Veðrið - 01.04.1961, Blaðsíða 16

Veðrið - 01.04.1961, Blaðsíða 16
PÁLL BERGÞÓRSSON: Teikning veðurkorta á skipum Á einu íslenzku skipi hefur það tíðkazt um margra ára skeið að teikna veður- kort, þegar siglt hefur verið yfir úthöfin. Það er skipstjórinn á Hamrafelli og áður á Arnarfelli, Sverrir Þór, sem hefur sýnt þennan einstaka áhuga á veður- fregnum. Sverrir Þór telur það helzt til gildis veðurkortum, að þau auðveldi sjómönn- um mjög að glöggva sig á veðurspám og veðrabreytingum. Veðurspár fyrir höf- in, einkum hin stóru úthafssvæði, eru langur og þvælulegur lestur og erfitt að átta sig á þeim, ef ekkert er til skýringar. En hafi menn kortið fyrir framan sig, sést i einu vetfangi vindáttin, hvar sem á kortið er litið, og veðurhæð má einnig nokkuð ráða af því, hvernig kortið er dregið. Flest skip á úthafssigling- urn fara að vísu sinna ferða, hvernig sem veðrið er, en þrátt fyrir það er þó flest- unt sjómönnum í blóð borið að kunna betur við að fylgjast með veðrinu og hafa hugmynd um, hvað í vændurn er. Nokkra hagnýta þýðingu getur það einn- ig haft, ef unnt er að nota veðurspána til þess að áætla meðvind og mótbyr og leiðrétta þannig ferðaáætlun skipsins. Á farþegaskipum væri það líka Veðurkort teiknað um borð i Hamrafelli. VEÐRIÐ 15

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.