Veðrið - 01.04.1961, Blaðsíða 7
óþyrmilega á því, að brautryðjandastarf er erfitt. Fyrstu árin, sem Veðurstofan
starfaði hafa verið ótrúlega erilsöm fyrir forstjórann, sem þá var eini maðurinn
í stofnuninni með sérmenntun í náttúruvísindum. Sem dæmi um byrjunar-
erfðileika má nefna, að forstjórinn og starfsmenn hans, sem reyndar voru ekki
nema 2—3, urðu að læra að taka á móti veðurskeytum, sem send voru frá út-
löndum með morsemerkjum, því Veðurstofan hafði engan loftskeytamann þegar
það starf var hafið.
Á meðan danska veðurstofan sá um veðurþjónustu hér á landi, voru veður-
spár ekki gerðar fyrir ísland, heldur voru aðeins gefnar út skýrslur um veður-
athuganir. Jafnskjótt og veðurþjónustan komst í íslenzkar hendur voru gerð
dagleg veðurkort í Veðurstofunni, og í miðjum janúar 1920 var byrjað að
gefa út daglegar veðurspár. Kom þetta vandasama starf í fyrstu í hlut forstjór-
ans. — Þegar ég gerðist starfsmaður Veðurstofunnar árið 1929 hafði henni vaxið
svo fiskur um hrygg, að forstjórinn þurfti ekki lengur að annast daglegar veð-
urspár. Ég get því ekki af eigin reynd dæmt um hæfileika dr. Þorkels Þorkels-
sonar sem veðurspámanns, en ég lief heyrt, að hann var talinn traustur veður-
spámaður, enda dreg ég ekki í efa, að svo nákvæmur og athugull maður sem
dr. Þorkell Þorkelsson hafi notfært sér þær fáskrúðugu veðurfréttir, sem þá voru
fyrir hendi, af hinni mestu kostgæfni. Útgáfu veðurfarsskýrslna, sem danska veð-
urstofan hafði séð um, var jafnframt haldið áfram og hygg ég, að forstjórinn
hafi einnig borið hitann og þungann af því starfi í byrjun.
Sem merki um stækkun Veðurstofunnar á meðan dr. Þorkell Þorkelsson veitti
henni forstöðu má nefna, að tala veðurstöðva á íslandi fjórfaldaðist á þeim
árum.
Á síðustu árum fyrir fyrri heimsstyrjöld voru starfræktir jarðskjálftamælar í
Reykjavík á vegum erlendrar jarðskjálftastofnunar. Mælingarnar féllu niður
á styrjaldarárunum, en árið 1925 gekkst dr. Þorkell Þorkelsson fyrir því, að þær
yrðu aftur uppteknar, og annaðist hann sjálfur úrvinnslu úr riturn jarðskjálfta-
mælanna og gaf út jarðskjálftaskýrslur, á meðan hann gegndi embætti sínu.
Hafa jarðskjálftamælingar hér á landi verið á vegum Veðurstofunnar eftir 1925.
Dr. Þorkell Þorkelsson var einnig, ásamt dr. Ólafi Daníelssyni, höfundur ís-
lenzka almanaksins um langt árabil. Þeir Þorkell og Ólafur áttu einnig frum-
kvæði að því, að stærðfræðideild var stofnuð við Menntaskólann í Reykjavík, og
voru þeir aðalkennarar deildarinnar í byrjun, þótt önnur störf dr. Þorkels yrðu
til þess, að liann annaðist kennslu tiltölulega skamman tíma.
í embættisstörfum mátti dr. Þorkell Þorkelsson ekki vamm sitt vita, og ætl-
aðist til hins sama af starfsmönnum sínum. Hann lagði áherzlu á að fá vel
menntaða veðurfræðinga til starfs i stofnuninni og studdi viðleitni þeirra til
þess að auka menntun sína.
Rannsóknarstörf munu þó ávallt hafa verið dr. Þorkeli Þorkelssyni hugstæð-
ust, og ber mikill fjökli rita og ritgerða vott um rannsóknir hans í stærðfræði
og mörgum greinum náttúruvísinda, svo sem veðurfræði, jarðskjálftafræði, jarð-
fræði, stjörnufræði o. fl. Hann ritaði einnig mikið um íslenzkt tímatal.
Að loknu háskólanámi hóf dr. Þorkell Þorkelsson rannsóknir á jarðhita á
6 --- VEÐRIÐ