Veðrið - 01.04.1961, Blaðsíða 14

Veðrið - 01.04.1961, Blaðsíða 14
hlýtt. Milli jóla og nýjárs var norðaustan-átt, en tiltölulega hlý, |>ví að loftið, sem hún bar með sér var komið af hafinu í grennd við Færeyjar, þangað komið lengra sunnan að. Var kerlingarhláka á norðaustanverðu landinu suma dag- ana. Fyrstu vikuna eftir áramótin var veður fremur stillt og nokkurt frost. Lægðir gengu austur um Atlantshafið skammt fyrir sunnan landið og beindu hingað aðallega lofti frá hafsvæðinu fyrir norðaustan land. Um miðbik janúar lá slóð lægðanna fyrir vestan og norðan landið, og barst þá hingað ýmist hlýtt loft langt sunnan úr hafi með þokusúld og rigningu eða kalt loft frá norður- héruðum Kanada og olli hinni alkunnu útsynningsveðráttu á Suðvesturlandi. Seinasta Jrriðjung mánaðarins stöðvuðust lægðirnar suðvestur af landinu og sveifluðu yfir það hlýju og röku lofti sunnan og suðaustan af hafinu. í febrúar var alltaf tiltöhdega hlýtt, því að aldrei gerði norðanátt, sem stæði meir en sólarhring í einu. Suma dagana var mjög hlýtt miðað við árs- tíma, en þá náði liingað norður hafloft langt sunnan að, t. d. dagana 19. og 20. Meiri hitasveiflur urðu í marz. Lægðirnar fóru yfir landið eða mjög nálægt því, og varð jress vegna umhleypingasamt. Skiptust á smáhret og hlákublotar, einkum fyrri hluta mánaðarins. Óvenjumikil hlýindi gerði frá 19. til 21., en upp úr Jtví kólnaði, svo að síðasta vikan varð sú kaldasta í mánuðinum, þver- öfugt við Jiað, sem eðlilegt er. Þá er komið frani yfir jafndægri á vori og dagur- inn loks orðinn lengri en nóttin. ★ 2. mynd. Daglegar hitabreytingar i 500 og 1500 m hœS. Janúar—marz, 1961. VEÐRIÐ 13

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.