmundur hefur ýmsu að sinna á ferðalaginu, eink- um að heimsækja ættingja og vini, og blaðamaðurinn er ekki alveg vonlaus um að geta síðar fengið tækifæri til að dorga á jjessum mið- um og veitt sitthvað girnilegt til fróðleiks. Við þökkum Guðmundi fyrir komuna og óskum honum góðrar framtíðar. Þeir mega gjarnan hafa skegg Framhald af bls. 19. að mér að búa úti á landi. — Hefurðu ekkert út á strákana hér að setja? — Nei, ekkert sérstakt, þeir eru auðvitað nokkuð misjafnir. Einu strákarnir, sem ég þoli ekki eru þeir sem ekki er hægt að tala við, þ. e. a. s. vita ekkert meira en maður sjálfur og geia aldrei ráðið fram úr neinu. Það eru herrarnir sem eiga að stjórna, þetta mega allar rolur taka til sín. — En ertu ánægð með þá að öðru leyti? — Já já, og jieir mega gjarnan liafa skegg. — Einmitt, þú nærð sjálfsagi i bónda með skegg. — Það var nú ekki ætlunin. — Hvað mundirðu anars gera ef þú ættir nóga peninga? — Kaupa mér íbúð og lekkert inn í liana, svo bíl og lifa í lúxus. •—- Eyðirðu ekki miklum pening- um í föt? — Nei, yfirleitt ekki, það fer mik- ið meira i sælgæti og smávegis. — Hvar vinnurðu svo? — í Lyfjaverzlun ríkisins, af- greiði ýmiss lyf. — Jahá, kanntu vel við j)ig? — Já, já, það er ágætt. —• Kannski ekkert tækifæri til að lifa í lúxus? — Nei, alls ekki. — Geturðu ekki fengið þér svo- litla sælu í pillum? — <Nei, segir hún og hlær, ég hef nóg með að komast í mat í hádeginu. Dásamlegt, alltaf ung og falleg, ég nota daglega Rósól-Crem með A vitamínl. Það hefur undraverð áhrif á húðina, engar hrukkur, en mjúk og falleg húð. Það gjöra einnig tugþúsundir annarra íslendinga. Gf þér eða fyrirtæki yðar viljið bera fjöldan- um fregnir af vörum yðar eða þjónustu þá segið sögu yðar hér í smáauglýsingadálkum VIKUNNAR. Hringið i 35320 og fáið upplýsingar ; um verð og kjör. Þá rekum við allt í einu augun í mynd á skrifborðinu af myndarleg- um pilti með skegg. — Hvað, þú sagðist ekki vei-a trúlofuð? — Nei, han ner á síld. — Hvað gerir hann á veturna? — En nú er ekki hægt að toga orð upp úr henni. Svo við sáum okkur ekki seinna vænna en að hypja okkur. ★ VIKAN 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.