Veðrið - 01.04.1959, Blaðsíða 22

Veðrið - 01.04.1959, Blaðsíða 22
5. Ferill siritandi lojtvogar, pegar kuldaskil fara yfir. Sbr. lesmdl. Fimmta mynd sýnir feril síritandi loftvogar áður og eftir að kuldaskilin fóru yfir Keflavíkurflugvöll. Á undan skilununr féll loftþrýstingurinn, en þegar þau voru komin fram hjá steig loftþrýstingurinn. Rétt eftir klukkan 22 þ. 4. febrúar byrjaði hann að falla og rétt eftir klukkan 4 þ. 5. febrúar byrjaði hann að stíga. Hér hefur verið gerð lítilsháttar grein fyrir notkun og mikilvægi veðurratsjár- innar. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem mér hafa verið gefnar, er bylgju- lengd skiparatsjárinnar, sem notuð er hér við land, kringum 3 sm og „sjónvídd“ hennar er um 50 sjómílur. Veðurglöggur skipstjórnarmaður, sem hefur trausta ratsjá og loftvog um borð, ætti að geta fengið mikilvægar upplýsingar um veð- urfar í næsta nágrenni við skipið, séu þessi tæki notuð á réttan hátt. HLYNUR SIGTRYGGSSON veðurfrœðingur: Er hægt að breyta veðrinu? Um miðjan nóvember 1946 hóf lítil flugvél sig á loft í grennd við borgina Schenectady í New York ríki. Farmur hennar var ekki stór, en allsérkenni- legur, nokkur kíló af muldum þurrís, en svo er lofttegundin kolsýra nefnd, er hún hefur verið kælcl niður í — 78° C, enda er hún þá föst í sér, og líkist ís eða snjó. Flugvélin flaug góðan spöl upp fyrir frostmarkshæð, valdi skýja- lag, sem var í likri hæð og liún, og dreifði þurrís-sallanum yfir það. Gerðust þá einkennilegir atburðir. í slóð flugvélarinnar kom djúp geil í skýið, og að nokkr- um tíma liðnum féll smáskúr úr því, þar sem þurrísnum liafði verið stráð. Mörgum þótti þetta mikil tíðindi. Mönnum hafði nú óvéfengjanlega tekizt að koma af stað regni, þótt í smáum stíl væri. Var þess þá langt að bíða, að hægt yrði að breyta úrkomuskilyrðum á stórum akurlenduin, þar sem uppskeru- VEÐRIÐ — 21

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.