Veðrið - 01.04.1959, Blaðsíða 4

Veðrið - 01.04.1959, Blaðsíða 4
1. Veðurkort 15. jan. 1959. ,,Hœð yfir Grcenlandi" ing allra aðvífandi loftstrauma, þegar þeir eru knúðir til þess að streynm upp eftir bröttum lilíðum, verður til þess, að þarna verður ákjósanlegt aðsetur fyrir háþrýstisvæði, einkum þó á veturna. Þá blæs vindurinn sólarsinnis kringum landið, og kaldur straumur liggur norðan úr íshafi yfir ísland og Grænlandshaf. Þegar grænlenzka liáþrýstisvæðið verður svona áhrifaríkt, er það venjan, að lægðir ganga austur um Atlantshaf alllangt fyrir sunnan Island. Þau áhrif, sem þær hafa á veður hér, eru því komin úr mikilli fjarlægð. Það tekur alllangan tíma fyrir djúpa lægð að silast frá hafinu vestur af írlandi og til Noregs, en allan þann tíma veldur hún aukinni norðaustanátt á íslandi. Þannig atvikast Jrað, að þessi þráláti landnyrðingur okkar getur vaxið og minnkað með margra daga millibili. Þegar kortið var gert, 15. jan., stóð svo á, að engin lægð var yfir Bretlandseyjum. Loftvogin lækkaði því tiltölulega hægt, þegar dró frá Græn- landi yfir ísland og til Bretlandseyja. Þess vegna var þá hægviðri hér, jafnvel norðan lands var heiður himinn, og víða var hörkufrost, t. d. 15 stig á Akur- eyri um hádaginn. Svona var þetta í viku, lrá 9— 1 (i janúar. En í byrjun mánað- arins og vikuna, sexn fór á eftir 16. jan., var loftvog mun lægri yfir Bretlands- eyjum. Þá var veðrið harðara og éljagangur norðan lands og austan. Um sunn- anvert landið bar miklu minna á þessum Ixreytingum og mátti lieita, að 1,—23. janúar væru bjartviðri og frost. Umhleypingar á þorra. Þann 24. janúar kom loksins SV-átt með muggu og 1—3ja stiga hita vestan 4 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.