Veðrið - 01.04.1959, Blaðsíða 9

Veðrið - 01.04.1959, Blaðsíða 9
Erlendis liafa menn tekið eftir breytingum á háttum dýra i sambandi við fall loftvogar: Þau verða geðill og uppstökk og áflogagjörn. Þetta gildir m. a. um kýr, hesta, svín og hunda. Sumir segja, að fiskar verði einnig vanstilltari, og kemur |jaö fram á þann hátt, sem þeim er sjálfum fyrir verstu: Þeir verða gráð- ugri og bíta frekar á. í ýmsum ritum islenzkum er greint frá því, hvernig ráða megi af breyttum háttum dýra, að veðurbreyting sé í aðsigi. I Austantórum segir Jón Pálsson þannig frá fjölda veðurnæmra land- og sjávardýra. Þeirra á meðal má nefna hvali, seli, fiska, krossfiska, krabba, kuðunga, marflær, fjörumaðka, brunn- klukkur, margar fuglategundir og húsdýr. Og oftast er það svo, að breytingin á háttalagi dýranna verður fáeinum klukkustundum eða allt að einum til tveimur dægrum á undan veðurbreytingunni. Sú tilgáta, að lækkun loftþrýstings sé aðalorsök þessara breytinga á háttum og líðan dýra og manna, er engan veginn ósennileg. „Kafaraveiki" er alþekkt fyrirbrigði hjá köfurum. Við hverja 10 m, sem þeir fara undir yfirborð sjávar í venjulegum kafarabúningi, eykst þrýstingurinn utan á líkama þeirra sem svarar einni loftþyngd. Einu óþægindin á leiðinni nið- ur eru vegna jrrýstings á hljóðhimnurnar. En sé kokhlustin, jr. e. pípan, sem ligg- ur úr nefkokinu aftur i miðeyra, óstífluð, fær loftið í miöeyranu svo að segja jafnóðum sama þrýsting og að utan. Meðan kafarinn er í kafi, andar hann að sér lofti með hærri þrýstingi en á yfirborði jarðar. Gegnurn lungnablöðrurnar fer þetta loft inn í blóðið og þaðan að nokkru leyti inn í fruniur líkamans. Lofttegundirnar leysast betur upp í fitu en öðrum efnum, og af því leiðir, að taugafrumur líkamans, sem innihalda mikið af fituefnum, taka til sín meira af lofti en flestar aðrar frumur. Meðan þrýstingurinn er að aukast, verður kaf- arinn þó engra óþæginda var af þessum sökum. En þegar hann er dreginn upp, einkum ef það er gert hratt og um óvana er að ræða, kemur „kafaraveik- in“ til sögunnar. Hún lýsir sér aðallega með verkjum í liðamótum, oft gjörsam- lega óþolandi, stundum lamast sjúklingurinn, hann getur fengið banvænt lost eða blóðrásin stöðvazt, vegna þess að loftbólur myndast í æðum eða hjarta. Öll þessi einkenni stafa af Jrví, að Jjegar Jjrýstingurinn í andrúmsloftinu minnk- ar snögglega og þar með þrýstingur Jjess lofts, sem uppleyst er í blóðinu, þá eru frumur líkamans lengur að taka við sér, Jjrýstingsmiðlunin frá Jreim til blóðsins gengur hægar. Þær Jjrútna Jjví og valda þrýstingi á taugaenda, og kemur jjetta aðallega fram í liðamótum og stundunt í mænu. Og svo getur jafnvel farið, Jjótt sjaldgæft muni vera, að loftbólur myndist í blóðinu, eins og að ofan er getið. Til Jjess að verjast Jjesuni ójjægindum, eru ekki önnur ráð en að draga kaf- arann hægt upp, sérstaklega ef hann hefur verið lengi í kafi. Eða leggja hann í hylki eða klefa með yfirjjrýstingi, sent smámsaman er lækkaður, t. d. á fáein- um klukkustundum. Nú er Jjrýstingslækkun sú, sem verður við Jjað að lægð gengur yfir, hverfandi lítil miðað við þrýstingsbreytingar hjá köfurum. Og í flugvélum í 5 til 10 þús- und feta hæð er mun minni loftþrýstingur en nokkru sinni verður á jörðu niðri. VEÐRIÐ 9

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.