Veðrið - 01.04.1961, Blaðsíða 8

Veðrið - 01.04.1961, Blaðsíða 8
íslandi og bird allmörg rit um það efni á tímabilinu 1910—1940. Hann varð fyrstur manna til þess að hefja kerfisbundnar eðlisfræðilegar rannsóknir á þess- um mikilvæga þætti íslenzkrar náttúrufræði, og má geta þess, að hann setti fram athyglisverða kenningu um orsök Geysisgosa. Síðustu árin sem dr. Þorkell Þorkelsson var veðurstofustjóri, svo og árin eftir að honum hafði verið veitt lausn frá embætti starfaði hann aðallega að stærð fræðilegum viðfangsefnum, og bera þessar rannsóknir hans vott um rnikla hug- kvæmni þrátt fyrir háan aldur. Dr. Þorkell Þorkelsson var kjörinn félagi í Vísindafélagi íslendinga í marzmán- uði 1919, á fyrsta fundi eftir að gengið var frá stofnun þess. Hann var íorseti Vísindafélagsins 1931 og 1932, og munu fáir menn hafa flutt fleiri erindi á fundum þess en liann. Hann var heiðursfélagi í Hinu íslenzka náttúrufræði- félagi og um skeið formaður þess. Með þessum fáu orðum um vísindastarfsemi dr. Þorkels Þorkelssonar Jief ég aðeins ætlað að gefa lesendum þessarar greinar hugmynd um þennan mikilvæga þátt af ævistarfi hans. Aðrir menn sem sérþekkingu hafa á þeim vísindagrein- um, sem rannsóknir hans náðu yfir munu vafalaust gera þessu efni nánari skil. Á þeim tíma sérmenntunar, sem við nú lifurn á, fækkar óðum þeim mönn- um, sem stunda svo fjölþætt rannsóknarstiirf sem dr. Þorkell Þorkelsson gerði. Mannfélagið verður fábreyttara og að vissu leyti fátæklegra þegar slíkir menn hverfa af sjónarsviðinu. Dr. Þorkell kaus þó að vinna öll störf sín í kyrrþey. Ég hef fáa menn þekkt jafn fráhverfa auglýsingum um starfsemi sína. Dr. Þorkell Izorkelsson var kvæntur Rannveigu Einarsdóttur. Um leið og Veðurstofan kveður fyrsta forstjóra sinn, færi ég henni og börnum þeirra hjóna innilegar samúðarkveðjur við fráfall hans. 16. maí 1961. T. Guðrnundsson. Áskriftargjaldið. Með þessum árgangi er óhjákvæmilegt að hækka nokkuð áskriftargjald Veðurs- ins, úr 30 í 40 krónur. VEÐRIÐ 7

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.