Veðrið - 01.04.1959, Blaðsíða 3
VEÐRIÐ
TÍMARIT HANDA ALÞYÐU UM VEÐURFRÆÐI
KEMUR ÚT TVISVAR Á ÁRI - VERÐ ÁRG. KR. 30.00
1. HEFTI 1 959 4. ÁRGANGUR
RITNEFND: JÓN EYÞORSSON
FLOSI H. SIGURÐSSON
PÁLL BERGÞÓRSSON
HLYNUR SIGTRYGGSSON
AFGREIÐSLUSTJÓRI:
GEIR ÓLAFSSON
DRÁPUHLÍÐ 27. SÍMI 15131
PÁLL JiERGÞÓRSSON:
Tvenns konar tíðarfar
Upp úr nýári í vetur komu tveir kaflar með gerólíku tíðarfari. Frarn í þorra-
byrjun var þrálát norðaustanátt með frostum og tíðunt snjógangi norðan lands
og austan, en bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Síðan skipti algerlega um veð-
urlag og sífelldir umhleypingar gengu yfir landið vikum saman, skiptust þá á
rigning, snjókoma, stormar og liægviðri, en vindurinn hljóp milli flestra átta,
aðallega þó þeirra suðlægu og vestlægu.
Hvort tveggja er þetta hýsna algengt hér á landi, og þykir því hlýða að gera
þetta tvenns konar tíðarfar að umræðuefni hér í Veðrinu.
VeÖur og tiðarfar.
Áður en lengra er haldið þykir rétt að spjalla dálítið um merkingu orðanna
veður og tiðarfar, þó að hún muni flestum lesendum að vísu augljós. Veður
eða veðrátta á oftast við stuttan tíma, hluta úr degi eða nokkra daga. Tið eða
tiðarfar á við lengri tíma, hluta úr mánuði eða nokkra mánuði.
Það er varla út í hláinn, að í málinu eru til orð um veðrið með svo ólíkri
merkingu. Menn ltafa fyrir löngu veitt því athygli, að i veðráttunni eru til mjög
mislangar sveiflur. Annars vegar þær, sem stafa frá einstökum lægðum, liins
vegar langvinnir kaflar, sem fara eftir því, livar lægðirnar leggja helzt leiðir
sínar þann mánuðinn.
Frá sjónarmiði veðurfræðinga er það býsna mikilvægt, að unnt sé á þennan
liátt að greina langvinnar sveiflur í veðráttunni, því að þess vegna má gera
sér vonir um, að unnt verði að spá veðri nokkrar vikur fram í tímann. En
út í þá sálma skal ekki farið hér, lieldur gengið beint að efninu.
Þráviðrin i janúar.
Á kortinu fyrir 15. janúar kl. 11 má sjá ýmis helztu einkenni tíðarfarsins í
janúar. Fyrsta og sjálfsagðasta einkenni landnyrðingsins er háþrýstisvæðið yfir
Grænlandi. Þessi geysilegi ísskjöldur Grænlands, studdur af liamragörðum strand-
arinnar og allt að því þriggja kílómetra þykkur, hefur mikil áhrif á veðurfar
Islands, bæði hein og óbein. Kuldinn á þessari óravíðu jökulbungu og kæl-
VEÐRIÐ — 3