Veðrið - 01.04.1961, Blaðsíða 18

Veðrið - 01.04.1961, Blaðsíða 18
sendir klukkan 0530, 1130, 1730 og 2330 veður á einstökum stöðum, athugað klukkan 00, 06, 12 og 18, en leiðbeiningar um teiknun kortsins sendir ltún klukkan 1235 og 0035, og eiga þær við kortin frá klukkan 6 og 18. Það er ekki mikill vandi að færa þessi skeyti á kortið, og til þess þarf enga þekkingu í veðurfræði. Til þess að skilja skeytin þarf þó auðvitað að læra á þann lykil, sem notaður er við skeytasendinguna, og verður hann skýrður í að- aldráttum hér á eftir, en einnig í næsta hefti af Veðrinu. Eyðublöð fyrir kortin er hægt að fá á flestum veðurstofum. Þau, sem Sverrir Þór notar, eru frá ensku veðurstofunni og sérstaklega gerð í þessu skyni, prentuð í mælikvarðanum 1:15 000 000. Kort þau, sem Veðurstofan notar, eru í mælikvarðanum 1: 10 000 000, og þau ná yfir mun stærra svæði, m. a. mestalla Norður-Ameríku. Með því að skera af þeim má fá hentug kort yfir Norður-Atlantshaf norðan við 35° N, og er kortið, sem hér fylgir, þannig gert. Veðurskeyti jrá einstökum stöðum. Hér verður nú skýrt frá veðurskeytunum, hvernig þau má færa á kortið og hvað þau þýða. I næsta hefti verður svo sagt frá því, hvernig hagnýta má leið- beiningarnar, sem stöðvarnar senda um teikningu veðurkortsins. Hvert veðurskeyti, sem þessar stöðvar senda, er fjögur eða fimm talnaorð, en í hverju orði eru oftast fimm tölustafir. Fyrsta orðið í skeytum frá strand- stöðvum er númer stöðvarinnar, en fyrstu tvö orð skipaskeytanna segja til urn hnattstöðuna. Aðeins þrjú síðustu orðin í skeytinu tilgreina veðrið á staðnum. Frá sumum skipum er þó auk þess eitt viðbótarorð um sjólagið. I-Tér kemur nú dæmi um skeyti frá strandstöð: b C- 4 T1 0 4030 81425 70616 93208 Þegar búið er að færa þetta skeyti á kortið, gæti það litið svona út: 93.2 08 vofhfi Hér er næstsíðasta orðið skrifað neðan við stöðina, en það síðasta ofan við. Vindátt og vindliraði er sýnt með ör og þverstrikum, en skýjamagnið er skrifað innan í hringinn, sem er á sjálfri stöðinni. Þetta er nokkurn veginn í samræmi við aðferð þá, sem Sverrir Þór hefur við að færa skeytin á kortið, og fæ ég ekki séð, að það verði gert á öllu einfaldari hátt. Á veðurstofum tíðkast að vísu að setja veðrið með táknum á kortið. Það er gott fyrir þá, sem slíku eru vanir, en vafasamt að öðrum kosti. Hér er svo dænii um veðurskeyti frá skipi: VEÐRIÐ 17

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.