Veðrið - 01.04.1959, Blaðsíða 16

Veðrið - 01.04.1959, Blaðsíða 16
Snjóalög i Esju 13. des. 1958. Ljósm.: Flosi Sigurðsson. yíir sjávarmál. Hitt kemur þó einnig stöku sinnum fyrir, svo sem hér hefur verið nefnt dæmi um, að snjór er meiri á láglendi en í fjöllum, og er þá eðli- legt, að spurt só um orsakir. Þann 11. og aðfaranótt þess 12. desember s. 1. snjóaði talsvert um suðvestan- vert landið, og mældist úrkoma um 9 mm í Reykjavík og á Þingvöllum, en tæp- lega 24 mm í Stóra-Botni í Hvalfirði. Frost hafði verið nokkra daga, en um hádegi þann 11. brá til þíðviðris á láglendi og hélzt svo rúman sólarhring. Sök- um þessa þíðviðris og lítils háttar rigningar og slyddu mun snjór hafa verið rak- ur á láglendi í nágrenni Reykjavíkur, þótt frost væri og snjór þurr, þegar hærra kom en rúmlega 200 metra yfir sjó. Þann 12. desember var vindhraði um 20 hnútar (5 vindstig) í Reykjavík, en skafrennings gætti lítið, enda snjórinn rakur, eins og áður segir. Á Hellisheiði var hins vegar mikið kóf, og varð heiðin ófær bílum í fyrsta sinn á vetrinum, ef marka má frásögn dagblaða. Vindur jókst mikið með hæð, og hefur það að sjálfsögðu átt sinn þátt í að skafrenningur var miklu meiri í fjöllum en á láglendi. Samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var vindhraðinn 23 hnútar í 200 metra hæð yfir Reykjanesi á hádcgi þ. 12., en í 1100 metra liæð var tvöfalt livassara. Fyrr um daginn komst vindhraðinn jafnvel upp lyrir 70 hnúta í 1100 metra hæð, en það samsvarar 12 vindstigum. Virðist liggja ljóst fyrir, að snjó liafi að miklu leyti skafið úr efri hlíðum Esjunnar, en skörp umskipti orðið, þar sem hlákunnar gætti, og snjór að mestu legið óhreyfður þar fyrir neðan. Vindur var austan suðaustan og blés því með- fram hlíðum fjallsins. I Akrafjalli voru snjóalög svipuð og í Esju, en hins vegar voru Hengill, Blá- fjöll og önnur fjöll á Reykjanesi hvít upp á efstu- brúnir, enda voru hlíðar þeirra, þær sem sjást frá Reykjavík, í hléi fyrir vindinum. 16 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.