Veðrið - 01.04.1959, Blaðsíða 12

Veðrið - 01.04.1959, Blaðsíða 12
af næstu mánuðum á undan. Við jörð er um tveimur gráðum hlýrra í marz en í febrúar. í 2000 'm hæð er liins vegar hálfri gráðu kaldara í marz. Eins er maí hálfri annarri gráðu kaldari en apríl í 2000 m hæð, þó að hitamunur við jörð sé nær enginn. Þetta dæmi sýnir glöggt, hve mikill munur getur verið á kólnun með lræð frá einum mánuði til annars. Þessi munur kemur þó betur í Ijós, þegar niður- stöðutölur nokkurra ára koma saman. Eg lref því skráð meðalhita allra mán- aða undanfarin fimm ár í töflu, sem hér er birt, ásamt 5-ára meðalhita i liverri hæð. Tölurnar eru beint meðaltal af fjórum athugunum á dag, þar sem hver athugun er með hálfrar gráðu nákvæmni, en um mælingar má sjá nánar í fyrsta hefti VEÐURSINS. Eg hef reynt að fá fram sérkenni hvers árs fyrir sig til að geta gert saman- burð og fylgzt með breytingum, sem kunna að verða frá einu ári til annars. Þau sérkenni, sem helzt koma til greina og eg hef valið, eru: 1) Einkennishiti, en það er meðaltal allra liitameðaltala á hverjum 500 rnetr- um upp í tveggja kílómetra hæð. 2) Hitasveifla. Þ. e. mismunur á meðalhita hlýjasta og kaldasta mánaðar árs- ins í 1000 m hæð. 3) Hitafall. Þ. e. hve margar gráður lofthitinn lækkar upp á við að meðaltali á kílómetra. 2. mynd. Daglegar hitabreytingar í 500 og 1500 m hœð, apríl—júni 1958. 12 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.