Veðrið - 01.09.1962, Blaðsíða 4

Veðrið - 01.09.1962, Blaðsíða 4
nákvæmlega, en óneitanlega geymist þar allkynlegur kafli úr „veðurfræðisögu Islands." Mun ég freista að draga hann saman í ágrip. I 1. hefti þessa tímarits sagði ég frá veðurathugunum Niels Horrebow’s á Bessa- stöðum 1749—1751. Urn þær mundir lét danska stjórnin vinna að strandmæling- um og sjókortagerð hér við land, — sumpart af því að Frakkar þóttu sýna því verki fullmikinn áhuga, og þurfti þá að finna nákvæma hnattstöðu á sem flestum stöð- um á landinu til þess að miða sjókortin við. — 1 annan stað vildi Vísindafélagið danska koma á reglubundnum veðurathugunum innan danska ríkisins, og Ole Röhmer prófessor hóf veðurathuganir árið 1751 í Rundetárn. Þess vegna var Horrebow einnig boðið að gera hér veðurathuganir. Við brottför hans féllu ])ær niður að mestu. Þó héldu þeir Eggert og Bjarni jafnan veðurbækur á ferðum sínum og þar, sem þeir höfðu vetursetu. Danska vísindafélagið lét sér þetta ekki lynda og lagði að stjórninni að koma á fót föstum veðurathugunum á fslandi. Er þess getið til, að Niels Horrebow hafi ýtt undir, en bróðir lians, Peter, var prófessor í stjörnufræði. Nokkuð er það, að þegar Landsnefndin hélt til íslands (1770), var henni fenginn sem ritari vel menntaður Islendingur, Eyjólfur Jónsson eða Jonsoníus öðru nafni. Skyldi liann gera stjörnu- og veðurathuganir jafniramt ritarastarfinu. Eyjólfur var fæddur árið 1735 að Háafelli í Hvítársiðu. Hann lauk námi í Skál- holtsskóla og starfaði unt hríð hjá Magnúsi Gíslasyni amtmanni, sem fékk mik- ið álit á honum. Á árunum 1700—62 hafði hann umsjón mcð smíði steinhúsanna á Bessastöðum og Nesi við Seltjörn. Síðan fór hann til Kaupm.hafnar og lauk prófi í guðfræði við háskólann. Hann lagði einnig stund á stærðfræði og var í nokkur ár starfsmaður í stjörnuturninum (Sívalaturni) í Kaupm.höfn, unz hann var skipaður ritari Landsnefndar. Eyjólfur var heilsutæpur og andaðist fertugur að aldri (21. júlí 1775) að Arnarhóli í Reykjavík. I erindisbréfi Eyjólfs (júní 1770) sem ritara Landsnefndar er einnig rætt um stjörnuathuganir og landmælingar. f 6. lið stendur: Enn fremur skulu honum afhentar 3 loftvogir og 3 hitamælar til þess að mæla daglega ástand loftsins, og með loftvogunum er hann hvattur til að mæla hæðir fjalla, þegar liann á leið frarn hjá hinum helztu þeirra. — Að lokum er þess getið, að Vísindafélagið muni sjá svo til, að Eyjólfur hafi fastráðinn þjónustumann með sér, er kunni nokkuð fyrir sér og geti verið honum til aðstoðar. Líklega liefur lítið orðið úr athugunum Eyjólfs, meðan hann var ritari Lands- nefndar, og ekki er mér kunnugt um, neinar veðurbækur frá hans hendi. — Þó getur Uno von Troil þess í ferðasögu sinni (1772), að Eyjólfur Jónsson sé fyrsti veðurathugunarmaður á íslandi. Hafi hann bækistöð sína á Arnarhóli við Reykja- vík og noti með góðum árangri hrafntinnu í stað reyklitaðs glers í kíki, sem liann hefði sjálfur fundið up]j. Sennilega liefur Eyjólfur þá haldið til í hegn- ingarhúsinu, — ])ar sem Landsnefndin starfaði. Þegar Landsnefndin hafði lokið störfum, skyldi Eyjólfur halda áfram stjörnu- og veðurathugunum. Því er hann með konungsbréfi ds. 21. maí 1770 skikkaður sóknarprestur að Staðastað, þegar þáverandi prestur láti af embætti. Jafnframt 40 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.