Veðrið - 01.04.1961, Blaðsíða 13
JÓNAS JAKOBSSON:
Hitastig yfir Keflavík
Að þessu sinni eru hér birt Iínurit af gangi hitans þrjá síðustu mánuði ársins
1960 og þrjá fyrstu þessa árs. Þeir, sem fylgjast reglulega með þessum athugun-
um, vilja sjá þær sem fyrst. Einnig er hentugt að hafa línuritin til liliðsjónar við
þáttinn um veðurfar síðasta misseris, en hann er á öðruni stað í þessu liefti.
Mönnum er enn í fersku minni hin eindæma stillta og þurra veðrátta í
október. Vindur var þá oftast hægur á austan, og lægðir komu sjaldan í næsta
nágrenni við landið. Hitasveiflur voru því litlar. Þó kólnaði heldur um vetur-
nætur, en fyrsti vetrardagur var þ. 22.
Fyrstu vikuna í nóvember barst til landsins fremur svalt loft frá liafinu aust-
an og norðaustan við landið, en þar á eftir kom tveggja vikna hlýr kafli. Þá
héldu lægðirnar sig skammt fyrir sunnan og suðvestan ströndina og veittu
yfir landið lofti af hafinu fyrir vestan og norðvestan Bretlandseyjar. í síðustu
viku mánaðarins kom stutt kuldakast. Suður yfir landið kom þá loft norðan af
hafinu í grennd við Jan Mayen. Þá festi snjó á Norðurlandi.
I desember var tíðarfarið orðið óstilltara, og skipti oft um átt. Gerði kuldaköst
í fyrstu og þriðju vikunni með norðanveðrum, en aðra vikuna alla var fremur
1. mynd. Daglegar hitabreytingar í 500 og 1500 m hœð október—desember 1960.
12 — VEÐRIÐ