Veðrið - 01.04.1959, Blaðsíða 10
„Öfug snjólina i Esjuhliðum". Þarna hefur verið rigning neðst i hliðunum,
þá bleytukafald, sem festist i skriðunum, en efst frostsnjór, sem skefur burtu.
Norðangúlpur hylur suðurhliðar fjallsins niður að Festi, en svo heitir klettaröð-
ullinn inn af Esjubergi. — Guðmundur Agústsson vélfrœðingur tók myndina.
Við fjallgöngu lækkar loftþrýstingur um einn mm við hverja 11 m (1 millibar á
hverjum 8 m). Við að klífa meðalhátt fjall, eins og t. d. Esjuna, komast menn
þvx í loftþrýsting, sem er nokkru lægri en minnsti loftþrýstingur, sem mælzt
hefur við yfirborð sjávar. Reynslan sýnir, að menn þola loftþynninguna misvel,
sumir fá höfuðverk og aðra vanlíðan í tiltölulega lítilli liæð.
Þetta er skiljanlegt, þegar haft er í huga, með hve miklum þunga lofthjúp-
urinn hvílir á yfirborði líkamans. Loftjxunginn er um eitt kg á hvern flatar-
sentimetra, það eru 10 tonn á hvern flatarmetra, eða um 17 tonn á líkama
meðalmanns. En inni í holrúmum og vefjum líkamans ríkir sami þrýstingur,
þannig að fullkomið jafnvægi ríkir að jafnaði. Við breytingar á loftþrýstingi
raskast þetta jafnvægi um stundarsakir eins og þegar er lýst.
Kafaraveiki má skýra með einföldu dæmi. Tökum gúmmíblöðru og blásum
hana upp með léttri lofttegund, vatnsefni eða helíum, og sleppum henni síð-
an. Elún stækkar og þenst út, eftir því sem hærra kemur, vegna þess að þrýst-
ingurinn á hana að utan minnkar, og hún springur, ef hún kemst nógu hátt.
Ef við drögum hana niður, áður en hún springur, og aukum síðan þrýstinginn
á henni að utan, dregst hún saman og slaknar. A svipaðan hátt liaga frumur
líkamans sér við þrýstingsbreytingar utan frá. Og það er eðlilegt, að gigtveikt
fólk sé öðrum viðkvæmara. Aukin gleymni og aðrar geðbreytingar eru þá af-
leiðing af breytingum í frumum heilans. iVIunnmælasögur um veðurnæmi fá
þá hér með eðlilega skýringu.
10 — VEÐRIÐ