Veðrið - 01.04.1961, Blaðsíða 9
ADDA BÁRA SIGFÚSDÓTTIR:
Vetrarmisserið 1960-1961
Nóvember.
Tíðarfar var mjög hagstætt nema á Austurlandi, þar voru þrálátar rigningar.
Varla sást snjór í byggð fyrr en undir mánaðarlok. Veður voru lengst af liæglát,
aðeins þ. 29. gerði austan og suðaustan hvassviðri.
Veðurathugunarmenn á Suður-, Vestur- og Norðúrlandi lofa mánuðinn svo til
einum rómi. „Nóvember hefur verið með eindæmum góður“, er skrifað frá
Vegatungu í Biskupstungum. — „Einn ágætasti nóvember", segir Pétur Jónsson
í Reykjahlíð við Mývatn og frá Grímsstöðum á Fjöllum er skrifað: „Það mun
vart hafa korrtið fyrir áður hér, að bændur hafi getað unnið að jarðabótum á
þessum árstíma". Á Húsavík finnast útsprungin blóm og jafnvel á Hornbjargs-
vita sést fífill í lullum skrúða. Jóhann Pétursson, rithöfundur, sem nú er
þar vitavörður, lætur eftirfarandi tíðarfarsiýsingu fylgja skýrslu sinni um dag-
legar veðurathuganir: „Ellefti mánuður ársins var og einnig mildur. Norðaust-
an ög austan voru ráðandi áttir, 8 vindstig þegar mest lét, frost engin að
heitið geti. Skýjamagn mikið fyrri lilutann, oftast hálfskýjað eða meir úr því,
þrátt fyrir það hefur regn fallið naumt. Grös hafa haldið lit til þessa, sölnun
í engu ráðandi, og um miðjan mánuð fannst fílill í fullum Iit í hvilft við læk“.
Þegar kemur að Norðausturlandi, hefur þessi blíði skammdegismánuður skipt
nokkuð um svip. Þórarinn Haraldsson á Þorvaldsstöðum í Skeggjastaðahreppi
skrifar: „Austan- og suðaustanátt lengst af. Stundum hvasst með allmikilli rign-
ingu. Þokumóða og skýjað loft jafnan, mjög dimmt yfir. Jörð var lengst af auð
og þíð, en þ. 25. gekk til norðanáttar og fór að snjóa. Síðan var éljagangur og
snjókoma í þrjá daga með nokkru frosti, en ]i. 30. hlýnaði og lór að rigna, svo
jörð auðnaðist á ný.“
Desember.
Veðráttan var óstöðug, og víða var talin óhagstæð tíð síðari lilutann. Snjólétt
var, en beit nýttist illa er á leið vegna veðurs. Erfiðustu fjallvegir voru lengst
af tepptir, og um jólaleytið urðu víða samgöngutruflanir í byggð. Fyrstu viku
mánaðarins var norðanátt ríkjandi. Um norðanvert landið snjóaði víða tölu-
vert og sunnan lands snjóaði einnig nokkuð, er vindur gekk til austurs í svip.
Þ. 7. skipti um átt og gerði asahláku. Næstu daga var víða livasst og þ. 10. var
stormur um allt land. Norðan lands og norðaustan var úrkomulítið og óvenju
hlýtt, en annars staðar rigndi mikið, og á Suðurlandi gengu þrumuveður þ.
8.—14. Frá Hallormsstað var skrifað: „Heitu dagana 10.—15. opnuðust víði-
blóm (liumlar) á viðju og þingvíði". Dagana 17.—18. snerist vindur á ný til
norðurs og um jólaleytið snjóaði víða mikið.“ Þórður Þórðarson á Suðureyri
8 --- VEÐRIÐ